Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 90
J.D.: Að þessu leyti má segja að í orði kveðnu sé einkum áherslumunur á milli
þeirra flokka sem kenna sig við lýðræði. Yfirlýst steína þeirra er í grófum
dráttum sú sama. Menn eru sammála um þetta: enga ólöglega innflytjendur,
enga óþarfa, óarðbæra og truflandi gestrisni. Um þessar mundir ganga menn
fram af meira harðfylgi en áður, andrúmsloftið er breytt, munurinn er
umtalsverður. En meginreglan er óbreytt: það verður að vernda þjóðfélagið,
þjóðarlíkamann gegn of tniklum áhrifum, það er að segja vernda þær hug-
myndir sem þessi líkami heldur að hann eigi að hafa um sjálfan sig (það má
geta þess svona í leiðinni að ef maður hugsar út frá þessum forsendum yrði
að banna hvers konar líffræðilega og menningarlega ígræðslu en það hefði
víðtækar afleiðingar — nema afleiðingarnar yrðu engar, dauðinn myndi
kveðja dyra orðalaust). Þegar Framjois Mitterand [núverandi forseti Frakk-
lands. Aths. þýð.] talaði um að umburðarlyndið ætti sér ákveðin takmörk
(margir okkar brugðust opinberlega við þessum ummælum sem hann missti
út úr sér og var síðan maður, eða nógu slyngur, til að leiðrétta) þá var hann
með þessum klaufalegu mismælum að segja það sem lýðræðisöfl til vinstri
og hægri, raunar einnig hægri öfgamenn, eiga sameiginlegt: það mega ekki
vera neinir komumenn, í þeirri merkingu sem við töluðum um áðan, það
verður að hafa stjórn á því hvað kemur, sía straum innflytjenda.
Vitaskuld geri ég mér grein fyrir því að það sem ég sagði áðan um
komumanninn er nokkuð sem stjórnmálamenn myndu aldrei sætta sig við,
það er að segja ef stjórnmálin taka mið af og grundvallast á hugmyndinni
um sjálfstæða heild sem kölluð er þjóðríki. Það er ekki til eitt einasta þjóðríki
sem gæti sem slíkt lýst yfir eftirfarandi: „Við bjóðum alla velkomna, við
setjum engar hömlur á innflytjendur.“ Eftir því sem ég best veit, ef til vill
getið þið komið með dæmi um hið gagnstæða, þá miðast hvert einasta
þjóðríki við að geta haff eftirlit með landamærum sínum, við það að geta
bannað mönnum að flytjast ólöglega inn í landið og geta fýlgst nákvæmlega
með þeim sem fá að setjast að í landinu eða fá þar hæli. Hugtakið landamæri
er grundvöllur hugtaksins þjóðríki, og jafnframt takmörk þess.
Þegar þetta liggur ljóst fyrir geta menn notað hugtakið eftir hentugleikum,
en sá pólitíski munur, hver sem hann kann annars að vera, er aukaatriði í
samanburði við þá meginreglu að stjórnmálin séu þjóðleg. í henni felst að
setja síu á inngönguleiðirnar og banna ólöglega innflytjendur enda þótt
menn viti mætavel að það er ógerlegt og jafnvel (enn einn tvískinnungshátt-
urinn) óæskilegt við vissar efnahagsaðstæður.
Það er ekki hægt að byggja hefðbundna stjórnmálastefnu þjóðríkis á því
sem ég sagði áðan um hinn algera komumann. En þótt mér sé fyllilega ljóst
að ummæli mín hér áðan um hann séu ópólitísk og óviðunandi frá sjónar-
miði stjórnmálanna, þá held ég því engu að síður fram að sú stjórnmálastefha
sem heldur ekki fast í meginregluna um skilyrðislausa gestrisni er ekki lengur
réttlát. Hún heldur ef til vill áfram að eiga sér stoð í lögum (sem ég aðgreini
hér enn frá réttlætinu), lagalegan rétt, en hún sé ekki lengur réttlát. Og hún
88
TMM 1994:2