Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 90
J.D.: Að þessu leyti má segja að í orði kveðnu sé einkum áherslumunur á milli þeirra flokka sem kenna sig við lýðræði. Yfirlýst steína þeirra er í grófum dráttum sú sama. Menn eru sammála um þetta: enga ólöglega innflytjendur, enga óþarfa, óarðbæra og truflandi gestrisni. Um þessar mundir ganga menn fram af meira harðfylgi en áður, andrúmsloftið er breytt, munurinn er umtalsverður. En meginreglan er óbreytt: það verður að vernda þjóðfélagið, þjóðarlíkamann gegn of tniklum áhrifum, það er að segja vernda þær hug- myndir sem þessi líkami heldur að hann eigi að hafa um sjálfan sig (það má geta þess svona í leiðinni að ef maður hugsar út frá þessum forsendum yrði að banna hvers konar líffræðilega og menningarlega ígræðslu en það hefði víðtækar afleiðingar — nema afleiðingarnar yrðu engar, dauðinn myndi kveðja dyra orðalaust). Þegar Framjois Mitterand [núverandi forseti Frakk- lands. Aths. þýð.] talaði um að umburðarlyndið ætti sér ákveðin takmörk (margir okkar brugðust opinberlega við þessum ummælum sem hann missti út úr sér og var síðan maður, eða nógu slyngur, til að leiðrétta) þá var hann með þessum klaufalegu mismælum að segja það sem lýðræðisöfl til vinstri og hægri, raunar einnig hægri öfgamenn, eiga sameiginlegt: það mega ekki vera neinir komumenn, í þeirri merkingu sem við töluðum um áðan, það verður að hafa stjórn á því hvað kemur, sía straum innflytjenda. Vitaskuld geri ég mér grein fyrir því að það sem ég sagði áðan um komumanninn er nokkuð sem stjórnmálamenn myndu aldrei sætta sig við, það er að segja ef stjórnmálin taka mið af og grundvallast á hugmyndinni um sjálfstæða heild sem kölluð er þjóðríki. Það er ekki til eitt einasta þjóðríki sem gæti sem slíkt lýst yfir eftirfarandi: „Við bjóðum alla velkomna, við setjum engar hömlur á innflytjendur.“ Eftir því sem ég best veit, ef til vill getið þið komið með dæmi um hið gagnstæða, þá miðast hvert einasta þjóðríki við að geta haff eftirlit með landamærum sínum, við það að geta bannað mönnum að flytjast ólöglega inn í landið og geta fýlgst nákvæmlega með þeim sem fá að setjast að í landinu eða fá þar hæli. Hugtakið landamæri er grundvöllur hugtaksins þjóðríki, og jafnframt takmörk þess. Þegar þetta liggur ljóst fyrir geta menn notað hugtakið eftir hentugleikum, en sá pólitíski munur, hver sem hann kann annars að vera, er aukaatriði í samanburði við þá meginreglu að stjórnmálin séu þjóðleg. í henni felst að setja síu á inngönguleiðirnar og banna ólöglega innflytjendur enda þótt menn viti mætavel að það er ógerlegt og jafnvel (enn einn tvískinnungshátt- urinn) óæskilegt við vissar efnahagsaðstæður. Það er ekki hægt að byggja hefðbundna stjórnmálastefnu þjóðríkis á því sem ég sagði áðan um hinn algera komumann. En þótt mér sé fyllilega ljóst að ummæli mín hér áðan um hann séu ópólitísk og óviðunandi frá sjónar- miði stjórnmálanna, þá held ég því engu að síður fram að sú stjórnmálastefha sem heldur ekki fast í meginregluna um skilyrðislausa gestrisni er ekki lengur réttlát. Hún heldur ef til vill áfram að eiga sér stoð í lögum (sem ég aðgreini hér enn frá réttlætinu), lagalegan rétt, en hún sé ekki lengur réttlát. Og hún 88 TMM 1994:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.