Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 43
í hausthlýjunni gegnum loftið kvikt
og fuglinn kvakaði, hann var að svara
óheyrðri hljómlist hulinni í runnum
og óséðu augnaráði, því rósirnar
litu út eins og blóm sem er litið á.
Þau voru gestir sem fagna og er fagnað.
Og við og þau gengum í settlegum röðum
niður auðan stíginn, í stúkusæti
til að líta niður í tæmda tjörn.
Þurr tjörnin, þurr steypan, brún á röndum.
Og tjörnin fylltist af vatni úr sólskini
og lótusblómin hófust, ofurhægt,
flöturinn glitraði af innsta kjarna ljóssins
og þau að baki okkar, spegluð í tjörninni.
Þá rak yfir ský og tjörnin var tóm.
Burt, sagði fuglinn, því laufin voru kvik af börnum,
földum í spenningi, haldandi í sér hlátri.
Burt, burt, sagði fuglinn, mannskepnan
þolir ekki sérlega mikinn veruleik.
Tími sem var og tími sem verður
það sem hefði getað verið og það sem varð
miðar að einu marki sem alltaf er hér.
II
í forinni klínist hvítlaukur
og safír við sokkið öxultré.
Dillandi strengur í blóðinu
syngur um gamalgróin sár
og sefar gleymdra stríða tár.
Slagæðanna slunginn dans
og sogæðavökvahringrásin
formast í svífandi stjörnudans
stíga upp til sumars í þetta tré
við ferðumst ofan við tré á ferð
TMM 1994:2
41