Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 78
hefði gjarna vilja leggja dálítið út af þessu, en ég sleppi því hér). Eitt af því sem stöðugt síar fréttirnar, enda þótt heimurinn sé að verða sífellt alþjóð- legri, er hið þjóðlega, héraðsbundna, eða svæðisbundna,—eða hið vestræna — það hefur ævinlega forgang. Þetta er það sem kemur alltaf fyrst í öllum fréttum og ákvarðar forgangsröðina (fyrst íþróttir, svo stjórnmálamenn, en ekki stjórnmál, og loks menningarfréttir, sem er raðað niður eftir því hve athyglisverðar og skiljanlegar þær þykja). Þessi forgangsröð veldur því að ótal aðrir atburðir hafha utan sviðsljóssins: þeir atburðir sem talið er að þjóðin hafi engan áhuga á og hafa takmarkaða þýðingu fyrir þjóðina, þjóð- tunguna, lífshætti þjóðarinnar og lífsmunstur. í„fréttum“ er óafvitandi lögð áhersla á hið þjóðlega, hið framandi er útilokað, jafnvel stundum innanlands, jafnvel þótt þar séu hvorki þjóðernisofstæki, ákveðin áform né vísvitandi yfirlýsingar á ferðinni, jafnvel þegar fjallað er um efni eins og „mannréttindi“ og slíkt. Einstaka ff éttamenn gera lofsverðar tilraunir til að brjóta þessa reglu, en það er hægara sagt en gert og þegar allt kemur til alls er þetta nokkuð sem er ekki undir atvinnufréttamönnum komið. Við megum ekki gleyma þessu, síst nú þegar gamlar þjóðernisstefnur eru farnar að taka á sig nýja mynd með því að beita fjölmiðlatækni sem er hvað „háþróuðust“ sér til framdráttar (hinir opinberu ljósvakamiðlar í Júgóslavíu fyrrverandi eru sláandi dæmi um þetta). Annars má geta þess svona í leiðinni að ýmsir hafa séð ástæðu til að efast um gagnrýnina á þjóðernishyggjuna, eða til að einfalda myndina mjög, um afbyggingu [déconstruction, þetta er eitt af grundvallarhugtök- unum í heimspeki Derrida. Aths. þýð.] þeirrar hugsunar sem miðar allt út frá Evrópu. Mörgum þykir ekkert vera frétt nema það snerti þjóð- eða efnahagsmál, sumsé svið þar sem lögmál markaðarins gilda, hvort sem um samvinnu eða átök er að ræða. Það er eins og menn séu blindir á allt það sem flytur með sér dauðann í nafni þjóðernis, og það í sjálfu hjarta Evrópu. En nú sem endranær byggist harmleikurinn á mótsögn eða tvöfaldri fullyrðingu eins og þessari: upplýsingar virðast berast frá sífellt fleiri heims- hornum, en í raun berast þær okkur frá æ færri miðlum og dreifingarkerfum sem eru að komast í færri og færri hendur. Ég minni á það sem átti sér stað í Persaflóastríðinu. Þá komu vissulega um stundarsakir upp sérstakar kring- umstæður, því menn vöknuðu til vitundar um þessa samþjöppun og sumir mótmæltu henni, en við megum ekki gleyma því að ofbeldi viðgengst stöðugt víða um heim, alls staðar þar sem átök eiga sér stað, í Miðaustur- löndum jafnt sem annars staðar. „Þjóðernisleg“ andspyrna gegn þessari samræmingu sem lítur út fyrir að vera alþjóðleg reynist því nauðsynleg. Hér fara málin hins vegar að flækjast. Annar varnagli: alþjóðlega tíðindasmíðin, einkarétturinn á því sem er „fréttnæmt“, miðstýringin á því hvað er frétt og hvað ekki, virðist haldast í hendur við þá þróun sem nú fleygir mjög fram og kölluð er „bein útsending“ þar sem allt gerist á svokölluðum raunverulegum tíma, í núinu. Það er alltaf eitthvað leikrænt við öll þessi „viðtöl" og þau ýta undir dýrkunina á því sem 76 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.