Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 113
Úlfars: „Ég tefldi allt öðru vísi frá upp- hafi [en Einar]. Á skákborðinu hef ég alltaf verið hreinn og beinn. Ég legg til atlögu þegar ég tel það borga sig og stend eða fell með því sem ég er að gera.“ (bls. 85). Hreinn og beinn er Úlfar aldrei í sögunni. Þetta er einn af kostum 1. persónu- sögunnar og nýtist í Patt fullkomlega og er vitaskuld fjöldi góðra dæma er Úlfar lýsir sér en lesandinn sér allt annan mann og óhugnanlegri líkamnast. Og hver er svo ég? Sagan Patt segir ffá manni sem ekki er einvörðungu aumkunarverður heldur andstyggileg persóna, e.t.v. andstyggi- legasta persóna íslenskra bókmennta seinni ára. Líklega er Úlfar andstyggileg persóna af því að hann veit það ekki sjálfur. Hann líkist að því leytinu Húsa- víkur-Jóni sem taldi ákaflega lfklegt að Lykla-Pétur fengi honum eftir dauðann vist meðal mestu dýrlinga og píslarvotta sögunnar en var þó þannig innrættur að Kölski þorði eldci fyrir sitt litla líf að veita honum hæli í Helvíti vegna ótta við stjórnarbyltingu. Vitaskuld má skoða söguna sem þroskasögu Úlfars enda hefur hún allt yfirbragð þess. En sú saga er saga þroska frá sakleysi til sektar. Úlfar fær illt vega- nesti í vöggugjöf. Fram kemur að langafi hans hafði leikið þá fléttu í sinni stöðu að gangast við barni prests nokkurs til að koma höndum yfir kot. En það var „ . . . alltaf einhver déskotans úlfúð í honum Hrólfi. Menn voru hræddir við hann í sveitinni." (bls. 11). Og ekki virð- ist afi Úlfars hafa verið föðurbetrungur nema síður væri enda látið að því liggja að hann hafi komið föður sínum fyrir kattarnef og hlegið að öllu saman. Sonur hans og faðir Úlfars, Sigurjón Sigurjóns- son, er talinn þess eðlis að honum færi best að heita nöfnum þeirra beggja, föð- ur síns og afa. Faðir Úlfars er duglegt hörkutól og svífst einskis, a.m.k. ekki þess að koma höndum yfir bæturnar sem Úlfar fékk fyrir slys sem Sigurjón olli þó sjálfur. En Sigurjón er svo vanþroska tilfmninga- lega og bældur að jaðrar við örkuml. Fram kemur að dætur hans töldu sér ráðlegast að flýja heimili sitt vegna hans. Þetta eru ræturnar — og þess von að illa færi. Úlfar hefur engin markmið í lífinu eða draum annan en þann að sigra — sem í sjálfu sér getur orðið upphaf sig- urgöngu sem til einhverra happa leiðir. Leiðin að sigrinum er þó ekki fögur. Úlfar ætlar ekki að sigra með eigið ágæti eða hæfileika að vopni. Hann kann enga aðra leið til sigurs en þá að leggja alla að velli. Sá metnaður, sem hann hefur til að „verða eitthvað“, beinist allur að því að eyðileggja öll færi annarra. Úlfar er haldinn djúpstæðri van- metakennd frá unga aldri. „Ég held að ég hafi kannski valdið foreldrum okkar vonbrigðum á einn eða annan hátt. Þau hafði lengi langað til þess að eignast son en hann átti náttúrulega ekki að verða eins og ég. Hann átti að verða eins og faðirinn, gáfaður íþróttamaður að upp- lagi, haldinn óslökkvandi menntunar- þorsta.“ (13-14). Snemma sér hann því keppinaut í bróður sínum Einari sem honum þykir að því er virðist vænt um — lengi vel. Vanmetakenndin birtist síðan les- andanum í lítt dulbúnu grobbi eða sjúk- legum órum auk þeirrar áráttu að eyðileggja allt fyrir öðrum þótt ekki verði séð að hann hafi nokkurn ávinn- ing af því sjálfur. Sigurinn, sem er lokatakmark Úlfars, hlýtur að vera fjarlægur kjarklausum manni sem hann er. Hann lærir því list- ina að heyja aldrei orrustur sínar fyrir TMM 1994:2 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.