Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 13
sköpun . .. það lægsta af öllu í stigveldi veruleikans“. Listaverk voru í besta falli „eftirlíking af eftirlíkingu“, annars stigs skuggar sem aðeins líktu eftir ásýnd hlutanna en ekki eðli þeirra. Gagnrýni Platons beindist einkum að þeim myndlistarmönnum sem hann kallaði „skuggamálara" eða skiagrap- hos\ þeim sem beittu blekkingum (skyggingu og þarvídd) til að ná fram sterkari eftirlíkingum af ásýnd hluta en fjarlægðust þá eðli þeirra — af- skræmdu veruleikann — enn meira en ella. Það er freistandi að líkja skuggamyndum Platons við ljósmyndir. Sú skoðun má heita viðtekin að ljósmyndir séu eingöngu eftirlíkingar af ásýnd hluta. Ljósmyndun er álitin hin fullkomna hermilist sem þar að auki skapar verk sín fyrir tilstilli vélar. Slík vélræn eftirlíking, öfugt við málverk eða höggmynd, er þá talin gefa lítið færi á listrænni túlkun og útiloka þar með aðgang að eðli fyrirmyndarinnar, hinni sönnu ásjónu. Ljósmyndin er í eðli sínu aðeins skugginn af fyrirmyndinni og sem slík á hún lítið sem ekkert skylt við listræna sköpun. Allar ljósmyndir eru því samkvæmtþessu „skugga- myndir“ ekki ósvipaðar þeim sem fangarnir í hellinum létu blekkja sér sýn. Ljósmyndir í sýnd og reynd ... en eftirmyndir kalla ég í fýrsta lagi skugga og svo líka myndir á vatni og á hörðum hlutum sem eru sléttir og gljándi... — Ríkið eftir Platon.þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson (1991) Speglar koma víða við sögu í Ríkinu og svo virðist sem Platon leggi þá og skuggana að jöfnu—þetta er hvortveggja eftirmyndir, fulltrúar sýndarinnar. Hér kemur hin íslenska skuggsjá upp í hugann og þau tengsl sem að framan voru rakin milli skyggnu og skuggamyndar. Orðið skyggna segir raunar býsna margt um stöðu ljósmyndarinnar gagnvart veruleikanum og listinni — hún er gagnsæ, hún er spegill og hún er skuggi. Skyggnan, hin pósitífa ljósmynd, líkir að miklu leyti effir hinu tvíþætta eðli glers eða glugga sem að degi til verkar eins og gagnsær rammi en verður að spegli, skuggsjá, þegar náttmyrkrið skellur á. Skyggnan — ljósmyndin — er hin gagnsæja spegil- mynd náttúrunnar; hún rammar náttúruna inn og sýnir hana „eins og hún er“, án afbökunar, stílfæringar eða túlkunar. Fyrir vikið hættir henni til að verða innantóm því „spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl“. Samband ljósmyndar og raunveruleika er miklu flóknara og mótsagna- kenndara en þessar nafngiftir, spegilmynd og eftirlíking, gefa til kynna. Ljósmyndin er aldrei eftirlíking í sama skilningi og til dæmis afsteypa eða TMM 1994:2 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.