Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 73
er virðist milliliðalaust. Hún flytur þær umsvifalaust á milli okkar, og hvert okkar talar líka í hljóði við sjálff sig. Þegar vísindamenn láta sig dreyma um algilda þekkingu, dreymir þá um hljóðlaust, fullkomið mál sem lætur veru- leikann sjálfan birtast fyrir hugskotssjónum okkar. En slíkt fullkomið mál er ekki til. Sérhvert mál er gert úr ytri táknum sem standa undir hugsunum og kenningum. Án hins ytra tákns væri tómt mál að tala um þekkingu og vísindi. Letrið, hið ytra tákn hvers máls, er þögul uppspretta og umgjörð allrar mannlegrar hugsunar. Þögn þess heyrist. Hún minnir okkur á að handan allrar orðræðu og sjónvarpsmynda býr óræður veruleiki sem við, hinar hugsandi, sjáandi og talandi verur, höfum ekki enn náð tökum á. Og munum seint gera. Hvers vegna? Hvers vegna föngum við ekki veruleikann sjálfan í orðræð- um okkar og fjöltæknimiðlum? Hvers vegna er ekki veruleikinn í sjónvarp- inu? Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Auðvitað er veruleikinn í sjónvarpinu, en aðeins á vissan hátt, að hluta, að einhverju leyti. Vandinn er sá að við vitum ekki hvernig. Og getum ekki vitað nákvæmlega hvernig. En þurfum samt nauðsynlega, óhjákvæmilega, að reyna að grafast fyrir um þetta „hvern- ig“: Hvernig veruleikann ber að okkur í alls kyns fjölmiðlum og er miðlað í orðræðum, myndum, líkingum og táknum. Ég læt nægja að nefna þrjú orð sem leika lykilhlutverk í þeirri heimspeki sem Derrida setur á svið og fjallar um „hvernig veruleikann ber að“: événem- ent (viðburður), différance (skilafrestur), déconstruction (afbygging). í fyrsta lagi þurfum við að skilja að veruleikinn sjálfur er viðburður, ef ekki viðundur, furðuverk sem á sér stað. Þetta að eiga sér stað, gerast, er það sem skilgreinir veruleikann. Ef ekki væri hægt að segja: „Það bar við um þessar mundir ...“ væri enginn veruleiki, engin saga, ekki nokkur skapaður hlutur, ekkert. Veruleikinn er það sem hefur gerst, er að gerast, mun gerast. Veruleikann ber að okkur, hann kemur. Kemur og á sér stað. Og fer og skilur okkur eftir til að vitna um það sem var. Og til að bíða þess sem verður. Af þessu leiðir að veruleikinn sjálfur er óræður, óhöndlanlegur og ógn- vekjandi. Hann vofir yfír okkur, er vofukenndur. Örlagadísir spinna okkur vef veruleikans, líf okkar er brot úr þeim vef. Hið voveiflega hefur átt sér stað og getur átt sér stað, hvenær sem er. Og við þurfum að búa okkur undir hvað sem er. Allt getur gerst. Um leið kviknar vonin, vonin um að frelsast úr viðjum hins voveiflega, að veruleikinn heill og sannur eigi sér stað, frelsarinn komi. Þess vegna er messíanismi, óslökkvandi eftirvænting, innbyggður í mannlega hugsun. Þessi frelsunarvon birtist á ótal vegu í gömlum og nýjum táknum. Sjálfur tekur veruleikinn sífellt á sig óvæntar, ófyrirsjáanlegar myndir. TMM 1994:2 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.