Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 10
— hver er þessi skuggamynd ef ekki skugginn sjálfur — og rökleysa — af hverju fengu pósitífar ljósmyndir þetta nafh? Orð verða hins vegar sjaldan til af sjálfu sér, þau birtast þegar þeirra er þörf en tilurð nýrra orða getur svo affur verið vísbending um nýja hugsun. Sú spurning vaknar hvenær og af hvaða tilefni menn hófu að gera greinarmun á skugga og skuggamynd — hvenær skuggamyndin sem slík öðlaðist form og þá jafnframt að einhverju leyti sjálfstæða tilvist í hugum fólks? Eins væri ffóðlegt að vita hvort þessi nafngift sem hér tíðkast enn á ljósmyndum er á einhvern hátt til marks um þann „skuggahjúp“ sem yfir þeim hvílir í samanburði við önnur listaverk. Rökkurtjald liðinnar aldar Nei. Lífið á vé. Þar skal leita að frétt. Ljósmynd vors hugar þarf skuggann hálfan. — Einrœður Starkaðar, Einar Benediktsson Skuggamyndir eiga sér margvísleg not og birtingarform. Flestir þekkja þá skemmtun að búa til dýra- eða mannamyndir með skugganum af höndum og fingrum. Sá leikur er trúlega uppsprettan að hinum ævafornu „skugga- sjónleikjum" Austurlandabúa; brúðuleikhúsi þar sem skuggar brúðanna eigast við á hálfgagnsæju tjaldi. Skyggðar útlínumyndir (teiknaðar silúettur) teljast einnig í þessum hópi, enda er ekki ólíklegt að fyrstu töfraljóskerin, laterna magica, hafi einmitt notast við slíkar myndir. Með tilkomu töfraljós- kersins um miðja sautjándu öld rennur upp nýtt skeið í sögu skuggamynda. Ljóskersmyndir, forverar skyggnanna, voru teiknaðar eða málaðar á gler og ólíkt öðrum skuggamyndum voru þær oftast gagnsæjar. Þær voru því sjálfar ekki „raunverulegir“ skuggar en áttu það þó skylt með fyrirrennurum sínum að mynd þeirra var varpað á einn eða annan flöt. Þessa nafngiff tóku svo gagnsæjar, pósitífar ljósmyndir í arf þegar skyggnur fóru að leysa ljóskers- myndir af hólmi. Skuggamyndir koma fyrst ffam í íslensku ritmáli í byrjun 19. aldar ef marka má orðasafn Orðabókar Háskólans. Orðinu bregður fyrir í tólftu bók Paradísar missis Miltons sem út kom í þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá árið 1828 en þar segir „Eptir þat at/ þeir eru þvílíkum/ skugga-myndum með/ ok málverki/ vígðir til að veita/ viðtöku því/ sem er sannarligt/ sjálfu ljósi.“ Orðið „skugga-mynd“ er hér þýðing á „shadowy types“ og merkingin ein- hvers konar skuggi eða silúetta, trúlega ættaður frá myrkrahöfðingjanum eða þá úr helli Platons, sem vikið verður að hér á effir. Hliðstæð merking er 8 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.