Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 91
hefur fyrirgert réttinum til að fjalla um réttlæti svo mark sé á takandi. Raunar þyrfti, en það er ekki hægt að gera því skil hér, að reyna að gera greinarmuh á því að marka stefnu í innflytjendamálum og virða rétt fólks til að leita pólitísks hælis. Svo þverstæðukennt sem það annars kann að virðast, þá er réttur manna til að biðjast hælis af pólitískum ástæðum (hann er enn viðurkenndur í Frakklandi, af pólitískum ástæðum) ekki eins pólitískur vegna þess að hann stangast í orði kveðnu ekki á við hagsmuni þess þjóðríkis sem veitir þeim viðtöku. En fyrir utan hvað það er erfitt að gera greinarmun á innflutningi og pólitísku hæli, er nánast ómögulegt að einangra hreinar pólitískar ástæður þess að menn gerast útlagar, þær sem samkvæmt stjórn- arskrá okkar eiga að vera rökin fyrir veitingu pólitísks hælis. Þegar öllu er á botninn hvolft er atvinnuleysi í erlendu ríki merki þess að lýðræðið sé ekki sem skyldi þar í landi og ákveðið form pólitískra ofsókna. Auk þess, og það er hluti af dæminu, eiga hin auðugu ríki heimsins að einhverju leyti sök á þeim kringumstæðum sem valda því að menn flytjast úr landi eða hrökklast í útlegð (þó ekki væri nema vegna þeirra vaxta sem skuldsettar þjóðir þurfa að greiða af erlendum skuldum). Hér erum við komin að mörkum stjórn- mála og lögfræði: það er alltaf hægt að sýna fram á að réttur manna til að hljóta pólitískt hæli geti verið enginn eða ótakmarkaður. Þetta hugtak er með öðrum orðum ennþá ákaflega opið og sveigjanlegt enda þótt menn hafi litlar áhyggjur af því nema á róstusömum tímum. Það þarf að taka þetta hugtak til gagngerrar endurskoðunar, vilji menn komast eitthvað áfram með þessa umræðu, eða hreinlega skilja hana (t.d. umræðuna milli þeirra sem vilja halda tryggð við stjórnarskrána og manna eins og Charles Pasqua [núver- andi innanríkisráðherra Frakka, en hann hefur beitt sér fyrir afnámi laga um að Frakkland sé griðland ofsóttra. Aths. þýð.] sem vilja breyta ákvæðum hennar um pólitískt hæli til samræmis við forna og nýja „franska þjóð“, sem þá væri skyndilega ekki lengur orðin sú sama sem kaus sér þessa stjórnar- skrá). En ég ætti að reyna að koma mér að því að svara spurningu ykkar. Þið sögðuð að svo virtist sem „þjóðfélag og stjórnmálamenn“ nútímans hafi „orðið undrandi“. Undrandi á straumi innflytjendanna eða á útlendinga- hatrinu? — Á útlendingahatrinu. J.D.: Stjórnmálamenn, bæði þeir sem komust til valda hér í Frakklandi eftir 1981 og þeir sem hafa tekið við af þeim síðan, hafa ekki beinlínis lagað sig að sjálfú útlendingahatrinu heldur hafa þeir lært að notfæra sér það eða misnota til að blekkja borgarana. Stjórnmálamennirnir togast á um ákveð- inn hluta kjósenda, þess hluta sem er mjög upptekinn af „öryggismálum“ (rétt eins og talað er um heilbrigðismál, enda er sagt að málið snúist um heilbrigði þjóðarlíkamans sem á allt sitt undir öflugu heilbrigðiskerfi), kjós- endur Þjóðarfylkingarinnar (Front National) sem tala um þjóðarlíkamann TMM 1994:2 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.