Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 97
sagan sé að endurtaka sig, í allt öðru samhengi þó, ýmist í sama búningi eða
öðrum búningi þjóðernishyggju, kynþáttahaturs, útlendingahaturs og gyð-
ingahaturs. Endurminningarnar vekja hver aðra upp, magna hver aðra upp,
særa hver aðra, heyja eilíf hjaðningavíg. Þegar illskeyttustu vofurnar snúa
aftur, vekjum við upp vofur fórnarlamba þeirra til að heiðra minningu
þeirra, en einnig, og þar verður ekki skilið á milli, til að styðja við baráttuna
sem háð er í dag og fyrst og fremst fyrir þau fyrirheit sem í henni felast, í
þágu framtíðarinnar, því án hennar hefði baráttan ekkert gildi: í þágu
framtíðarinnar, það er að segja út fyrir mörk núsins, út fyrir allar lifandi
verur sem geta sagt „núna, ég“. Spurningin um vofuna er einnig spurning
um framtíðina og það réttlæti sem hún kann að fela í sér. Þessi tvöfaldi
uppvakningur veldur óhjákvæmilega glundroða. Menn rugla því sem hlið-
stætt er saman við það sem er eins: „Nákvæmlega það sama er að endurtaka
sig, nákvæmlega það sama.“ Nei, tilfellið er að þegar viðburður endurtekur
sig tekur hann nokkrum breytingum vegna þess að samhengið er annað.
Þegar draugur rís upp aftur kemur hann til baka á nýjan hátt í hvert sinn, á
nýjum stað, í nýju samhengi sem menn verða að fylgjast með af kostgæfni
ef þeir ætla ekki að segja og gera hvað sem er.
I gær hringdi þýsk blaðakona í mig (það var útaf „áskorun“ nokkurra
evrópskra menntamanna um að „vera á varðbergi“ sem mér fannst ég verða
að undirrita ásamt fleirum — það væri hægt að segja heilmikið um þetta
plagg og út frá því, en okkur gefst ekki tími til þess að gera það af neinu viti).
Hún hafði áttað sig á því að þetta hafði af augljósum ástæðum mælst vel fyrir
meðal þýskra menntamanna, enda er ástandið í Þýskalandi viðkvæmt um
þessar mundir, og í framhaldi af því var hún að velta því fyrir sér hvort þarna
væri komin upp svipuð staða og forðum þegar Zola skrifaði greinina „Ég
ákæri“. Hvar er Zola í dag? spurði hún. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að
enda þótt ég bæri mikla virðingu fyrir Zola væri ég ekki sannfærður um að
hann væri eina eða besta fyrirmyndin til að skrifa einhverskonar „ég ákæri“
nú á tímum. Allt hefur breyst, opinber vettvangur, leiðir til að miðla upplýs-
ingum og ákvarðanaferli, samband valds og leyndar, ímynd menntamanns-
ins, rithöfundarins, blaðamannsins, o.s.frv. Það er ekki endilega svo að það
sé úrelt að ákæra, heldur er formið og staðurinn þar sem ákæran birtist úrelt.
Vitaskuld má ekki gleyma Dreyfusmálinu, en það getur ekki endurtekið sig
sem slíkt.
f stuttu máli sagt, til að hugsa (en hvað þýðir þá „að hugsa“?) það sem þið
kölluðuð „að hið versta snúi aftur“ þyrfti að fara út fyrir verufræðina,
heimspeki lífs eða dauða, rökfræði þeirrar veru sem gædd er vitund, til að
nálgast sambandið milli stjórnmálanna, sögunnar og afturgöngunnar.
— Þú komst inn áþetta í bókinni „Um andann, Heidegger og spurninguna“.
J.D.: Rétt er það, allt frá fyrstu setningu beindist sú bók fyrst og fremst að
TMM 1994:2
95