Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 97
sagan sé að endurtaka sig, í allt öðru samhengi þó, ýmist í sama búningi eða öðrum búningi þjóðernishyggju, kynþáttahaturs, útlendingahaturs og gyð- ingahaturs. Endurminningarnar vekja hver aðra upp, magna hver aðra upp, særa hver aðra, heyja eilíf hjaðningavíg. Þegar illskeyttustu vofurnar snúa aftur, vekjum við upp vofur fórnarlamba þeirra til að heiðra minningu þeirra, en einnig, og þar verður ekki skilið á milli, til að styðja við baráttuna sem háð er í dag og fyrst og fremst fyrir þau fyrirheit sem í henni felast, í þágu framtíðarinnar, því án hennar hefði baráttan ekkert gildi: í þágu framtíðarinnar, það er að segja út fyrir mörk núsins, út fyrir allar lifandi verur sem geta sagt „núna, ég“. Spurningin um vofuna er einnig spurning um framtíðina og það réttlæti sem hún kann að fela í sér. Þessi tvöfaldi uppvakningur veldur óhjákvæmilega glundroða. Menn rugla því sem hlið- stætt er saman við það sem er eins: „Nákvæmlega það sama er að endurtaka sig, nákvæmlega það sama.“ Nei, tilfellið er að þegar viðburður endurtekur sig tekur hann nokkrum breytingum vegna þess að samhengið er annað. Þegar draugur rís upp aftur kemur hann til baka á nýjan hátt í hvert sinn, á nýjum stað, í nýju samhengi sem menn verða að fylgjast með af kostgæfni ef þeir ætla ekki að segja og gera hvað sem er. I gær hringdi þýsk blaðakona í mig (það var útaf „áskorun“ nokkurra evrópskra menntamanna um að „vera á varðbergi“ sem mér fannst ég verða að undirrita ásamt fleirum — það væri hægt að segja heilmikið um þetta plagg og út frá því, en okkur gefst ekki tími til þess að gera það af neinu viti). Hún hafði áttað sig á því að þetta hafði af augljósum ástæðum mælst vel fyrir meðal þýskra menntamanna, enda er ástandið í Þýskalandi viðkvæmt um þessar mundir, og í framhaldi af því var hún að velta því fyrir sér hvort þarna væri komin upp svipuð staða og forðum þegar Zola skrifaði greinina „Ég ákæri“. Hvar er Zola í dag? spurði hún. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að enda þótt ég bæri mikla virðingu fyrir Zola væri ég ekki sannfærður um að hann væri eina eða besta fyrirmyndin til að skrifa einhverskonar „ég ákæri“ nú á tímum. Allt hefur breyst, opinber vettvangur, leiðir til að miðla upplýs- ingum og ákvarðanaferli, samband valds og leyndar, ímynd menntamanns- ins, rithöfundarins, blaðamannsins, o.s.frv. Það er ekki endilega svo að það sé úrelt að ákæra, heldur er formið og staðurinn þar sem ákæran birtist úrelt. Vitaskuld má ekki gleyma Dreyfusmálinu, en það getur ekki endurtekið sig sem slíkt. f stuttu máli sagt, til að hugsa (en hvað þýðir þá „að hugsa“?) það sem þið kölluðuð „að hið versta snúi aftur“ þyrfti að fara út fyrir verufræðina, heimspeki lífs eða dauða, rökfræði þeirrar veru sem gædd er vitund, til að nálgast sambandið milli stjórnmálanna, sögunnar og afturgöngunnar. — Þú komst inn áþetta í bókinni „Um andann, Heidegger og spurninguna“. J.D.: Rétt er það, allt frá fyrstu setningu beindist sú bók fyrst og fremst að TMM 1994:2 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.