Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 16
hefur haldið sig við þröngan bás, ekki síst með hliðsjón af málaralistinni sem haldið hefur í þveröfuga átt og meira eða minna „sprengt“ alla ramma af sér. Skýringin kann að liggja í því að ljósmyndin hafi mætt ákveðinni „spegil- mynd“ af sjálfri sér í raunsæismálverkinu og því kosið að taka það sér til fyrirmyndar. Mér finnst trúlegra að ljósmyndin, eins og Narkissos forðum, hafi fallið fyrir sinni eigin ásjónu og ekki gáð að því hvort eitthvað bærðist undir yfirborði þeirrar lygnu myndar. Flestar ljósmyndir sýna okkur veruleikann því sem næst eins og við teljum okkur sjá hann með eigin augum. Fyrir vikið glatar ljósmyndin að miklu leyti þeirri sýn sem henni einni er gefin. Sjónin gefur okkur hinn sanna mælikvarða á ljósmyndina, eðli ljósmyndarinnar felst í því sem ekki er hægt að sjá með berum augum. Helstu eiginleikar þess eðlis kristallast í orðunum hreyfing, tími og rúm. Hin svokallaða „kyrrmynd“ lifir á öðrum tímasviði en augað. Augað tekur einstakar skyndimyndir en ljósmyndavélin festir tímann sjálfan á filmu. Ljósmyndin tekur við eins lengi og sjáaldur hennar helst opið og nær þannig að rúma bæði hreyfingu, feril hins einstaka atburð- ar, og atburðarás, marga einstaka atburði, í einni samfallandi mynd. Samfellan hlýst fyrst og fremst af gagnsæi filmunnar; myndir ferils eða atburðarásar geta lagst inn í hver aðra án þess að hindrun eða skugga beri á milli. Hið innra rýmiljósmyndarinnar er því margfalt stærra en hver einstak- ur atburður, hver einstök skyndimynd. Þá gerir gagnsæið það einnig að verkum að ljósmynd rúmast illa á veggnum þar sem rammi hennar hangir. Ljósmyndin þarfnast einnig ytra rýmis til þess að njóta þessa eiginleika síns til fulls, hún þarf gólfþláss en ekki veggpláss til þess að gagnsæi hennar komi fram. Sú umgjörð, ólíkt þeirri sem skilyrðist af veggnum, myndar nýja samfellu sem jafnframt gefur grunneðli ljósmyndarinnar— raunsýndinni— nýtt og áður óþekkt svigrúm til sýnis og athafnar er ljósmyndin fellur saman við mynd rýmisins í kring. Hin gagnsæja mynd getur ekki þrifist án rýmis. Sólblettir í myrkurhúsi Dýrstan skrúða dyggðin ber, þarf ei henni að skapa skart, skyggnir enginn gler. —Þórður Sœmundsson, Bólu-Hjálmar Nú kunna þessar athugasemdir um raunsæistilhneigingar ljósmyndarinnar að hljóma býsna líkt þeirri raunsæisgagnrýni sem ég var áður búinn að hafna. Það er vissulega nokkur skyldleiki með þeim en forsendurnar eru ólíkar. 14 TMM 1994:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.