Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 93
vinstri og hægri væng stjórnmálanna sem aðhyllast afnám viðskiptahafta og það er til hægrisinnuð og vinstrisinnuð nýþjóðernisstefna. Öll þessi nýhyggja verður til þess að upphaflegar grundvallarreglur eru teknar að smita hver aðra með þeim afleiðingum að dularfull tengsl myndast milli þeirra, tengsl sem koma ffam í málflutningi þeirra, pólitísku starfi eða kosningabaráttu. Með því að að viðurkenna þetta flæði milli hugmynda, að hagsmunatengslin milli þeirra hafa riðlast, er maður hvorki að halda á lofti ópólitískum málflutningi né segja sem svo að enginn munur sé lengur á hægri og vinstri og að „hugmyndafræðin sé dauð“. Þvert á móti er ég með þessu að skora á menn að takast bæði formlega og efnislega á við þessa skelfilegu riðlun, en það þarf nauðsynlega að rjúfa hana ef takast á að hugsa stjórnmálin upp á nýtt, tala um stjórnmálin á annan hátt, skilgreina socius öðruvísi, einkum með tilliti til þegnanna og þjóðríkisins yfirleitt, og í víðara samhengi með tilliti til sjálfsmyndar okkar og sjálfsveru. Hvernig í ósköpunum á maður að geta talað um þetta í innskoti í viðtali? En eins og þið vitið eru þessi vandamál samt allt annað en sértæk og óhlutbundin nú á tímum. Svo ég komi nú aftur að því, þá veltur meirihlutinn hér í Frakklandi á 1 eða 2% í forseta- kosningum, 10 til 15% í öðrum kosningum. Því snýst spurningin um það hvernig eigi að laða, vekja áhuga, heilla (hræða og hughreysta í senn) það brot útlendingahatara sem greiðir Þjóðarfylkingunni atkvæði sitt. Þetta vekur enn frekari spurningar: hvers vegna nær Þjóðarfylkingin að nýta sér þessa hræðslu eða kynda undir óþolinu? Hvers vegna reyna menn ýmist að tileinka sér málflutning Þjóðarfylkingarinnar eða notfæra sér glundroðann sem hún hefur valdið innan raða hefðbundinna hægrimanna, í stað þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir (uppfræða fólk og taka til hendinni í efnahags- og félagsmálum) til að bæla niður þessar tilfinningar. Og allt er þetta að eiga sér stað enda þótt straumur innflytjendanna hafi haldist alveg stöðugur: svo virðist sem hann hafí haldist nánast óbreyttur undanfarna áratugi. Er það eitthvað sem kemur flatt upp á menn? Þegar maður reynir að hugsa málin koma þau síður flatt upp á mann. Það mátti svo sem búast við þessu, er viðkvæði manna eftir á, þegar þeir átta sig á því sem hafði farið fram hjá þeim, þegar þeir líta öðruvísi á málið (til dæmis á vaxandi atvinnuleysi, minnkandi hlutverklandamæra milli Evrópuríkjanna, almennan og vaxandi áhuga á trúmálum, auknar kröfur fólks um að fá sérkenni sín viðurkennd — í trúmálum, menningarmálum og að mega tala tungumál sitt — ekki síst meðal innflytjendanna, allt gerir þetta það að verkum að þjóðfélaginu sem veitir þeim viðtöku virðist standa meiri ógn af innflytjendunum, enda þótt hlutfall þeirra sé óbreytt). En viðburður sem heldur áfram að vera viðburður, er koma, aðflutningur: það er það sem heldur áfram að koma á óvart og þvælast fyrir mönnum að skilja eftir að það er komið. Þegar barn kemur í heiminn, en barnið er fyrsta mynd hins algera komumanns, er hægt að athuga orsakir og forsendur hvort sem menn vilja gera það á nótum erfðafræðinnar, ættfræðinnar, skoða táknrænt gildi at- TMM 1994:2 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.