Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 110
sig þurfa að útmála það, eins og hann þurfi að ganga enn lengra og hrópa það útyfir borgirnar. Þannig vanmetur hann lesandann og hæfileika hans til að lesa úr fínlegum þráðum merkingarinnar. Ekk- ert er skilið eftir, heldur er táknlögum sem lýsa eins og auglýsingaskilti komið fyrir hverju ofan á öðru svo ekkert fari framhjá hverjum þeim sem hefur opin augu. Þessar löngu bölsýnisræður eru oft á tíðum uppskrúfaðar og taka sjálfar sig svo hátíðlega að þær hljóma eins og Steinn Elliði að lesa upp úr annálum nýafstaðinnar heimsreisu á bókmennta- kvöldi í Menntaskólanum í Reykjavík upp úr fyrra stríði. Minnst fer fyrir þessu í sögunni „það rennur“. 1 henni birtist einnig ljósast það sem er athyglisverðast við bók Barkar, hvernig skriftir sem vaxa upp í tóm- hyggjunni leita að raunveru þar sem tungumál þeirra finnur sér affur fastan grundvöll. Því ef við skoðum sögurnar út ff á því sjónarhorni að þær séu ádeilu- sögur sjáum við að þær eru misheppn- aðar, reyndar dæmigerð byrjendaverk, fullar af boðskap sem oft hefur heyrst áður og er settur ffam á miklu athyglis- verðari hátt annarsstaðar. En um leið og ádeilan er ekki í forgrunninum sést að sögurnar eru á leið til nýs áfangastaðar þó svo að þær hafi ekki náð þangað enn- þá. Svo sögur Svövu Jakobsdóttur séu aftur dregnar fram, þá sést þar ágætlega hvernig þessi ferð gengur fýrir sig. Eitt helsta einkenni þeirra er hvernig fram- andleiki þeirra byggir á því sem kalla mætti yfirfærslu. Tungumálið og mynd- hverf einkenni þess, er tekið bókstaflega. Heilalaus, þýðir að vera án heila, að gefa öðrum hönd sína, þýðir að höndin er tekin af, að samlagast einhverju þýðir að renna inn í það og verða líkamlega hluti af því. Þannig er hinu efnislega viðmiði líkingarinnar snúið upp á sjálft sig og líkingin virkar framandleg, jafnvel óhugnanleg. 1 sögum Barkar og reyndar einnig í texta Ólafs, eru orðin sífellt að leita á svipaðan hátt affur til efnisins. I raun eru þau að renna burt ffá þeim óhlutkenndu gildum sem Börkur virðist við fyrstu sýn vera að koma á ffamfæri og stefha þess í stað á það sem verður eftir þegar „dýptin“ er tekin ffá hlutun- um. Hann verður að láta orðin vísa á líkamann, því varla ætlar hann að tala á óhlutkenndan hátt um óhlutkennd gOdi sem hann er búinn að hafna. Þegar ekk- ert er eftir af manninum nema skrokkur, bein, blóð og vefir, þá er eðlilegt að þessi líkami verði sú eina raunvera sem hann getur greint frá þannig að það sé trú- verðugt. Það er nefnilega hvimleiður hringlandi í sögunum á milli „hug- myndarinnar“, sem höfundur virðist álíta að hann þurfi nauðsynlega að gera skil, og þess sem eft ir stendur, líkamans. Hann vill lýsa þessari líkamlegu skynj- un, rétt eins og í „það rennur", þar sem líkaminn er sífellt við það að breytast í vökva, þar sem allt rennur inn í þennan líkama og út úr honum aftur og leitast við að renna að lokum í hafið sjálft og sameinast því. Það er þessi „týnda til- finning“ sem býr að baki sögunum, ekki tómhyggjan. I þeim öllum er þráin eftir að renna inn í efnið miklu sterkari hinni hugmyndinni um að allt sé hrunið — eða öllu heldur er tilfinningin um hrun- ið orðin uppspretta vitundar um það sem er effir, um raunveru þar sem vit- undin „týnir“ sér (í raun) í dulhyggju- legum samruna við efnið. Texti Ólafs vinnur einnig með þenn- an þátt en er miklu meðvitaðri um hann. Þannig myndar hugmyndin um hina „líkamlegu“ raunveru að vissu leyti kjarnann í þessu afar þétta prósaverki. Hér eru heldur ekki á ferðinni upp- hrópanir eins og „hvar hafa dagar lífs míns . . .“, byrjaendapyttirnir sem setja svo mikinn svip á sögur Barkar. Radd- 108 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.