Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 116
Yfirgripsmikil en köflótt haglýsing Sigurður Snævarr: Haglýsing tslands, (Mál og menning, 1993) Haglýsing tslands eftir Sigurð Snævarr, hagffæðing á Þjóðhagsstofhun og kenn- ara við Háskóla íslands, kom út á síðasta ári hjá Máli og menningu. Mikil vinna liggur á bak við bókina, enda er hún um 500 blaðsíður og spannar vítt svið hag- sögu og haglýsingar íslands. Heimilda- skrá og neðanmálsgreinar bera þess merki að víða hefur verið leitað fanga við samningu hennar. t formála kemur fram að bókin sé að stofni fyrirlestrar höfundar á námskeiði um íslenska hag- lýsingu, sem hann hefur kennt um ára- bil. Þörfin á slíkri bók mun hafa komið skýrt fram í kennslunni, en síðasta verk af þessu tagi fyrir útkomu bókar Sigurð- ar var Þjóðarbúskapur íslendinga eftir Ólaf Björnsson, en fyrri útgáfa af þeirri bók kom út 1952 og sú seinni 1964, og því löngu úrelt. Það er athyglisvert að bera saman bækur Ólafs og Sigurðar. Bók Sigurðar er að sumu leyti meira verk, þar sem talnagögn eru ítarlegri, í bókinni er fjöldi mynda, sem ekki var til að dreifa í bók Ólafs, og stuðst er við mun fleiri heimildir. Þetta þarf þó ekki að þýða að það hafi verið meiri vinna að taka saman bók Sigurðar. Grunnurinn sem byggt er á og tæknin sem notuð er, er einfaldlega betri. Mikið hefur verið unnið í rann- sóknum á íslensku efnahagslífi og hag- sögu síðan bók Ólafs kom út. Aðgangur að talnagögnum og gagnagrunnum er nú betri en þá var og nútíma tölvutækni gerir mun auðveldara að semja bækur sem nýta slíkt talnaefni, m.a. í myndum, en áður var. Það er einnig athyglisvert að bera saman efnistökin í þessum tveim bókum og sjá hvernig tíminn hefur breytt áherslunum. 1 bók Sigurðar er meiri áhersla á hagþróun og hagstjórn en var í bók Ólafs. Einnig er í bók Sig- urðar leitast við að setja fram og kynna fræðikenningar um viðfangsefnið, sem minna bar á í bók Ólafs. Ekki er þó víst að það sé alltaf til bóta þar sem kenn- ingahlutinn verður stundum í skötulíki innan um haglýsinguna og efast má um nauðsyn hans í mörgum tilfellum. Þannig þarf miklar einfaldanir til að fjalla um muninn á kenningum Keynes og nýklassískrar hagffæði um atvinnu- leysi á hálfri síðu, eins og gert er á bls. 288. Haglýsing íslands skiptist í 15 kafla, þar sem veitt er yfirlit yfir hagþróun, mannfjölda, mannafla, vinnumarkað og tekjuskiptingu, farið yfir atvinnuvegi, náttúruauðlindir, opinberan búskap, utanríkisviðskipti og útgjöld þjóðarinn- ar og fjallað um hagstjórn, gengismál, peningamál og verðbólgu, og er þá ekki allt talið. Engin leið er að gera grein fyrir öllu þessu efni í stuttum ritdómi. Ég læt því nægja að drepa á nokkur atriði, og staldra helst við þau sem ég hef athuga- semdir við, eins og oft vill verða. Kafl- arnir eru auðvitað misgóðir, eins og búast má við í svona yfirgripsmiklu verki. Þannig eru kaflarnir um mann- fjölda og mannafla, tekjuskiptingu og vinnumarkað vel gerðir og án athuga- semda af minni hálfu, enda liggur efnið á sérfræðisviði Sigurðar innan Þjóð- hagsstofnunar. Hins vegar er umfjöllun- in um peningamál veik á köflum, eins og nánar verður fjallað um hér á eftir. Hagþróun í fyrsta kafla bókarinnar er gefið yfirlit yfir hagþróun íslands frá upphafi til vorra daga. Framan af er stiklað á stóru, eins og eðlilegt er í riti sem er haglýsing en ekki hagsaga, en umfjöllunin verður ítarlegri þegar komið er ff am á þessa öld. Þróunin er m.a. rakin í nokkrum mynd- 114 TMM 1994:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.