Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 77
inntaki vegna áhrifa nýrrar fjarskiptatækni sem menn burðast við að kalla upplýsingamiðlun eða boðskipti? Spurningin snerist ekki einungis um „nútíðina“ heldur einnig um það sem kallað er „tíðindi“. En mig langar í stuttu máli að draga fram tvö einkenni þess sem í seinni tíð hefur talist til tíðinda. Einkennin ná langt út fyrir mína eigin reynslu eða annarskonar heimspekilega reynslu af hinum svokölluðu „tíðindum“, þau eiga við tíðindi almennt og yfirleitt. í því skyni gæti verið gagnlegt að búa til samsett orð: tíðindasmíð og tíðindakostir. Með fyrra orðinu er átt við að fréttir, tíðindi, séu tilbúningur einn, þær séu smíðaðar. menn verða fýrst að gera sér grein fyrir því að tíðindi eru tilbúningur og síðan geta þeir snúið sér að því að athuga hvers konar tilbúningur þau eru. Fréttir, eða tíðindi, eru ekki sjálfgefnar heldur bókstaflega framleiddar, síaðar og matreiddar með aðferðum og tækjum sem eru gerð af manna höndum, þar sem raðað er í forgangsröð og búinn til tignarstigi til að þjóna öflum og hagsmunum sem hvorki þolendur né gerendur (þeir sem segja fréttir og hlusta á þær, sem stundum geta einnig verið „heimspekingar", en eru ævin- lega túlkendur) gera sér nægilega grein fyrir. Einu gildir hversu merkilegur, óviðjafnanlegur, áleitinn, sársaukafullur eða sorglegur sá „raunveruleiki“ sem er í „fréttum“ kann að vera, hann berst okkur ævinlega eftir leiðum sem eru tilbúningur einn. Það er ekki hægt að koma auga á þennan raunveruleika nema með því að spyrna við fæti, draga í efa o.s.frv. Hegel hafði rétt fyrir sér þegar hann hvatti þá heimspekinga sem voru samtíða honum til að lesa blöðin á hverjum einasta degi. Ef menn ætla að axla þessa ábyrgð núna verða þeir að gera sér grein fyrir því hvernig dagblöð, vikublöð og sjónvarpsfréttir verða til og hverjir standa að þeim. Þeir þyrftu að kynna sér þá starfsemi sem fer fram á fréttastofum og hvernig lestrarvélar sjónvarpsfréttamanna eru mataðar. Þetta skiptir gífurlegu máli: þegar sjónvarpsfréttamaður eða stjórn- málamaður virðist tala við okkur, heima í stofu hjá okkur, og horfir beint í augun á okkur, þá er hann (eða hún) að lesa texta af skjá, fara með orð sem einhver annar hefur skrifað annars staðar og á öðrum tíma, stundum er þetta jafnvel texti sem fjöldi manna hefur soðið saman, jafnvel einhverjir ónafn- greindir menn úti í bæ. — Þú átt við að hverjum og einum beri skylda til að halda uppi stöðugri gagnrýni á það sem þú kallar tíðindasmíði. En þú segir „þeir þyrftu “... J.D.: Já, þar væri um að ræða gagnrýna menningu, einhvers konar menntun, en ég myndi aldrei segja „þeir þyrftu“, ég léti mér aldrei koma til hugar að tala um skyldur heimspekingsins eða þjóðfélagsþegnsins, án þess að slá tvo eða þrjá varnagla. Fyrsta atriðið snertir þjóðernið (til að svara á vissan hátt ákveðinni merk- ingu sem mátti lesa úr spurningu ykkar: rétt eins og þið væruð nýkomin frá útlöndum þar sem þið hefðuð haft spurnir af mér og vilduð fá viðbrögð. Ég TMM 1994:2 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.