Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 51
sjálfum, með öllum hans sérvitringshætti og næstum ótrúlega öflugri tilfinn- ingu fyrir því sem kalla mætti „veruleika handan veruleikans" — og er hæfilega óljóst orðalag. Sama ár birtist eitt af mikilvægari heimspekiritum hans, The Meaning ofCulture. Þremur árum síðar kemur „mammúturinn“, A Glastonbury Romance, og 1934 Weymouth Sands, þriðja bókin í flokknum. Samhliða henni sendir hann frá sér sjálfsævisögu sína á 700 blaðsíðum, skrifaða á níu mánuðum á litlu býli í Hillsdale í New York fylki, verk sem á sér tæplega hliðstæðu í stíl og anda, nema ef vera skyldi Játningar Rousseaus. 1935 flytur hann frá Ameríku til Wales, kaupir lítið hús í Corwen. Hann lýkur svo fjórleiknum með Maiden Castle, einu stórvirkinu til. Til samans eru þessar fjórar bækur á lengd við í leit að liðnum tíma eftir Marcel Proust, og þætti víst nægilegt ævistarf útaf fyrir sig. Fyrstu þrjár bækurnar skrifar hann í Ameríku, yfirkominn af heimþrá, og í þeim magnar hann upp andblæ bernskuslóðanna á þann veg að kalla mætti galdur í orðsins fyllstu merkingu. Raunar er það svo að landið, í þessu tilviki fæðingarsýsla hans Dorset, leikur offlega jafn mikilvægt hlutverk og mannfólkið í sögum Powys. Allt öðlast eins konar vitund; plöntur, steinar, tjarnir — og minnir á hugmyndir heiðinna manna til forna um náttúruna. Segja má með nokkrum rétti að dofni yfir hlutunum í Maiden Castle, þar sem sú bók er skrifuð í nánd við heimahérað hans, það er kominn slaki á þá taug sem „rekka dregur föður- túna til.“ Svo upptalningu sé haldið áfram, þá kemur árið 1938 bóksem heitir The Pleasures ofLiterature, rúmar 600 síður með ritgerðum um Proust, Poe, Wordsworth, Cervantes og fleiri. Þess má til gamans geta að eina safn hér á landi sem á þetta rit, er Héraðsbókasafnið í Borgarnesi! Á árunum upp úr 1920 hafði hann fengist mest við heimspekiskrif og ritgerðir um bókmenntir, frá þeim tíma er eitt meginrita hans úr þeim „geira“, The Complex Vision, þar sem hann gerir tilraun til þess að steypa saman í heild margbrotna lífssýn sína, án þess að nota storknunarefni kerfishugsunar. Fljótlega eftir að Ódysseifur James Joyce kom út, ritaði hann litla bók um þennan vígahnött módernismans, og varð þar með í hópi þeirra fyrstu til að benda á verðleika bókarinnar, þó svo hann væri eins ólíkur íranum og hugsast gat. Út frá þessu varð það svo hlutskipti hans að bera vitni við réttarhöld í máli sem höfðað var gegn Joyce, og varði þar af einurð hans Ódysseif, sem forsjárhyggjumenn töldu siðspillandi fyrir ungar stúlkur! Hugsanlega hefur framganga Powys í þessum réttarhöldum orðið til þess að gera hann enn tortryggilegri en hann var þegar orðinn í augum afturhalds- afla, hvað sem því líður var höfðað mál á hendur honum sjálfum þegar A Glastonbury Romance kom út, fyrir aðrar „sakir“ þó. Voldugur námueigandi í Glastonbury þóttist bera kennsl á sjálfan sig í heldur óskemmtilegu gervi í bókinni og fékk Powys dæmdan í háar sektir. TMM 1994:2 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.