Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 102
rithöfundur (dæmin sem ég tók áðan voru af Frökkum sem nutu vinsælda fyrir bókmenntaverk fremur en fyrir heimspekiskrif) í þágu pólitísks mál- staðar, réttar og stundum einhvers handan réttarins, þ.e. réttláts málstaðar. Ég segi ekki að Hugo eða Sartre hafi aldrei efast um þetta sérstaka form íhlutunar menntamannsins, eða reynt að breyta því. Ég er aðeins að segja að í þeirra augum var það hvorki stöðugt né aðkallandi viðfangsefni. Þeir voru ekki sömu skoðunar og Walter Benjamin, sem taldi að fyrst og fremst ætti að greina kerfið og breyta því, en ekki einvörðungu að gefa því innihald, hversu byltingarkennt sem það annars kynni að vera. Kerfið sem um ræðir er ekki aðeins valdastofnanir tækni eða stjórnmála, það hvernig útgefendur eða fjölmiðlar tileinka sér hlutina, uppbygging hins opinbera vettvangs (þ.e. ætlaðir viðtakendur málflutningsins eða þeir sem okkur er sagt að séu það). Það er einnig ákveðin rökfræði, málskrúðsffæði, reynsla af tungumálinu, öll sú setmyndun sem tungumálið byggir á. Að spyrja sig þess konar spurninga, og jafnvel spurninga um þær spurningar sem þröngvað er upp á okkur eða okkur er kennt að séu hinar „réttu“ spurningar, að spyrja sig jafnvel um spurningar-formið í gagnrýninni, að láta sér ekki nægja að spyrja sig heldur að hugsa hvað það sé þetta veð sem spurningin leggur sig að, er ef til vill sú ábyrgð sem kemur á undan þeirri að láta til sín taka opinberlega. Ef til vill er þetta skilyrðið fyrir því að það sé hægt. Þetta dugir ekki eitt og sér en það hefur heldur aldrei komið í veg fyrir að menn tækju afstöðu. — Ef þú leyfir, vildum við gjarnan spyrja þig um ögn persónulegra málefni. Það er eitthvað sem er að koma aftur, í vissum heimshluta, meðal annars inn í umræðuna íAlsír. Það erákveðinn málflutningur um Alsírsem haldið erá lofti afsumum stjórnmálamönnum, jafnvel menntamönnum, semsegjaaðAlsírhafi aldrei verið til sem þjóðríki, öfugt við Marokkó eða Túnis, og að þetta skýri ólguna í landinu. Það vanti eitthvað íþetta land. Hvað sýnistþér um það sem er aðgerast, burtséðfrá tilfinningahliðinni? J.D.: Þið segið að þetta sé persónuleg spurning. Ég ætla mér ekki þá dul að bera þjáningar mínar eða þær áhyggjur sem ég kann að hafa saman við þær sem nú eru hlutskipti svo margra Alsírbúa, bæði í Alsír og hér í Frakklandi. Ég veit ekki hvað gæti veitt mér rétt til að segja að Alsír sé ennþá land mitt. Leyfið mér þó að minna ykkur á að ég yfirgaf ekki alsírska grund fyrstu nítján ár ævinnar. Ég hef farið þangað reglulega síðan, og eitthvað í mér hefur aldrei farið þaðan. Það er rétt að einingu Alsírs virðist ógnað í dag. Landið rambar á barmi borgarastyrjaldar. Það hefur tekið fjölmiðla í Frakklandi langan tíma að átta sig á því sem hefur verið að gerast í mörg ár, undirbúningur valdatöku, morðin, andspyrnuhreyfmgin, og svar valdhafanna sem er enn meiri vald- beiting, pyntingar, fangabúðir. Eins og ávallt í harmleikjum, er sökina ekki að finna hjá einhverjum einum aðila: FIS (Islamska frelsishreyfingin) og ríkisvaldið gætu ekki í senn barist og styrkt hvort annað í hinu sígilda 100 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.