Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 24
MIÐALDIR Tveir hugmyndaheimar runnu saman hér á landi á miðöldum, sá norræni, og sá klassíski/kristni. Fornu dyggðirnar sjö falla í tvo hópa, grísku dyggðirnar visku, hugrekki, hófstillingu og réttlæti og kristnu dyggðirnar trú, von og kærleika. Eftir að Tómas af Aquino setti saman sinn fræga texta um þessar sjö dyggðir fengu þær allar á sig kristið svipmót. Grísk heimspeki, sem mótaði grísku dyggðirnar fjórar, miðaðist við heim yfirstéttarkarla. Kristnin með sitt dyggðasafn vísaði aftur á móti til alls skrílsins, kvenna líka. Að þessu leyti virkar kristnin sem andóf gegn hetjusamfélagi fornaldar þar sem heimspeki og öll ytri völd voru karlanna. Kristnin varð kvenkyni blessun að öðru leyti sem ekki má gleyma, hún sá til þess að hverri giftri konu var dæmdur heill karlmaður til æviloka, í heimi þar sem fjölkvæni var lang út- breiddast. Kristnin höfðaði því að mörgu leyti vel til kvenna, þótt hún tæki frá þeim embætti prestynjunnar. Heilagar meyjar og kvendýrlingar kristninnar sýndu þó mikinn hetjuskap sem píslar- vottar, og þær léku hlutverk áfram í kaþólskunni. Þetta þýðir ekki að viska, hugrekki, hófstilling og réttlæti hafi ekki verið kvenlegar dyggðir í fornöld, heldur hélt karlasamfélag fornald- ar, miðalda og síðari alda konum í þeim samfélagslegu skorðum að þær gátu miklu síður praktiserað visku, hugrekki og réttlæti á stór- um skala, svo sem á þingum og á vígvelli. En þegar klassísku dyggð- irnar fjórar urðu kristnar eftir 13. öld tóku þær á sig blæ sem átti við öll kynin, viska varð trúarleg þekking, hugrekki trúarlegt lífsafl, hóf- stilling sérlega siðræn og réttlætið guðs. í varðveittum germönskum minnum í íslenskum fornbókmennt- um sem og í íslendingasögunum sýna konur hugrekki, og þeim er afar annt um réttlætið, að vísu á heimavelli sem er þó oftar en ekki mikilvæg samfélagsmiðja. Dyggðirnar sjö voru amk. sumar hátt skrifaðar hér á landi til forna, og höfðu þá allt annað innihald en grísku heimspekilegu dyggðirnar sem fóru meðalveginn öfganna á milli. Til dæmis er í norrænu hefndarréttlæti engan hófsaman með- alveg að finna, en það var þeirra tíma réttlæti og eina leiðin fyrir við- 22 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.