Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 39
gagnrýna hugsun, það á ekki aðeins að íhuga guðs orð heldur ber
manni að elska það og trúa því líka.
Auðtrúa þú aldrei sért,
aldrei tala um hug þinn þvert.
Pað má kalla hyggins hátt,
að heyra margt, en skrafa fátt.
Hallgrímur Pétursson, úr kvæðinu Varhygð
Til að skýra dyggðina guðs orða þekking minnir Martínus konur á
dæmið um Maríu mey, hún hafi íhugað guðs orð og elskað þau, því
að þegar Gabríel tilkynnti henni þá ótrúlegu staðreynd að hún væri
þunguð af heilögum anda hafi hún spurt mjög gáfulega: „Hvemig
má það vera?“ Martínus týnir auk þess til dæmi úr Biblíunni og
grískum og rómverskum sögum um vitrar konur.
Dyggðaspegill
2 hugrekki
Eftir rúmar fimm aldir af kristni er eins og lítið sé orðið eftir af hug-
rekkisdyggð fornaldar, amk. þótti Jóni biskupi Arasyni engin skömm
að því að viðurkenna ótta sinn fyrir aftökuna. Lítill kálfur er minna
hræddur við skurðinn en kaþólskur biskup sem átt hefur fjölda barna,
og þekkir kristnar hugmyndir um dóm og hreinsunareld.
Vildi eg að kálfshjartað úr honum síra Sigurði bróður mínum, væri
komið í mig en mitt í hann aftur.
Jón biskup Arason: orð höfð eftir honum daginn sem hann
var leiddur til höggs
3 hófstilling
Það vantar ekki dæmin úr kristni síðustu alda um skírlífi utan hjóna-
bands og hófstillingu á því sviði og var það á vissan hátt vel, viðleitni
til að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu óvelkominna barna. Dæmið
hér um hófstillingu úr Dyggðaspegli sýnir vel kristna mótívið að
setja djöfulinn upp sem viðvörun er hvetji til hófsemi. Hvatning
Hallgríms um að dýfa sér í drykkjunautn en gæta þess að grípa rétta
augnablikið til að fara, áður en leiðindin byrja, er allt annars eðlis og
minnir á hófsemina sem kennd er í Hávamálum.
Gott er að hætta hverjum leik,
þá hæst fram fer.
Nú skal hafa sig á kreik.
Vel sé þeim er veitti mér.
Hallgrímur Pétursson, úr Ölerindi
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
37