Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 44
GOTTSKÁLK ÞÚRJENSSON
Upprunalegu höfuðdygðirnar (viska, hugrekki, hófstilling og réttlæti) eru
elstar og eiga rót að rekja til heimspekiskólanna í Aþenu á fjórðu öld fyrir
Krist, einkum Akademíunnar, eins og kenningar þess skóla birtast í Ríkinu
eftir Platon. Þar er litið svo á að hver „hlutur“ (í víðasta skilningi, þ.m.t.
húsdýr, verkfæri, skynfæri) eigi sitt eiginverk, ergon, eða hlutverk. Eiginverk-
ið er það verk sem hluturinn sinnir einn eða sinnir betur en aðrir. Dygð,
arete, hlutarins er þá sá dugur eða dugnaður sem hann sýnir er hann sinnir
sínu hlutverki af kostgæíhi. Grísku höfuðdygðirnar íjórar eru fýrst nefndar í
Ríki Platons, ekki sem dygðir einstaklinga, heldur sem dygðir fyrirmyndar-
ríkisins, hugsmíðar Sókratesar. Samkvæmt kenningunni, eiga höfuðdygð-
irnar að vera til staðar í mismunandi mæli hjá ólíkum stéttum ríkisins.
Viskan á að búa með valdastéttinni, hugrekkið með hermönnum, hófstill-
ingin bæði með peningamönnum og hermönnum, en þessar þrjár stéttir
(sem einnig eru manngerðir) mynda fýrirmyndarríkið. Réttlætið er síðan að
hver stétt/manngerð sinni sínu og sé ekki að vasast í verkum hinna. Skipt-
ingu ríkisins í þrjár stéttir eða manngerðir má líka, samkvæmt Sókratesi, yf-
irfæra á mannssálina sem þá skiptist í þrjá hluta: rökhugsun, skap og löngun.
Samkvæmt þessu stjórnar rökhugsun sál stjórnarmanna, skap sál hermanna
og löngun eða ástríður sál kaupmanna. Sál einstaklingsins er því innréttuð
líkt og útópískt ríki, og ríkið sem sál einstaklingsins. Því er réttlætið í sál ein-
staklingsins einnig það að leyfa ekki neinum hluta sálarinnar að vinna verk
sem undir annan hluta heyrir. Þess í stað skal vera góð regla á starfsemi hinna
þriggja sálarhluta í réttlátum manni. Hann á að stilla saman hlutana eða
þættina þrjá eins og strengi lýrunnar: háan, lágan og miðstreng. Þótt fram-
setning mín á þessari forngrísku sið- og samfélagsfræði sé einfölduð, og ekki
hafi verið minnst á kenningar Aristótelesar, sem þó eru allrar athygli verðar,
leynir sér varla hve framandlegar þær eru fyrir íslendinga, enda námu þær
land hér í fyrradag, ef svo má segja, með fýrstu íslensku þýðingunum á ritum
Platons og Aristótelesar.4
Kristnu höfuðdygðirnar trú, von og kœrleika má hins vegar eigna Páli
postula í Nýja Testamentinu (lKor 13:13), en þær tengjast allnáið hebreskri
og kristinni boðorðasiðfræði. Þessar þrjár dygðir hafa strangt til tekið enga
merkingu utan sinnar bóklegu guðstrúar: trúin er trú á guð og ritninguna,
vonin er von syndugs manns um að öðlast guðs miskun, kærleikurinn er
kærleikur til guðs og guðs orðs. Grísku heimspekidygðirnar fjórar höfðu í
upphaflegri mynd enga augljósa guðffæðilega skírskotun. En eft ir að kristnir
kirkjufeður, ekki síst Tómas frá Akvínó (1225-1275), höfðu lagað þessar
fjórar dygðir að guðfræðikerfi Rómakirkju, með því að fjölga höfuðdygðun-
um í sjö, voru þær framvegis einnig skildar kristilegum skilningi. Hin kristi-
lega viska varð sú andlega spekt sem fæst af lestri ritningarinnar, hið
42
www.malogmenning.is
TMM 2000:2