Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 53
DYGÐIR ÍSLENDINGA
Noregs. Hefur erlendum lærdómsmönnum þótt það hinn prýðilegasti listi.
Ekki er það síður merkilegt að það er einnig á íslenskum skinnbókum ffá tólftu
og fram á fjórtándu öld sem flest þessara kvæða varðveitast. Til þess að sann-
færast um hve gífurlega mikið var ort af þessum flókna og erfiða skáldskap,
nægir að skoða tveggja binda útgáfu Finns Jónssonar, Den norsk-islandske
Skjaldedigtning, sem prentuð var í Kaupmannahöfh á árunum 1912-15, og
telur nálega þrettán hundruð síður í tveimur dálkum.
Þótt latínumenn, eins og sá er þetta skrifar, vildu gjarnan trúa því að upp-
haf kvæða- og sagnahefðar á íslandi standi í nánum tengslum við komu lat-
nesks ritmáls og bóklegra mennta til landsins með kristni, verður samt að
viðurkenna að íslendingar höfðu þegar fyrir kristni, og áður en þeir lærðu að
skrifa með latínuletri, kosið sér eiginverk og ræktað dygðir sem því tengdust.
En með komu latneskra mennta óx ástundun þessara íslensku dygða ásmeg-
in. Fyrstu áratugina eftir kristnitökuna voru klerkar frá Bretlandseyjum og
Saxlandi líklega einir á Islandi um að kunna latínu og latneska bókagerð. Er-
lendir kennarar voru hér tíðir gestir einnig á tólftu öld þegar Jón Ögmunds-
son biskup (1106-21) fékk tvo kennara til skólans á Hólum, einn frá
Gautlandi að nafni Gísl Finnason til að kenna latneska málffæði og annan úr
Frankaríki að nafhi Rikinni til þess að kenna latneskan söng og kvæðagerð.
Með latínulærðum útlendingum hafa einnig komið hingað bækur. En krist-
in kirkja hér á landi, sem var í eðli sínu alþjóðleg stofnun, komst fljótlega
undir höfðingjaættirnar íslensku og íslendingar tóku að mestu leyti við
starfi kennara hér á landi og urðu sjálfir til þess að móta hina sérkennilegu
bókmenningu íslendinga. Fyrstur til þess að tileinka sér hinn nýja lærdóm
var ísleifur Gissurarson, sem Adam frá Bremen segir frá að ofan. Faðir hans
setti hann í Herford nunnuklaustrið í Vestfalíu til uppfræðslu hjá abbadís-
inni Godesti. Skömmu eftir miðja öldina hélt ísleifur utan til Rómar til þess
að fá kosningu sína til biskups á íslandi samþykkta af páfa. Næst ferðaðist
hann til Bremen, þar sem hann var vígður árið 1056. Eftir heimkomu hans
fóru íslenskir höfðingjar að senda syni sína til hans í læri í Skálholti. Annar
mikilvirkur íslendingur sem tileinkaði sér þennan nýja lærdóm var Sæ-
mundur Sigfússon (1056-1133), sem lærði í Frakklandi og stofnaði síðar
sjálfur skóla í Odda á Rangárvöllum. Hann notaði sinn latneska lærdóm til
þess að viðhalda þekkingu af því tagi sem íslendingum var kær og skrifaði
fýrstur rit um Noregskonunga á latínu, sem er glatað. Hann var líklega fyrst-
ur íslendinga til þess að skrifa bók. Latínuskrif íslendinga héldu áfram fram
eftir öldum og Oddur Snorrason múnkur skrifaði til dæmis um 1190 sögu
Ólafs Tryggvasonar á latínu, þótt nú sé aðeins til þýðing hennar á íslensku.
En íslendingar notuðu einnig afbrigði Karlungaletursins sem þeir lærðu
af latneskum bókum til þess að skrifa á eigin tungu. Sagnaritun á norrænu
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
51