Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 53
DYGÐIR ÍSLENDINGA Noregs. Hefur erlendum lærdómsmönnum þótt það hinn prýðilegasti listi. Ekki er það síður merkilegt að það er einnig á íslenskum skinnbókum ffá tólftu og fram á fjórtándu öld sem flest þessara kvæða varðveitast. Til þess að sann- færast um hve gífurlega mikið var ort af þessum flókna og erfiða skáldskap, nægir að skoða tveggja binda útgáfu Finns Jónssonar, Den norsk-islandske Skjaldedigtning, sem prentuð var í Kaupmannahöfh á árunum 1912-15, og telur nálega þrettán hundruð síður í tveimur dálkum. Þótt latínumenn, eins og sá er þetta skrifar, vildu gjarnan trúa því að upp- haf kvæða- og sagnahefðar á íslandi standi í nánum tengslum við komu lat- nesks ritmáls og bóklegra mennta til landsins með kristni, verður samt að viðurkenna að íslendingar höfðu þegar fyrir kristni, og áður en þeir lærðu að skrifa með latínuletri, kosið sér eiginverk og ræktað dygðir sem því tengdust. En með komu latneskra mennta óx ástundun þessara íslensku dygða ásmeg- in. Fyrstu áratugina eftir kristnitökuna voru klerkar frá Bretlandseyjum og Saxlandi líklega einir á Islandi um að kunna latínu og latneska bókagerð. Er- lendir kennarar voru hér tíðir gestir einnig á tólftu öld þegar Jón Ögmunds- son biskup (1106-21) fékk tvo kennara til skólans á Hólum, einn frá Gautlandi að nafni Gísl Finnason til að kenna latneska málffæði og annan úr Frankaríki að nafhi Rikinni til þess að kenna latneskan söng og kvæðagerð. Með latínulærðum útlendingum hafa einnig komið hingað bækur. En krist- in kirkja hér á landi, sem var í eðli sínu alþjóðleg stofnun, komst fljótlega undir höfðingjaættirnar íslensku og íslendingar tóku að mestu leyti við starfi kennara hér á landi og urðu sjálfir til þess að móta hina sérkennilegu bókmenningu íslendinga. Fyrstur til þess að tileinka sér hinn nýja lærdóm var ísleifur Gissurarson, sem Adam frá Bremen segir frá að ofan. Faðir hans setti hann í Herford nunnuklaustrið í Vestfalíu til uppfræðslu hjá abbadís- inni Godesti. Skömmu eftir miðja öldina hélt ísleifur utan til Rómar til þess að fá kosningu sína til biskups á íslandi samþykkta af páfa. Næst ferðaðist hann til Bremen, þar sem hann var vígður árið 1056. Eftir heimkomu hans fóru íslenskir höfðingjar að senda syni sína til hans í læri í Skálholti. Annar mikilvirkur íslendingur sem tileinkaði sér þennan nýja lærdóm var Sæ- mundur Sigfússon (1056-1133), sem lærði í Frakklandi og stofnaði síðar sjálfur skóla í Odda á Rangárvöllum. Hann notaði sinn latneska lærdóm til þess að viðhalda þekkingu af því tagi sem íslendingum var kær og skrifaði fýrstur rit um Noregskonunga á latínu, sem er glatað. Hann var líklega fyrst- ur íslendinga til þess að skrifa bók. Latínuskrif íslendinga héldu áfram fram eftir öldum og Oddur Snorrason múnkur skrifaði til dæmis um 1190 sögu Ólafs Tryggvasonar á latínu, þótt nú sé aðeins til þýðing hennar á íslensku. En íslendingar notuðu einnig afbrigði Karlungaletursins sem þeir lærðu af latneskum bókum til þess að skrifa á eigin tungu. Sagnaritun á norrænu TMM 2000:2 www.malogmenning.is 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.