Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 57
DYGÐIR ÍSLENDINGA lenskan tréskurð er lítið sem ekkert breyttist í gegnum aldirnar, og víst var Bólu-Hjálmar bæði snjallt rímnaskáld og útskurðarmeistari, en efnislegar aðstæður ollu því að íslendingar sköruðu að jafnaði ekki fram úr öðrum þjóðum í byggingarlist eða handverki. Þótt hér hafi í eina tíð verið byggðar miklar timburkirkjur á biskupsstólunum, þá er kirkjulegur byggingaarfur íslendinga næsta fátæklegur í dag, ef við berum hann til dæmis saman við stafkirkjur Norðmanna. Ég held ég taki ekki of stórt upp í mig með því að segja að það sé ekki á þessu sviði sem þjóðin hefur skarað fram úr.24 Latneskur nútími hjá menntaðri yfirstétt Það væri þó misskilningur að halda því fram að hin latínumenntaða yfirstétt á íslandi hafi vísvitandi hvatt alþýðu manna til þess að vanrækja það sem ég hef leyft mér að kalla dygðir íslendinga. Yfirstéttin skildi eiginverk þjóðar- innar einfaldlega ólíkum skilningi. Aðfinnslur hennar um fornlega og úrelta sagnaiðju og kveðskaparlist lágstéttanna, sem voru náttúrlega á nokkrum rökum reistar ffá sjónarhóli framfarasinna, breyta ekki því að sjálf var hin lærða stétt ekki síður iðin við sínar sögur og kvæði. En áherslurnar breyttust mikið í samræmi við hinn óvæga anda leiðréttingar og réttsýni sem ríkti í lúterskunni og reglur um hvað þótti áreiðanleg sagnfræði og hvað góður kveðskapur urðu sífellt strangari. Þótt það samband sem hafði haldist fyrir siðaskiptin við suðurálfu hafi að miklu leyti rofnað, hélt sjálf tunga Róma- kirkju, latínan, ekki aðeins velli eftir siðaskiptin, hún færðist mikið í aukana. Það er hins vegar ffáleitt að halda því fram að kaþólska kirkjan á íslandi hafi ekki lengur kunnað sína latínu undir siðaskiptin. Þetta sýnir bréf frá Ög- mundi Pálssyni (um 1475-1541) biskupi í Skálholti sem hann skrifaði á af- bragðs góðri latínu árið 1524 til Clementiusar VII páfa. Og ekki voru síðustu kaþólsku biskuparnir áhugalausari en svo um bóklegar menntir að um 1530 flutti sá ffægi Jón Arason (1484-1550) Hólabiskup til íslands fyrsta prent- verkið, sem Guðbrandur Þorláksson (1542-1627) hinn atkvæðamikli eftir- maður hans í nýjum sið notaði til þess að prenta fýrstu heilu íslensku biblíuþýðinguna, Guðbrandsbiblíu. Hins vegar var það eitt fyrsta verk lút- ersku biskupanna, sem fengu það hlutverk að endurreisa kirkjuna á Islandi eft ir þá miklu eyðileggingu sem hún gekk í gegnum við siðaskiptin, að koma aftur á skólahaldi í stólskólunum að Hólum og í Skálholti. Það er útbreiddur misskilningur að með lúterskunni hafi kirkjan í Norður-Evrópu lagt af sína fornu áherslu á latínuna og tekið upp þjóðtungurnar eingöngu. Þetta á að- eins við um biblíuna sjálfa, hugvekjur og sálma fyrir almenning. Tungumál lúterskrar guðfræði, sem og allra annarra fræða fyrstu aldirnar eftir siða- skipti var fyrst og fremst latína. Stólskólarnir kenndu skólapiltum allar TMM 2000:2 www.malogmenning.is 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.