Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 101
RITDÓMAR til þess að snúa baki við hinu hefð- bundna skáldsöguformi, og reyndar litið svo á að það væri gersamlega úrelt orðið. Um tíma var það ffásagnartækni „nýju skáldsögunnar“ ffönsku sem hafði byr í seglin, og er engin ástæða til að lasta það, en síðan kom „töfraraunsæið" sem reyndist vandmeðfarið. Við þessu öllu snýr Ólafur Gunnarsson baki, hann hverfur affur til forms hinnar raunsæju skáldsögu eins og það var í öllu sínu veldi á seinni hluta 19. aldar og nokkurt skeið eftir það og er jafnvel ósmeykur við ýmislegt, sem litla náð hefur fengið hjá gagnrýnendum síðari tíma og þeir hafa fundið þessu skáldsöguformi einkum til foráttu. Þannig er höfundur nánast alvit- ur, og ekki síður þegar hann kemur ff am í gervi sögumanns, hann virðist kunna skil á öllum atburðum, jafnvel þeim sem engin vitni voru að fyrir utan þátttak- endur sjálfa, sjónarhorn hans er hlutlægt og getur fylgt hvaða persónu sem er, og hann veit þó einkum og sér í lagi margt það sem gerist í hugarheimi manna. Ef svo kann að líta út á stundum að þessari alvisku séu einhver takmörk sett, virðist það stafa af því að höfundurinn lætur ekki uppi allt sem hann veit, hann lumar á ýmsu, ýjar kannske að því miUi lína eða geymir það þangað til síðar. í verkunum fer stundum fram mörg- um sögum, en þær gerast j afnan í því sem ekki er hægt að kalla annað en „raun- verulegt umhverfi“, í Reykjavík og ná- grenni á árunum 1943-1994, svo litið sé á þrUeikinn í heild, þær virka allar mjög raunverulegar og eðlilegar, og eru yfir- leitt raktar í venjulegri tímaröð innan hverrar skáldsögu. Þótt hnefaleikar skipi talvert rúm í verkunum og persónunum sé stundum býsna laus höndin, hefur höfundur sjálfur staðist með öllu þá freistingu að „gefa söguþræðinum á kjaftinn“. Atburðalýsingarnar renna því lipurlega áffam, óvankaðar með öllu og uppfullar af smáatriðum teknum þráðbeint úr daglega lífinu sem gera þær sérlega lifandi. Á undan þeim sögum sem látnar eru gerast fýrir og um miðbik ald- arinnar hefur höfundur sett klausur um að þær hafi „ekkert heimildagildi" eða „ekkert sagnffæðilegt gildi“. Ef skilja ber þessi fremur myrku orð á þann veg, að tími sögunnar skipti ekki neinu máli, verður að taka því með fýrirvara: bæði Tröllakirkja og Vetrarferðin eru nátengd- ar þeim tíma sem er sögusviðið, honum er vandlega lýst og stundum ræðst fr am- vinda söguþáðarins af aðstæðum sem takmörkuðust við hann. í Vetrarferðinni liggur það í augum uppi, en hvað Tröllakirkju varðar, má benda á að ólík- legt er að maður sem hefur gert sig sekan um jafh alvarleg kynferðisafbrot og Ketill hefði sloppið jafn auðveldlega nokkrum árum síðar. Á þeim tíma hefðu áform Sigurbjarnar um verslunarhúsið mikla heldur ekki mætt jafn mikilli tortryggni. Mikilli alúð hefur loks verið beitt við sköpun persóna, lesandinn fær t.d. stundum staðgóða vitneskju um fortíð þeirra, þær einkennast af sérstöku mál- fari og annað eftir því. Það liggur því nokkuð beint við að lesa sögurnar upp á gamla móðinn og umgangast persón- urnar eins og þær væru af holdi og blóði. Fyrir nokkrum árum hefðu vinnu- brögð af þessu tagi þótt ótæk með öllu, eða voru kenningasmiðir ekki búnir að ganga milli bols og höfuðs á höfundin- um alvitra og svipta hann tilverurétti? „Guð almáttugur er ekki skáldsagnahöf- undur og Fran^ois Mauriac ekki heldur“, sagði Sartre á sínum tíma, og Mauriac varð svo mikið um, að hann hætti að skrifa skáldsögur í eina tvo áratugi. En vindáttin breytist eftir því sem lægðin gengur yfir, í Frakldandi þar sem áður var höfuðvígi „nýju skáldsögunnar“ þykir nú fátt hallærislegra en sú sama „nýja skáldsaga", og það eru ýmis afbrigði TMM 2000:2 www.malogmenning.is 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.