Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 102
RITDÓMAR hefðbundinna skáldsagna sem eru aftur komin í tísku. íslendingar hafa ekki með öllu farið varhluta af þessum vindhvið- um tískunnar, og ef menn vildu líta um öxl til bókmennta undanfarinna áratuga er hætt við að móti þeim rísi andkanna- legar vofur alls kyns ritverka sem voru einu sinni í takt við tímann og vöktu þá athygli svo um munaði, en grófust svo í þögn og gleymsku. Engu skal um það spáð hvort þríleikurinn í sínu raunsæja formi verður endingarbetri, hvort höf- undur hefur með þessu tryggt sér besta dráttinn í bókmenntalotteríi okkar tíma: úr því verður framtíðin að skera. Von- andi gerist það á þann hátt að menn lesi bækurnar af gaumgæfni og meti þær þannig. En á eitt verður að benda. Les- andinn kemst fljótt að því, og í síðasta lagi við annan lestur, að í skáldsögunum þremur er hvert orð hnitmiðað: þau stef sem mynda meginþráðinn koma gjarn- an fram þegar á fyrstu blaðsíðunum, þannig að kraftbirting þeirra þar „merk- ir“ þau ef þannig má að orði kveða, og svo virðist sem höfundur viti strax í byrj - un hvað hann ædar sér með persónurnar og sjái sögulok fyrir. Ef þetta er „aftur- hvarf' til vinnubragða rithöfunda sem rússnesk skemmtiferðaskip eru heitin eftir, er tilgangurinn ekki nein vinnuhag- ræðing, hvað sem öðru líður. Sú spurn- ing hlýtur a.m.k. að vakna hvort formið mótist ekki fyrst og fremst af því sem höfundur vill segja um íslendinga sam- tímans, og er ekki úr vegi að hafa hana að leiðarljósi við lestur verkanna. Svo virðist í fljótu bragði sem þríleik- urinn sé röð af skáldsögum, sem koma hver á eftir annarri eins og þær myndi framhaldsbálk, þar sem hin síðasta væri þá e.k. „sögulok" heildarinnar. En ég hef þó sterkan grun um að það sé vænlegra til skilnings að nálgast hann ekki á þenn- an hátt heldur líta á uppbygginguna líkt og hún væri í ætt við þrískipta altaris- töflu, eða „hjaramynd“, af því tagi sem löngum var siður að hafa í kaþólskum kirkjum. Þær á vitanlega ekki að „lesa“ í neinni þráðbeinni röð, heldur er ein stór mynd í miðjunni sem flytur meginboð- skap verksins, og svo tvær myndir minni, hvor til sinnar handar og að vissu leyti samhverfar, sem sýna eitthvað annað, en bæta við aðalmyndina, skýra hana á ein- hvern hátt, svo nauðsynlegt er að láta augun hvarfla frá einni til annarrar út frá miðjunni. Á þennan sama hátt mætti nú segja að Blóðakur, sem er flóknasta og mesta skáldsaga þríleiksins sé aðalmynd- in í miðjunni og sitt hvoru megin við hana séu Tröllakirkja „til vinstri“ og Vetrarferðin „til hægri“. Þetta skýrir kannske tímann og ff ásagnarháttinn, því Blóðakur gerist í samtímanum, þar er sögumaður, laustengdur málunum, sem rekur „tveggja ára gamla atburði", ffá 1994, en í hinum sögunum tveimur, þar sem höfundur talar beint, er farið aftur í tímann, fjörutíu ár í Tröllakirkju og ein fimmtíu í Vetrarferðinni. Aukþess verður athugull lesandi var við, að í Blóðakri eru smátilvísanir í báðar áttir: það er verið að rífa verslunarhúsið sem byggt var í Tröllakirkju, vikið er að „ástandinu" sem Vetrarferðin snýst um að nokkru leyti, og fleira mætti kannske tína til. Samkvæmt þessari túlkun er það sem sé „myndin í miðjunni“, Blóðakur, sem er burðarás þríleiksins og flytur boðskap hans, eða meginhugmyndina, ef mönn- um finnst orðið „boðskapur“ of gamal- dags. Þar segir frá grimmilegri baráttu um völd og peninga, þar sem öllum brögðum er beitt og hinn slóttugasti og ósvífnasti, sá sem kann öðrum betur að færa sér í nyt veiku hliðar andstæðinga sinna og er óhræddastur við að traðka á þeim, verður ofan á. Fjöldamargir koma þar við sögu, m.a. einn af æðstu mönn- um þjóðarinnar, og örlög þeirra fléttast saman, uns flestir hafa brotnað niður i 100 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.