Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 103
RITDÓMAR miskunnarlausri vél valdabaráttunnar, nema sá eini sem stendur með pálmann í höndunum. Sagan teygir sig víðar: það er ekki aðeins Reykjavík sem verður vett- vangur voveiflegra atburða heldur er horft alla leið til Bosníu. Sögulok eru tví- ræð: yfír þeim grúfir andrúmsloft heims- slita, en jafnframt er vonarglæta og að vissu leyti birta, menn hafa sett sig með hetjuskap á móti ofbeldinu, systurnar tvær, Theodóra og Vihelmína virðast hafa tekið einhverjum sinnaskiptum, og kaþólski presturinn, sr. Bernharður, og skjólstæðingur hans skilja til fulls hvað hefur gerst. Hinar myndirnar tvær, Tröllakirkja og Vetrarferðin, standa til beggja hliða, þannig að í heild verður þessi þrískipta mynd samhverfa utan um Blóðakur, en þær eru í rauninni bæði hliðstæðar og andstæðar. Aðalpersónur þeirra beggja, Sigurbjörn og Sigrún, eiga sér sína drauma en árangurinn verður eins ólík- ur og hugsast getur. Sagan um Sigur- björn arkitekt er nánast því dæmisaga um að í draumi sérhvers manns sé fall hans falið. Hann lætur sig dreyma um að verða mikill maður í sinni grein, og til þess að ná þeim árangri rækilega gerði hann á námsárum sínum teikningu að tröllaukinni kirkju á Skólavörðuholti með 283 m háa turna, sem kirkja „hinnar heilögu fjölskyldu" í Barcelona gaf hon- um hugmyndina að. En þessir draumar hafa ekki ræst, þvert á móti virðist Sigur- björn vera utanveltu meðal starfsbræðra sinna og í þjóðfélaginu; hann er því beiskur og reiður, ofbeldið kraumar í honum, og það eru tilraunir hans til að reisa sig við, hljóta peninga og viður- kenningu, sem verða honum beint og óbeint að falli. Að lokum er hann búinn að vera, fangelsaður fyrir morð og greinilega orðinn ruglaður, og lokaatvik- ið, sem vísar til „hinnar heilögu fjöl- skyldu", undirstrikar á napurlegan hátt að í þessu brambolti hefur Sigurbjörn fórnað fjölskyldu sinni. Þótt draumar Sigrúnar í Vetrarferð- inni séu einfaldari og raunsærri, því hún vill einungis verða dugleg veitingakona, virðast þeir heldur fjarlægir og óraunsæ- ir í upphafi bókarinnar. Sigrún er nefni- lega húsmóðir sem hefur nóg að gera við fjölskyldu sína og tvö börn, og eiginmað- ur hennar, sem er fyllilega fær um að sjá sínu fólki farborða, er afbrýðisamur og alls ekki á því að leyfa konu sinni að vinna úti, síst af öllu við veitingastörf. Eigi að síður haga atvikin því svo að hún er ráðin til starfa á veitingahúsi og kemst áffam þannig að hún getur síðan byrjað á eigin rekstri, og að lokum keypt sjálf veit- ingastaðinn, þar sem hún hóf sín störf. En margvíslegar aðstæður hernámsár- anna, sem gera henni kleift að rífa sig upp og auðgast á þennan hátt, valda því jafh- framt að hún missir syni sína tvo og einnig stúlku sem hún hafði tekið að sér og virðist reyndar geðþekkasta persóna sögunnar (hún deyr úr þeim sjúkdómi sem lagði menn einna mest að velli á fyrstu áratugum aldarinnar, berklum). Undir lokin er Sigrún komin með nýja fjölskyldu, eiginmann og tvíbura, en þá sér lesandinn kjör hennar úr fjarlægð og fær aldrei þá samúð með tvíburunum sem hann hafði með sonunum tveimur og örlögum þeirra. Endirinn er því kald- ranalegur, hvernig sem á málin er litið. Hvað er á bak við þessi hliðstæðu en ólíku örlög? Á unga aldri hafði Sigur- björn hugleitt að fara í fótspor bróður síns, sem var trúaður og farinn að nema guðfræði en dó áður en því námi lyki, en hann hafði orðið að viðurkenna að til þess hafði hann enga köllun. Eigi að síð- ur var stóra hugmynd hans í lífinu kirkjubygging, en þar sem hann hafði ekki trú, var þetta áform ekki sprottið af neinu öðru en hans eigin stórmennsku- draumum: kirkjan var ekki annað en TMM 2000:2 www.malogmenning.is 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.