Dagrenning - 01.12.1956, Page 19

Dagrenning - 01.12.1956, Page 19
búin að bjóða heim yfirfangavörðum rússneska þjóðafangelsisins, þeim Bulganin og Krúséff, sæma þá veglegum gjöfum og sýna þeim allan víg- búnað Bretaveldis — já, meira að segja lofa þeim að hafa heim með sér, frjálsan eða sem fanga, einn af mestu sérfræðingum Breta í neðansjávar- hernaði, — ræna honum meðan þeir sátu veizlur Bretadrottningar. — Var ekki forsætisráðherra Frakka búinn að fara til Moskvu og sitja þar veglegar veizlur hjá þjóðamorðingjunum, og var ekki meira að segja Konráð gamli Adenauer búinn að gera slíkt hið sama? Og svona mætti lengi telja. Höfum við ekki í flestum löndum opinber „menningartengsl“ við morðingjaríkið, og er þeim íslenzku ekki stjómað af frægasta skáldi þessarar þjóðar fyrr og síðar — nóbelsverðlaunaskáldinu Halldóri Kiljan? Allur þom manna á Vesturlöndum þarf ekki að verða eins og viti sínu fjær vegna atburðanna í Ungverjalandi. Við höfum horft á þetta svo víða áðuf, án þess að hreyfa hönd né fót. Hinar vestrænu þjóðir hreyfðu hvorki hönd né fót, þegar Estar, Lettar og Litháar vom myrtir. Þær hreyfðu sig heldur ekki, þegar Tékkóslóvakía var dregin inn fyrir járntjaldið með klækjum og svikum og myrt. Og þær hreyfa sig ekki heldur nú, þegar Ungverjaland berst við ofureflið og synir þess og dætur vilja heldur láta lífið eða flýja land en hverfa aftur til þeina undirokunar, sem þeim er vís, þegar upp verður gefizt. ★ Það eru kommúnistar, eða þó kannske öllu heldur hinir „nytsömu sak- leysingjar“, sem hafa ástæðu til að vera hnípnir. Þeir verða nú nauðugir viljugir að taka undir með Steini Steinar, sem hefur haft djörfung og manndóm til að koma réttum orðum að því, sem gerzt-hefur, þegar hann segir fyrir allra þeirra hönd: „Sovét-Rússland, „hin mikla von mannkynsins“, hefur brugðizt. Það er sorgleg en óumdeild staðreynd. Og við, sem fyrir mannsaldri síðan eygðum dögun nýs lífs og nýrrar veraldar í rauðum bjarma hinnar rúss- nesku verklýðsbyltingar, sitjum aftur í myrkrinu, myrkri svika og lyga, morðs og blekkinga. Hinn rússneski kommúnismi leiddi smán og áþján yfir þjóðirnar, sem við eitt sinn héldum, að hann myndi frelsa.“ Þetta er rétt, og vel og drengilega mælt. Þessir menn hafa ástæðu til að reka upp óp og harmakvein, því að hin mikla blekking lífs þeirra er hrunin. En við hinir, sem aldrei létum blekkj- ast, höfitm enga ástæðu til slíkra upphrópana. Við getum aðeins haldið áfram að skammast okkar, því að við höldum aðeins áfram að halda að okkur höndum og endurtökum hið fornfræga svar: A ég að gæta bróður míns? V____________________________________________________________________________J DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.