Dagrenning - 01.12.1956, Side 34

Dagrenning - 01.12.1956, Side 34
Franski haninn galar. Oft hefir verið vikið að því í þessu riti, að eitt þeirra tákna, sem boðar endalokin, er að „þjóð mun rísa gegn þjóð og konungsríki gegn konungs- ríki“, og að þjóðir verði innbyrðis mjög ósáttar. Vér höfum nú dvalið um stund við missætti vestrænna þjóða, sem aldrei liefir, síðustu öldina eða lengur, verið jafnmikið og nú. Þó sú saga sé rakin, og mistök Bandaríkjanna dregin fram í dagsljósið ómjúkum höndum, er það ekki gert af óvild í þeirra garð, enda á þetta bent áður við ýmis tækifæri. Mistökin skipta heldur ekki mestu máli leng- ur, heldur hitt, að nú verði snúið við og úr þeim bætt. Nú ríður þeim á að skilja uppruna sinni og hlutverk sitt og hegða sér samkvæmt því. Láta ekki sundra sér, en leggja samhuga og samstilltar til síðustu atlögunnar undir þeim fánum frelsis og réttlætis, sem þær til þessa hafa sigrað undir. Þeim er nauðsynlegt að losna við allar blekkingar í sambandi við hinar Sameinuðu þjóðir, og efla bandalag sitt — Atlantshafsbandalagið — en brjóta það ekki niður fyrir svikabros eða áferðafallegan nýkommúnisma, sem ekki er annað en hin gamla krumla einræðis og kúgunar þegar silki- hanzkinn er dreginn af. Ef innrás Breta og Frakka á Súezeiðið verður til þess að sameina enn betur hinar vestrænu þjóðir, svo þær mæti sameinaðar lokaárás Gógs- bandalagsins er ljóst að Anthony Eden hefir verið verkfæri í hendi æðra valds þegar hann greip til þess úrræðis. Enginn þarf að halda, þó nú verði e. t. v. eittlivert stundarhlé, að var- anlegur friður sé í nánd. Hinu skyldu menn gera skóna, að stórfelldasta styrjöld allra tíma sé nú fyrir dyrum, og að í þeirri styrjöld verði stefnt að því að lima sundur Brezka samveldið og tortíma franska ríkinu. Það er gömul trú — eða hjátrú — að Frakkar séu sú þjóð í Evrópu sem fyrstir allra gera sér ljósa aðsteðjandi hættu. „Galliski lianinn“, sem er tákn frönsku þjóðarinnar í sögum og ævintýrum, er árvakrari en „brezka ljónið“, „þýzki örninn“ og „rússneski björninn“. Og þegar hann galar er liætta í nánd. Jafnvel Karl Marx skynjaði þennan mikilvæga sannleika. Lítum til Frakklands nú í dag. Þar er eina þjóðin í Evrópu, sem virðist gera sér ljóst, hvað um er að vera. Frakkar eru eina þjóðin, sem er sameinuð nú á liættunar stund. „Gall- iski haninn“ hefur nú galað í fyrsta sinn, og varað þjóðirnar við hættunni, sem að Jæim steðjar. Vakið þær af blundi andvaraleysis og falskrar ósk- hyggju- Það verður ekki langt Jjangað til liann galar öðru sinni. _________________________________________________________________________________J 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.