Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 43

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 43
Og loks mælti Kristur þau alvÖru- þrungnu viðvörunarorð, að þeir, sem eignuðu Satan þann kraft, sem notaður væri til þess að reka út illa anda, fremdu synd og guðlast, sem fyrirgæfist hvorki þessá heims né annars. Vald til að reka út illa anda sannar að þjónustan er ósvikin. Samkvæmt orðum Krists er valdið til þess að reka út illa anda sönnun fyrir ósvikinni þjónustu, og þess vegna skyldu efasemdarmenn varast að fara óvirðingarorðum um það andlega starf, sem fólgið er í því, að reka út illa anda. Slíkt gæti mætavel haft í för með sér syndir, sem ekki yrðu fyrirgefnar. Oss er það því mikil gleði, að vér höfum mjög sjaldan orðið þess varir, að menn efuðust um verk Guðs. Þvert á móti höfum vér alls staðar heyrt fólk vegsama Guð fyrir að opinbera því mátt sinn og frelsa það úr fjötrum Satans. A að varpa illum öndum í gröf? Oft er spurt hvers vegna illir andar séu ekki fjötraðir og þeim varpað í gröf, þegar þeir séu reknir út. Þessari spurn- ingu ætti ekki að svara hugsunarlaust. Sennilegt er að hægt sé að fjötra illa anda um tíma, en hitt verður ekki full- yrt, hvort unnt er að loka þá alla niðri í gröf. Jesús rak illan anda út af manni nokkrum og bannaði honum að fara í hann aftur. Það er augljóst, að Jesús hefur haft fullt vald yfir illum öndum, sem reknir voru út, og að þeir voru einskis megnugir án hans leyfis. En þeg- ar hinir djöfulóðu andar neituðu að hverfa niður í djúpið (eða gröfina) og sögðu að refsitími sinn væri enn ekki kominn, leyfði hann þeim að fara í svín (Mark. 5, 1-13). Raunar má draga þá ályktun af orð- um Krists, að illir andar séu upphaflega frjálsir ferða sinna, unz þeir finna ein- hvern líkama til Jiess að setjast að í, og jafnvel hverfa í aftur, eftir að þeir hafa verið reknir úr honum. Lesum Lúk. 11, 24-26: „Þegar óhreinn andi er farinn út af manninum, fer liann um vatnslausa staði og leitar livíldar, og er liann finn- ur hana ekki, þá segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur, finnur hann Jrað sópað og prýtt. Þá fer liann og tekur með sér sjö anda sér verri, og þeir fara og setjast J:>ar að, og verður svo liið síðara jiess manns verra en hið fyrra.“ Stutt lýsing á hegðun illra anda. Af J}eásum ummælum Ritningarinn- ar eru vissar staðreyndir um illa anda og liegðun þeirra augljósar: 1. Illir andar reyna að setjast að í mönnum, og þegar þeir eru reknir það- an út, leitast þeir samstundis við að komast í einhvern annan líkama eða fara aftur í þann, sem joeir voru rekn- ir úr. 2. Illir andar fara ekki úr mönnum af fúsum vilja. Þeir reka ekki hver ann- an út, heldur bjóða Jjeir öðrum sínum líkum að setjast að hjá sér (Lúk. 11. 11, 17, 18, 26). 3. Enginn hefur vald til þess að reka út illa anda, nema Guð sjálfur og þeir þjónar hans, sem liann veitir þann mátt, til þess að sanna hverjum Jieir þjóna (Matth. 12. 25-28. 4. Þegar illar andar eru reknir út, á að beita trúnni gegn ásókn þeirra til þess að komast aftur í líkamann, sem þeir voru reknir úr. Þegar Jesús lækn- DAGRENNING 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.