Dagrenning - 01.12.1956, Qupperneq 47

Dagrenning - 01.12.1956, Qupperneq 47
VI. kafli. Takmörk lækningagáfunnar. Frá lækningalegu sjónarmiði vinnur máttur þessara hæfileika bug á öllum sjúkdómum og þjáningum. Illkynjuð- ustu krabbamein hafa horfið. Fólk, sem hefur verið dauðadæmt af hryllilegum sjúkdómum, hefur fengið fulla lteilsu og vitnar nú um Guð og lofsyngur hann fyrir lækningamátt hans. Heyrnarlausir, mállausir og blindir hafa fengið heyrn, mál og sjón. Söfnuðir hafa verið vaktir til guðsvitundar og lækningavitundar. Eigi að síður er eðli og tilgangur lækn- ingagáfnanna vissum takmörkum háð. Vér notum orðið í fleirtölu — ,,gáfur“ — vegna þess, að ein gáfan getur verið frá- brugðin annarri og starfað með öðrum hætti. Ennfremur er lækningagáfum ekki ætlað að koma í stað kraftaverkagáfunn- ar. Væri því þannig varið, væri krafta- verkagáfan -orðin óþörf. Látum oss íhuga að nokkru einkenni, tilgang og áhrif lækningahæfileikanna. Þeim er ekki ætlað að halda fólkinu ungu til elliára. 1. Hlutverk lækningahæfileikanna er ekki að halda fólki ungu til elliára. Að sönnu er til fólk, sem fengið hefur lækn- ingu og finnst það vera 20—30 árum yngra á eftir. Slíkur vitnisburður er þó sjaldgæfur. Ennfremur eru til sérstök fyrirheit í Ritningunni, þar sem talað er um að yngja upp: „sem mettar þig gæðum, svo að þú yngist upp sem örn- inn.“ (Sálm. 103, 5). En þetta er samt annað heldur en átt er við í fyrirheit- inu í 3. versi sama sálms. Það er unnt — þeim sem hafa þroska til að skilja það— að lifa í svo nánu samfélagi við Guð, að þeir yngist upp dag hvern. (V. Móseb. 34, 7). Sama gerði Kaleb (Jós. 14, 11). En sú blessun fæst að jafnaði ekki fyrir guðlega lækningu og er því utan við ramma þessa pistils. Á hitt næg- ir að minna, að til er fólk, sem hefur þverbrotið allar heilbrigðisreglur árum saman, og gerir það jafnvel enn í dag, en ætlast svo til að fá bætt' fyrir það allt með kraftaverkalækningu. Ný líffæri eru ekki sköpuð. 2. Venjulega getur lækningagáfan ekki gefið sjúklingnum aftur líffæri, sem tekin hafa verið burt. Reglan er sú, að guðleg lækning ræður niðurlögum sjúkdóms, sem þjáir líkamann, og sjúkl- ingnum batnar. Þó eru til margar und- antekningar. Vér þekkjum konu, sem tók nýja tönn í stað annarrar, sem dreg- in hafði verið úr henni. Ný hljóðhimna og fleiri sérstök líffæri, sem tekin voru burt, hafa myndast aftur með yfirnátt- úrlegum hætti. Þannig fer lækningagáf- an stundum inn á svið kraftaverkanna. Guði er ekkert ómáttugt. Er nokkurt viðfangsefni Guði ofvaxið? Eigi að síður er venjan sú, að lækningagáfan bæti það sem sjúkt er. Veikur handleggur getur læknast. En handleggur, sem tekinn hef- ur verið af, kemur venjulega ekki aftur fyrir mátt lækningagáfunnar. Blint auga getur fengið fulla sjón, en auga, sem sjáaldrið hefur verið tekið úr, verð- * ur venjulega ekki sjáandi af völdum lækningagáfunnar. Vitanlega er slíkt mögulegt, og þess eru dæmi, að maður, sem sú ógæfa hefur hent, hefur fengið sjón aftur. En sú náðargjöf verður frem- ur að teljast skapandi kraftaverk en lækning. Eitt sinn þegar þannig stóð á, bar Kristur fyrst leir að augum manns- ins, og benti það til þess, að eitthvað DAGRENNING 4&
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.