Dagrenning - 01.12.1956, Side 49

Dagrenning - 01.12.1956, Side 49
MacArtliur hersköíðm^i se^ir fyrir ÁFORM RÚSSA UM HEIMSYFIRRÁÐ Hinn 6. apríl 1956 birtist í ameríska tímaritinu „U. S. News and VVorld Renort“ viðtal við hinn fræga yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna, Ilouglas MacArthur, sem Truman for- seti rak frá herstjórn í Japan til þess að þóknast Rússum og „Sameinuðu þjóðunum". í viðtali þessu segir hershöfðinginn frá því, hvernig Rússar hugsi sér að framkvæma þá áætlun, sem þeir hafa gert um það, að leggja undir sig heiminn. Hér birtist aðeins út- dráttur úr greininni í „U. S. News and VVorld Peport“. Douglas MacArthur, hinn guðhræddi og framsýni herforingi Bandaríkjanna, heldur því fram að Rússar ætli að leggja undir sig heiminn. í grein, sem birtist í U. S. Nevvs and World Report 6. apríl 1956, segir frá því, hvernig herforinginn telur að Rússar hugsi sér að framkvæma þetta. Það sem hér fer á eftir, er stuttur útdráttur úr þeirri grein. Samkvæmt skoðun MacArthurs eru Rússar nú að skipuleggja tvöfalda stór- sókn til heimsyfirráða. Hann sér þá teygja annan hramminn austur yfir Asiu, en hinn vestur yfir Litlu-Asíu og Norður- Afríku. Hann sér þessa hramma einnig læsa sig smám saman utan um það sem á milli þeirra er — Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Enda þótt þetta gerist allt án vopna- viðskipta, telur herforinginn þó, að hér sé um mjög snjallar hernaðaraðgerðir að ræða, meira að segja á heimsmæli- kvarða, sem gangi betur en Rússar hefðu nokkru sinni þorað að vona. En ástæðan fyrir þessu glæsta gengi Rússa er, að dómi hershöfðingjans, mis- tök Bandaríkjamanna. Hann segir að Bandaríkin hafi gerzt sek um þá flónsku, að láta beita sig gömlu herbragði — blekkingarárás. Rússar þóttust vera að hugsa um Vestur-Evrópu og töldu Banda- ríkjamönnum trú um að þar yrði hin mikla rússneska sókn hafin. Þegar þetta hafði heppnazt, sneru Rússar sér í aðr- ar áttir og beindu nú árásinni að hinum varnarlausu fylkingum Asíu, Afríku og Litlu-Asíu. En út yfir tekur þó, segir hershöfðing- inn, að Ameríkumenn skuli enn leika flónið og ausa fé og hergögnum í Evrópu meðan Rússar halda áfram sókninni á báðar hliðar, þar sem segja má að engar varnir séu fyrir. Þessi skilningur hershöfðingjans á her- stjórnarlist Rússa kom nýlega fram í sv'ari hans við endurminningum Trumans, fyrrv. forseta. Sem herstjórnarfræðingur hefur Mac- Arthur rannsakað heildaráform Rússa og komist að nokkrum ákveðnum niðurstöð- um um það, hvernig Bandaríkin eigi að bregðast við Jreim. MacArthur sér áforrn Rússa mjög skýrt: Fjárhagsleg heimsyfirráð sem leiði DAGRENNING 47

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.