Dagrenning - 01.12.1956, Qupperneq 49

Dagrenning - 01.12.1956, Qupperneq 49
MacArtliur hersköíðm^i se^ir fyrir ÁFORM RÚSSA UM HEIMSYFIRRÁÐ Hinn 6. apríl 1956 birtist í ameríska tímaritinu „U. S. News and VVorld Renort“ viðtal við hinn fræga yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna, Ilouglas MacArthur, sem Truman for- seti rak frá herstjórn í Japan til þess að þóknast Rússum og „Sameinuðu þjóðunum". í viðtali þessu segir hershöfðinginn frá því, hvernig Rússar hugsi sér að framkvæma þá áætlun, sem þeir hafa gert um það, að leggja undir sig heiminn. Hér birtist aðeins út- dráttur úr greininni í „U. S. News and VVorld Peport“. Douglas MacArthur, hinn guðhræddi og framsýni herforingi Bandaríkjanna, heldur því fram að Rússar ætli að leggja undir sig heiminn. í grein, sem birtist í U. S. Nevvs and World Report 6. apríl 1956, segir frá því, hvernig herforinginn telur að Rússar hugsi sér að framkvæma þetta. Það sem hér fer á eftir, er stuttur útdráttur úr þeirri grein. Samkvæmt skoðun MacArthurs eru Rússar nú að skipuleggja tvöfalda stór- sókn til heimsyfirráða. Hann sér þá teygja annan hramminn austur yfir Asiu, en hinn vestur yfir Litlu-Asíu og Norður- Afríku. Hann sér þessa hramma einnig læsa sig smám saman utan um það sem á milli þeirra er — Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Enda þótt þetta gerist allt án vopna- viðskipta, telur herforinginn þó, að hér sé um mjög snjallar hernaðaraðgerðir að ræða, meira að segja á heimsmæli- kvarða, sem gangi betur en Rússar hefðu nokkru sinni þorað að vona. En ástæðan fyrir þessu glæsta gengi Rússa er, að dómi hershöfðingjans, mis- tök Bandaríkjamanna. Hann segir að Bandaríkin hafi gerzt sek um þá flónsku, að láta beita sig gömlu herbragði — blekkingarárás. Rússar þóttust vera að hugsa um Vestur-Evrópu og töldu Banda- ríkjamönnum trú um að þar yrði hin mikla rússneska sókn hafin. Þegar þetta hafði heppnazt, sneru Rússar sér í aðr- ar áttir og beindu nú árásinni að hinum varnarlausu fylkingum Asíu, Afríku og Litlu-Asíu. En út yfir tekur þó, segir hershöfðing- inn, að Ameríkumenn skuli enn leika flónið og ausa fé og hergögnum í Evrópu meðan Rússar halda áfram sókninni á báðar hliðar, þar sem segja má að engar varnir séu fyrir. Þessi skilningur hershöfðingjans á her- stjórnarlist Rússa kom nýlega fram í sv'ari hans við endurminningum Trumans, fyrrv. forseta. Sem herstjórnarfræðingur hefur Mac- Arthur rannsakað heildaráform Rússa og komist að nokkrum ákveðnum niðurstöð- um um það, hvernig Bandaríkin eigi að bregðast við Jreim. MacArthur sér áforrn Rússa mjög skýrt: Fjárhagsleg heimsyfirráð sem leiði DAGRENNING 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.