Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015
Malín Brand
malin@mbl.is
Áhverjum fimmtudegifram í júnímánuð verðafundir á vegum FélagsWikimedia-notenda á Ís-
landi haldnir á Landsbókasafni Ís-
lands. Þar er vettvangur fyrir þá
sem áhuga hafa á Wikipediu til að
ræða saman, auk þess sem leiðbein-
endur aðstoða nýja við tæknilegu
hlið þess að vinna í Wikipediu.
Hrafn H. Malmquist er formað-
ur Félags Wikimedia-notenda á Ís-
landi og hefur ásamt fleirum unnið
að því að byggja upp þennan góða
þekkingargrunn á íslensku. „Sjálfur
hef ég skrifað í Wikipediu síðan árið
2006 og mest á íslensku Wikipediu.
Það er frekar fámennur hópur sem
skrifar þar þannig að þetta er lítið
samfélag,“ segir Hrafn. Þótt hópur-
inn sé enn sem komið er tiltölulega
fámennur er metnaðurinn mikil og
öll skrifin unnin í sjálfboðavinnu.
„Við höfum viljað leggja áherslu á að
auka nýliðun, kynna Wikipediu fyrir
fólki og hvetja það til þátttöku,“ seg-
ir Hrafn um þessa hugsjón og
áhugamál sem er í raun réttri sam-
eign allra þeirra sem nýta sér
greinar Wikipediu.
Tíu ár á íslensku
Í desember 2013 varð ís-
lenska Wikipedia tíu ára gömul og
af því tilefni var haldið dálítið mál-
þing á Landsbókasafni Íslands, þar
sem Hrafn vinnur og kom þangað
lítill hópur til að kynna sér málin.
„Það er ekki nokkur spurning að
fólk notar Wikipediu. Það er deg-
inum ljósara að þetta er að verða
daglegt verkfæri í lífi fólks þegar
Lýðræðislegt að
byggja upp Wikipediu
Wikipediu þarf vart að kynna, eða hvað? Flestir hafa einhvern tíma slegið leitarorði
inn í greinasafnið á vefnum og þar má fræðast heil ósköp. Í rúman áratug ár hefur
hópur Íslendinga unnið að íslensku útgáfu þessa frjálsa alfræðirits og eru grein-
arnar orðnar 39.000 talsins. Öllum er velkomið að miðla fróðleiknum, bæta við
Wikipediu og breyta. Það er nú einmitt kjarni málsins með frjálsa alfræðiritinu.
Morgunblaðið/Heiddi
Íslenskt Að sögn Hrafns er það bæði menningarlegt og þjóðlegt að byggja
upp Wikipediu á íslensku og hjálpar m.a. til við að viðhalda tungumálinu.
Málefni er tengjast byggingariðnaði
verða rædd á Steinsteypudeginum
2015. Að Steinsteypudeginum stend-
ur Steinsteypufélagið. Félagið var
stofnað árið 1971 og hefur m.a. þann
tilgang að skipuleggja fyrirlestra og
gefa út fræðslurit sem tengjast bygg-
ingariðnaði. Auk þess skipuleggur fé-
lagið námskeið fyrir þá sem starfa
við steypuframkvæmdir, styður rann-
sóknir á steinsteypu og skyldum efn-
um, stuðlar að tæknilegum umbótum
og stöðlum innan steinsteypuiðn-
aðarins.
Þeir sem ekki tengjast stein-
steypuiðnaðinum gætu þó vel haft
áhuga á málefnum félagsins enda
snertir það margt sem almenning
varðar um. Á dagskrá Steinsteypu-
dagsins sem haldinn verður á morg-
un, föstudaginn 20. febrúar á Grand
Hótel, er þétt dagskrá þar sem tekið
verður á fjölda mála byggingariðn-
aðarins. Á meðal dagskrárliða er er-
indi Ævar Harðarsonar, arkitekts FAÍ
um fagurfræði sjónsteypu og
gæðafrávik, steypa eftir bruna sem
Guðmundur Gunnarsson frá Mann-
virkjastofnun og erindi Stefáns Páls-
sonar sagnfræðings sem ber yfir-
skriftina Fallegasta mannvirki á
Íslandi: Elliðaárstöð, líkræða. Það er
því útlit fyrir fjölbreytta dagskrá eins
og sjá má á vefsíðu félagsins.
Dagskránni lýkur með sjálfum
Steinsteypuverðlaununum sem af-
hent verða klukkan 16.
Vefsíðan www.steinsteypufelag.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Fallegast Stefán Pálsson sagnfræðingur flytur erindi um Elliðaárstöð á morgun.
Steinsteypudagurinn er
á morgun á Grand Hótel
Í kvöld klukkan 21 verður slegið á
létta strengi í Stúdentakjallaranum á
Háskólatorgi. Þar koma fram ýmsir
uppistandarar sem þykja efnilegir.
Aðgangur er ókeypis og geta þeir
sem enska tungu skilja einnig haft
gaman af herlegheitunum því uppi-
standarinn York Underwood fer einn-
ig með gamanmál. Hann er kynnir
kvöldsins en þeir sem láta ljós sitt
skína eru þau Bylgja Babylóns,
Andri Ívarsson, Snjólaug Lúðvíks-
dóttir, Björg Magnúsdóttir, Jón
Magnús Arnarsson og Ólafur Freyr
Ólafsson. Allir eru velkomnir á uppi-
stand Stúdentakjallarans og GOmo-
bile.
Stúdentakjallarinn öðlaðist nýtt líf
þegar hann var opnaður fyrir rúmum
tveimur árum í viðbyggingu við Há-
skólatorg en áður var hann við Hring-
brautina og var starfræktur þar frá
1975 til 2007. Nýja húsnæðið er tölu-
vert stærra en það gamla og er notað
undir ýmsar skemmtanir og dagskrá
á vegum stúdenta.
Stúdentakjallarinn og GOmobile
Grín og glens í Stúdentakjallaranum
Morgunblaðið/Ómar
Nýtt Stúdentakjallarinn er ekki lengur við Hringbraut heldur við Háskólatorg.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Bókin Skálholt, verk Guð-
mundar Kamban verður end-
urútgefin á næstu mánuðum.
Endurútgáfan verður gerð hjá
Bókaútgáfunni Sæmundi á
Selfossi og kemur út í tveim-
ur hlutum. Í fyrri hlutanum
sem kemur út í sumar er sagt
frá Ragnheiði Brynjólfsdóttur.
Skáldsagan Skálholt kom
fyrst út í fjórum bindum á ár-
unum 1930-1935 en hefur síð-
an þrisvar verið endur-
prentuð, síðast 1982. Í
tilkynningu frá bókaútgáfunni
Sæmundi er greint nánar frá
efni verksins en þar er rakin
fjölskyldusaga Brynjólfs
Sveinssonar (1605-1675) bisk-
ups í Skálholti „en meinleg
örlög Ragnheiðar dóttur hans
og ástmanns hennar Daða
Halldórssonar hafa lengi verið
þjóðinni hugstæð“, segir í til-
kynningunni.
Torfhildur Hólm skáldkona
var sú fyrsta sem skrifaði
sögulega skáldsögu um líf
biskupsfjölskyldunnar 1882
en eftir stórvirki Kambans
hálfri öld síðar komu verk eft-
ir aðra höfunda. Einnig hefur
verið gerð ópera um þessa
fjölskyldusögu.
Fjölskyldusaga Brynjólfs Sveinssonar
Skálholt eftir Guðmund
Kamban gefið út á nýjan leik
Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson
Ópera Þau Elmar Gilbertsson og Þóra
Einarsdóttir í óperunni Ragnheiði.
ÁRMÚLI 17
533 12 34
WWW.ISOL.IS
Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél
Batterís Borvél Batterís Borvél
Batterís Stingsög Batterís Sleðasög
Batterí Hleðslutæki
Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V
Þyngd 2,1 kg m. magasíni
og batteríi.
Hægt að slökkva á höggi,
Þyngd 2,6 kg m. batteríi.
4 gírar, 1,5-13mm patróna.
Þyngd 1,8 kg m. batteríi.
2 gírar. 1,5-13mm patróna.
Þyngd 1,7 kg m. batteríi.
1500-3800 str/min,
Þyngd 2,4kg m. batteríi.
Gengur á 1 eða 2 batteríum og
afköstin eru á við snúrusög.
18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting
og einfalt að koma snúrunni fyrir
2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V.
Kemur í tösku með hleðslutæki
og 2 batteríum.
Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi.
Kemur í tösku með hleðslutæki
og 2 batteríum.
Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK
Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK
Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK
Verð: 11.427 kr. með VSK
Verð: 20.562 kr. með VSK
Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK