Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Malín Brand malin@mbl.is Áhverjum fimmtudegifram í júnímánuð verðafundir á vegum FélagsWikimedia-notenda á Ís- landi haldnir á Landsbókasafni Ís- lands. Þar er vettvangur fyrir þá sem áhuga hafa á Wikipediu til að ræða saman, auk þess sem leiðbein- endur aðstoða nýja við tæknilegu hlið þess að vinna í Wikipediu. Hrafn H. Malmquist er formað- ur Félags Wikimedia-notenda á Ís- landi og hefur ásamt fleirum unnið að því að byggja upp þennan góða þekkingargrunn á íslensku. „Sjálfur hef ég skrifað í Wikipediu síðan árið 2006 og mest á íslensku Wikipediu. Það er frekar fámennur hópur sem skrifar þar þannig að þetta er lítið samfélag,“ segir Hrafn. Þótt hópur- inn sé enn sem komið er tiltölulega fámennur er metnaðurinn mikil og öll skrifin unnin í sjálfboðavinnu. „Við höfum viljað leggja áherslu á að auka nýliðun, kynna Wikipediu fyrir fólki og hvetja það til þátttöku,“ seg- ir Hrafn um þessa hugsjón og áhugamál sem er í raun réttri sam- eign allra þeirra sem nýta sér greinar Wikipediu. Tíu ár á íslensku Í desember 2013 varð ís- lenska Wikipedia tíu ára gömul og af því tilefni var haldið dálítið mál- þing á Landsbókasafni Íslands, þar sem Hrafn vinnur og kom þangað lítill hópur til að kynna sér málin. „Það er ekki nokkur spurning að fólk notar Wikipediu. Það er deg- inum ljósara að þetta er að verða daglegt verkfæri í lífi fólks þegar Lýðræðislegt að byggja upp Wikipediu Wikipediu þarf vart að kynna, eða hvað? Flestir hafa einhvern tíma slegið leitarorði inn í greinasafnið á vefnum og þar má fræðast heil ósköp. Í rúman áratug ár hefur hópur Íslendinga unnið að íslensku útgáfu þessa frjálsa alfræðirits og eru grein- arnar orðnar 39.000 talsins. Öllum er velkomið að miðla fróðleiknum, bæta við Wikipediu og breyta. Það er nú einmitt kjarni málsins með frjálsa alfræðiritinu. Morgunblaðið/Heiddi Íslenskt Að sögn Hrafns er það bæði menningarlegt og þjóðlegt að byggja upp Wikipediu á íslensku og hjálpar m.a. til við að viðhalda tungumálinu. Málefni er tengjast byggingariðnaði verða rædd á Steinsteypudeginum 2015. Að Steinsteypudeginum stend- ur Steinsteypufélagið. Félagið var stofnað árið 1971 og hefur m.a. þann tilgang að skipuleggja fyrirlestra og gefa út fræðslurit sem tengjast bygg- ingariðnaði. Auk þess skipuleggur fé- lagið námskeið fyrir þá sem starfa við steypuframkvæmdir, styður rann- sóknir á steinsteypu og skyldum efn- um, stuðlar að tæknilegum umbótum og stöðlum innan steinsteypuiðn- aðarins. Þeir sem ekki tengjast stein- steypuiðnaðinum gætu þó vel haft áhuga á málefnum félagsins enda snertir það margt sem almenning varðar um. Á dagskrá Steinsteypu- dagsins sem haldinn verður á morg- un, föstudaginn 20. febrúar á Grand Hótel, er þétt dagskrá þar sem tekið verður á fjölda mála byggingariðn- aðarins. Á meðal dagskrárliða er er- indi Ævar Harðarsonar, arkitekts FAÍ um fagurfræði sjónsteypu og gæðafrávik, steypa eftir bruna sem Guðmundur Gunnarsson frá Mann- virkjastofnun og erindi Stefáns Páls- sonar sagnfræðings sem ber yfir- skriftina Fallegasta mannvirki á Íslandi: Elliðaárstöð, líkræða. Það er því útlit fyrir fjölbreytta dagskrá eins og sjá má á vefsíðu félagsins. Dagskránni lýkur með sjálfum Steinsteypuverðlaununum sem af- hent verða klukkan 16. Vefsíðan www.steinsteypufelag.is Morgunblaðið/Arnaldur Fallegast Stefán Pálsson sagnfræðingur flytur erindi um Elliðaárstöð á morgun. Steinsteypudagurinn er á morgun á Grand Hótel Í kvöld klukkan 21 verður slegið á létta strengi í Stúdentakjallaranum á Háskólatorgi. Þar koma fram ýmsir uppistandarar sem þykja efnilegir. Aðgangur er ókeypis og geta þeir sem enska tungu skilja einnig haft gaman af herlegheitunum því uppi- standarinn York Underwood fer einn- ig með gamanmál. Hann er kynnir kvöldsins en þeir sem láta ljós sitt skína eru þau Bylgja Babylóns, Andri Ívarsson, Snjólaug Lúðvíks- dóttir, Björg Magnúsdóttir, Jón Magnús Arnarsson og Ólafur Freyr Ólafsson. Allir eru velkomnir á uppi- stand Stúdentakjallarans og GOmo- bile. Stúdentakjallarinn öðlaðist nýtt líf þegar hann var opnaður fyrir rúmum tveimur árum í viðbyggingu við Há- skólatorg en áður var hann við Hring- brautina og var starfræktur þar frá 1975 til 2007. Nýja húsnæðið er tölu- vert stærra en það gamla og er notað undir ýmsar skemmtanir og dagskrá á vegum stúdenta. Stúdentakjallarinn og GOmobile Grín og glens í Stúdentakjallaranum Morgunblaðið/Ómar Nýtt Stúdentakjallarinn er ekki lengur við Hringbraut heldur við Háskólatorg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bókin Skálholt, verk Guð- mundar Kamban verður end- urútgefin á næstu mánuðum. Endurútgáfan verður gerð hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi og kemur út í tveim- ur hlutum. Í fyrri hlutanum sem kemur út í sumar er sagt frá Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Skáldsagan Skálholt kom fyrst út í fjórum bindum á ár- unum 1930-1935 en hefur síð- an þrisvar verið endur- prentuð, síðast 1982. Í tilkynningu frá bókaútgáfunni Sæmundi er greint nánar frá efni verksins en þar er rakin fjölskyldusaga Brynjólfs Sveinssonar (1605-1675) bisk- ups í Skálholti „en meinleg örlög Ragnheiðar dóttur hans og ástmanns hennar Daða Halldórssonar hafa lengi verið þjóðinni hugstæð“, segir í til- kynningunni. Torfhildur Hólm skáldkona var sú fyrsta sem skrifaði sögulega skáldsögu um líf biskupsfjölskyldunnar 1882 en eftir stórvirki Kambans hálfri öld síðar komu verk eft- ir aðra höfunda. Einnig hefur verið gerð ópera um þessa fjölskyldusögu. Fjölskyldusaga Brynjólfs Sveinssonar Skálholt eftir Guðmund Kamban gefið út á nýjan leik Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Ópera Þau Elmar Gilbertsson og Þóra Einarsdóttir í óperunni Ragnheiði. ÁRMÚLI 17 533 12 34 WWW.ISOL.IS Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél Batterís Borvél Batterís Borvél Batterís Stingsög Batterís Sleðasög Batterí Hleðslutæki Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V Þyngd 2,1 kg m. magasíni og batteríi. Hægt að slökkva á höggi, Þyngd 2,6 kg m. batteríi. 4 gírar, 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,8 kg m. batteríi. 2 gírar. 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,7 kg m. batteríi. 1500-3800 str/min, Þyngd 2,4kg m. batteríi. Gengur á 1 eða 2 batteríum og afköstin eru á við snúrusög. 18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting og einfalt að koma snúrunni fyrir 2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK Verð: 11.427 kr. með VSK Verð: 20.562 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.