Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 78
78 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015
✝ Indriði Indriða-son fæddist á
Grenjaðarstað í
Aðaldal 16. apríl
1932. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli 7. febrúar
2015.
Hann var sonur
hjónanna Indriða
Indriðasonar, rit-
höfundar og ætt-
fræðings frá Ytra-
Fjalli í Aðaldal. Foreldar Indr-
iði Þorkelsson, skáld og bóndi á
Ytra-Fjalli, og Kristín Sigur-
laug Friðlaugsdóttir húsfreyja.
Móðir Indriða var Sólveig Jóns-
dóttir frá Brautarholti á Kjal-
arnesi. Foreldrar Sólveigar
voru Jón Jónatansson, alþingis-
maður á Ásgautsstöðum,
Stokkseyri, og Kristjana Bene-
diktsdóttir, húsfreyja. For-
eldrar Indriða fluttu til Reykja-
víkur 1934 og ólst hann þar
upp. Indriði átti tvær systur,
Ljótunni, f. 1938, og Sólveigu,
f. 1946, d. 2014.
Indriði giftist 28. nóvember
Arnþór, f. 1983. Indriði átti
átta barnabarnabörn sem eru
Ágústa Rún, Lilja Mist, Úlfur
Hrafn, Stefán Leon, Tómas
Ingi, Jökull Smári, Kristín
Edda og óskírð Bjarkadóttir.
Indriði ólst upp í Reykjavík
en fór í sveit til föðursystur
sinnar, Sólveigar, að Syðri-
Brekkum og var þar á sumrin
og einn vetur og þar leið hon-
um vel. Hann fór í Héraðsskól-
ann á Laugarvatni en að því
loknu fór Indriði í skógfræði-
nám í skóla Skógræktar rík-
isins á Grettisgötu 8.
Skógfræðinámið tók tvo vetur
og þrjú sumur og var Indriði í
Alaska í sex mánuði sem var
hluti af náminu og safnaði með-
al annars trjáfræi. Þegar Indr-
iði kom heim frá Alaska fór
hann til starfa í Vaglaskógi en
þar kynntist hann eiginkonu
sinn Valgerði.
Indriði og Valgerður fluttu
að Tumastöðum í Fljótshlíð
1954 og bjuggu þar til 1999
þegar þau fluttu til Reykjavík-
ur. Indriði var skógarvörður
Skógræktar ríkisins frá 1962.
Útför Indriða fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 19.
febrúar 2015, kl. 13.
1954 Valgerði Sæ-
mundsdóttur, f. 6.
apríl 1931, d. 4.
desember 2000.
Foreldrar Val-
gerðar voru hjón-
in Sæmundur
Reykjalín Guð-
mundsson bóndi
frá Lómatjörn í
Grýtubakkahreppi
og Guðrún Jóns-
dóttir ljósmóðir
frá Hóli í Höfðahverfi. Þau
fluttust að Fagrabæ í Grýtu-
bakkahreppi 1938 og bjuggu
þar til æviloka.
Indriði og Valgerður eign-
uðust tvær dætur. Þær eru
Guðrún, f. 18. júní 1955, leik-
skólakennari, gift Jóni Ágústi
Sigurjónssyni rafmagnstækni-
fræðingi. Þeirra börn eru
Bjarki Rafn, f. 1979, Vala Sif, f.
1982, Sindri Freyr, f. 1990, og
Vera Björk, f. 1992. Sólveig, f.
22. október 1956, tannsmiður,
gift Stefáni K. Guðnasyni raf-
verktaka. Þeirra börn eru Ind-
riði, f. 1977, Heiður, f. 1981, og
Það er með þakklæti í huga
sem ég minnist þín, Indriði
tengdapabbi, nú þegar þú ert far-
inn á stefnumót við hana Völlu
þína sem þú misstir fyrir 14 ár-
um. Takk fyrir að fá að búa hjá
ykkur Völlu þegar ég var í sum-
arvinnunni hjá skógræktinni á
Tumastöðum fyrir tæplega 40 ár-
um, rétt eftir að ég kynntist
henni Rúnu dóttur þinni. Á þess-
um tíma kennduð þið Valla mér
að þekkja helstu trjátegundir á
Íslandi, þú sagðir mér sögu skóg-
ræktar á Íslandi en ég hef ætíð
síðan haft mikinn áhuga á skóg-
rækt. Þakka þér fyrir allar
skemmtilegu veiðiferðirnar, sér-
staklega í Rangárnar, þú varst
lunkinn veiðimaður og náðir oft-
ast í fisk á undan mér en ég kom
nokkuð oft heim með öngulinn í
rassinum, alla vega framan af. Þú
varst safnari af guðs náð og áttir
einstakt mynt- og frímerkjasafn
ásamt safni litskrúðugra jóla-
korta og gamalla póstkorta með
myndum af bæjum, húsum og
fólki frá horfinni tíð. Þú flokkaði
þetta allt saman af fagmennsku
og raðaðir öllu í möppur og þar til
gerðar hirslur. Börnunum mín-
um fannst alltaf jafn spennandi
að koma í heimsókn á Tumastaði
nánast hverja helgi í mörg ár til
afa og ömmu og fá að skoða pen-
ingasafnið þitt. Þú varst prúð-
menni alla tíð, skapgóður og
nægjusamur og kvartaðir aldrei,
ekki einu sinni í veikindum þínum
undanfarið ár en fannst leiðinlegt
hvað þú varst orðinn gleyminn og
oft þreyttur en þú hélst góða
skaplyndinu og stríðninni til
endalokanna.
Jón Ágúst.
Elsku afi.
Ég var staddur í Kína þegar ég
fékk fréttirnar um að þú værir
orðinn rosalega veikur, ég hafði
áhyggjur af að ég myndi ekki ná
að hitta þig og kveðja. Eins sorg-
legt og það er að kveðja þig þá er
ég þakklátur að hafa komist í
tæka tíð til að geta kvatt þig.
Margar af mínu bestu og hlýjustu
æskuminningum voru hjá þér og
ömmu á Tumastöðum þar sem
við fjölskyldan eyddum mörgum
helgum okkar í heimsókn. Heim-
ilið hjá þér og ömmu var algjör
paradís fyrir litla krakka eins og
mig og systkinin, sem er líklega
ástæðan fyrir því að við eyddum
svo miklum tíma hjá ykkur, þið
voruð með stóran garð, ferskt
grænmeti og ber, rólur, læk til að
veiða í og fleiri spennandi hluti í
kring. Ég man að ég hafði alltaf
svo gaman af því að sjá peninga-
safnið þitt og svo þegar mér
leiddist leyfðir þú mér að telja
allt klinkið sem var uppsafnað
hjá þér, og ekki skemmdi það fyr-
ir að eftir að því verki var lokið þá
deildir þú því jafnt á milli mín og
Veru Bjarkar sem við settum svo
í sparibaukana okkar.
En nú ert þú kominn á betri
stað og loksins sameinaður með
ömmu. Bless afi minn og heilsaðu
ömmu frá mér.
Þinn,
Sindri Freyr.
Jæja, afi minn, þá kveðjumst
við í síðasta sinn. En mig langar
að kveðja þig glaður en ekki sorg-
mæddur. Glaður yfir góðu minn-
ingunum og ævintýrunum sem
fylgdu því að koma í heimsókn á
Tumastaði, þar sem í minning-
unni var alltaf nóg að gera og enn
meira að sjá. Hvort sem erindið
var sumarfrí eða kartöfluupp-
skera naut ég hverrar ferðar.
Takk fyrir góðu stundirnar, afi
minn.
„Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau á
haustin, og þau vaxa aftur á vorin –
einhvers staðar.“
(Halldór Laxness.)
Indriði Ingi Stefánsson.
Árið 1950 kynntist ég Indriða,
eða Idda eins og hann var kall-
aður af vinum sínum. Við vorum
þrír búnir að lýsa áhuga okkar á
að læra skógrækt, ásamt mér
voru það Indriði og Brynjar
Skarphéðinsson. Hákon Bjarna-
son skógræktarstjóri tók okkur
vel og taldi að það væri betra að
við lærðum hér heima en að fara
utan til að mennta okkur, aðstæð-
ur væru ólíkar hér og úti. Hér
væri skóglítið land og þörf á að
auka áhuga og skilning á skóg-
rækt. Við vorum fúsir til þess og
Hákon setti á stofn skóla fyrir
okkur þrjá. Þar vorum við í þrjú
ár. Á þessum árum urðum við all-
ir mjög nánir vinir. Það voru
margar bræðrabylturnar hjá
okkur Indriða og skólastofan ber
þess enn merki.
Að lokinni skólagöngu, sendi
Hákon okkur til Alaska. Fyrst
vorum við þar við vinnu við stíga-
gerð, veiðivörslu og síðar um
haustið við fræsöfnun. Þegar
heim kom sinntum við ýmsum
skógræktarstörfum. Indriði réð
sig sem skógarvörð og ræktunar-
stjóra Skógræktar ríkisins að
Tumastöðum í Fljótshlíð. Hann
var góður ræktunarmaður, en
þau hjónin Indriði og Valgerður
unnu bæði af mikilli elju og sam-
viskusemi við uppeldi trjá-
plantna. Eftir að við eignuðumst
fjölskyldur efndum við oft til end-
urfunda og fórum saman um
landið öllum til mikillar ánægju.
Indriði var áhugasamur safn-
ari, safnaði frímerkjum, pening-
um og kortum. Hann var ætíð
reglusamur. Hann var mjög sjálf-
stæður, lét ekki stjórna sér og fór
sínar eigin leiðir.
Ég tel það hafi verið mér mik-
ils virði að fá að vera náinn vinur
hans Indriða. Hann var mér að
sumu leyti eins og bróðir. Við átt-
um ekki bræður og þurftum að
tuskast eins og bjarnarhúnar
gera. Sem betur fer urðum við
ekki fyrir hnjaski, því þetta var
allt vegna vinskapar sem aldrei
bar skugga á.
Við Dísa þökkum samfylgd í
gegnum tíðina og vottum Systu,
Rúnu og allri fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Vilhjálmur Sigtryggsson
Við ferðalok vil ég minnast
góðs vinar og náins samstarfs-
manns, Indriða Indriðasonar, fv.
skógarvarðar Skógræktar ríkis-
ins á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Kynni okkar hófust fyrir hartnær
50 árum þegar ég starfaði sum-
arlangt hjá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur í Fossvogsstöðinni.
Indriði hafði 1949 ráðist til
starfa hjá Skógrækt ríkisins og
byrjað verklegt skógræktarnám
á Vöglum í Fnjóskadal sem var
hluti af námi í skóla Skógræktar
ríkisins frá 1951 til 1953. Árið
1953 fór Indriði í námsferð til
Alaska, vann á rannsóknastöð í
fimm mánuði og safnaði fræi fyr-
ir Ísland á í tvo mánuði um haust-
ið. Að lokinni þessari skólagöngu
var Indriði fastráðinn verkstjóri í
gróðrarstöðinni á Tumastöðum
en forstöðumaður hennar og
skógarvörður 1962.
Þessi kafli í skógræktarsögu
Íslands, þegar hafin er stórfelld
ræktun skógarplantna í stórum
gróðrarstöðvum víða um land,
markar þáttaskil í ræktunarferl-
inu. Indriði og fleiri ungir menn
öfluðu sér menntunar og reynslu
hérlendis og erlendis, lögðu
grunn að vaxandi skógrækt í
landinu. Ekki var alltaf hægt að
yfirfæra erlenda þekkingu á ís-
lenskar aðstæður en með útsjón-
arsemi, elju og grænum fingrum
náðu menn smátt og smátt tökum
á verkefninu og var Indriði
fremstur meðal jafningja. Um
árabil ráku þau Valgerður Sæ-
mundsdóttir, kona hans, stærstu
skógarplöntustöð landsins og
framleiddu plöntur í flesta eldri
skóga á Suður- og Vesturlandi
sem nú eru grunnurinn í skógar-
auðlind Íslands og uppistaðan í
þeim viðarafurðum sem fást með
grisjunum þjóðskóganna þessi
misserin. Fjöldi garða og sumar-
húsalóða er líka prýddur trjám
og runnum frá Tumastöðum. Lif-
andi minnisvarðar um ævistarf
Indriða og Valgerðar eru um
land allt.
Þegar ég gegndi stöðu skóg-
arvarðar á Austurlandi 1978-1990
var ekki ónýtt að geta leitað til
reynslubolta eins og Indriða og
fengið ráð og leiðsögn um rekstur
stöðvarinnar og á þessum árum
kynntist ég honum best. Ég upp-
lifði Indriða sem ljúfan mann,
íhugulan, vandvirkan og útsjón-
arsaman sem hafði góða stjórn á
sínu fólki og verkefnum. Eitt af
því sem ratað hefur í orðabók
skógræktarmanna er athuga-
semd sem Indriði kom gjarnan
með þegar skógarverðir sátu á
hugarflugi og lögðu upp stórhuga
áætlanir um eflingu skógræktar í
landinu: „En hver á svo að vinna
verkið?“ Þetta kom mönnum
stundum niður á jörðina aftur.
Segja má að gróðrarstöðv-
arekstur hafi verið aðalstarf
Indriða þau rúmu 50 ár sem hann
starfaði hjá stofnuninni. Hann
átti stóran þátt í að þróa og móta
þær framleiðsluaðferðir sem not-
aðar voru á þessu tímabili frá
dreifsetningu til móbands og að
lokum fjölpottaræktun í gróður-
húsum. Það var gæfa Skógrækt-
ar ríkisins að hafa á að skipa
mönnum eins og Indriða sem
byggðu upp þekkingu á skógar-
plöntuframleiðslu í landinu og
gátu miðlað henni áfram.
Við Berit vottum fjölskyldu og
aðstandendum innilega samúð
okkar.
Jón Loftsson
skógræktarstjóri.
Indriði Indriðason
Erlu kynntist ég
fljótlega eftir að ég
kynntist Stjána árið
1974 á Patró. Erla
var systir Möggu
tengdamömmu, þær voru mjög
nánar og mikill samgangur var á
milli fjölskyldnanna, sérstaklega
þar sem aðeins tún skildi þær að
og því stutt að skjótast yfir. Alls
áttu þær 13 börn svo það var allt-
af líf og fjör í kringum þær. Einn-
ig bjó Bjössi bróðir þeirra á
Patró með sína fjölskyldu og for-
eldrar þeirra Lovísa og Gísli
bjuggu í Ásgarði. Ég sá það strax
að fjölskylduböndin voru mjög
sterk í stórfjölskyldunni og þegar
ég kom inn í fjölskylduna ung að
árum varð ég strax hluti af henni
allri. Stór hluti fjölskyldunnar er
nú fluttur í burtu en sterk og ein-
læg vináttan hefur alltaf haldið
og höfum við átt mjög góðar
stundir þegar við hittumst. Erla
var mikil félagsvera, hörkudug-
leg og mjög lífsglöð og var ekkert
að velta sér upp úr smáatriðum.
Hún hefur alltaf brett upp erm-
arnar og leyst þau verkefni vel af
hendi sem henni hafa borist. Allt-
af hefur hún haft sterkar taugar
vestur og var eitt sólskinsbros
Erla Dalrós
Gísladóttir
✝ Erla DalrósGísladóttir
fæddist 4. apríl
1938. Hún lést 5.
febrúar 2015. Útför
Erlu fór fram 14.
febrúar 2015.
þegar hún dvaldi í
paradísinni hér fyrir
vestan og hafði sér-
stakt yndi af að
ganga um fjöruna
fyrir neðan Bakka í
Tálknafirði, þá var
hún komin heim.
Fyrir þremur árum
var haldið ættarmót
í Tálknafirði sem
tókst mjög vel. Þar
var hún alveg í ess-
inu sínu, hljóp um fjöruna sína og
við gengum út að Stapa. Þar
þreifaði hún á þúfum og setti nið-
ur tré þar sem hún bjó með for-
eldrum sínum og systkinum áður
en þau fluttu til Patreksfjarðar.
Fyrir nokkrum árum kom Systa
dóttir hennar vestur til mín með
22 manna gönguhóp og gengu
þau um „Vestfirsku alpana“ og
auðvitað var Erla með í för, nema
hvað! Það stóð sko ekkert í henni
að hlaupa á fjöll og auðvitað fór
ég með þeim líka. Við áttum öll
frábæra samveru þessa helgi sem
lifir í hjarta okkar og enn heyri
ég hláturinn hennar Erlu óma í
fjöllunum hér allt í kring. Það var
alltaf líf og fjör í kringum Erlu og
sólarhringurinn var yfirleitt ekki
nógu langur fyrir hana, það var
svo mikið að gera hjá konunni.
Þegar Ólafur sonur minn gifti sig
hér á Patró fyrir fjórum árum var
Ágústa dóttir Erlu að skreyta
salinn og auðvitað „varð“ Erla að
fá að vera með puttana í því.
Einnig komu puttarnir hennar
við sögu ári seinna þegar Ágústa
skreytti salinn fyrir brúðkaup
Sigurbjargar dóttur minnar. Hún
sveif um salinn í sæluvímu að
dúlla við blóm og fínirí. Þetta lýs-
ir Erlu vel, hún hafði mikinn
áhuga á því hvað öll fjölskyldan
var að gera. Alltaf var hún boðin
og búin að leggja fram hjálpar-
hönd og aðstoða aðra, það var
hennar ástríða. Alltaf var stutt í
hláturinn, gleðina og einlægnina.
Mér þótti mjög vænt um hana og
allt hennar fólk. Það er stórt
skarð sem hún skilur eftir sig og
margt sem hún átti eftir að gera.
Nú er hún örugglega komin með
fangið fullt af verkefnum og
blómum sem hún þarf að sinna í
sumarlandinu, þar sem sólin allt-
af skín. Þakka þér fyrir sam-
fylgdina, elsku Erla mín.
Ég votta Lollý, Systu, Pétri,
Gísla, Hlyn, Ágústu og fjölskyld-
um þeirra mína dýpstu samúð og
bið Guðs engla að vaka yfir þeim
á þessum erfiðu tímum.
Sólrún Ólafsdóttir.
Vinátta okkar vinkvenna hófst
á krabbameinslækningadeild
11-E á Landspítala fyrir margt
löngu. Einlægur áhugi á velferð
sjúklinga og aðstandenda þeirra
var okkur öllum hugleikinn og
límdi það okkur saman svo úr
varð ævilöng vinátta. Erla naut
mikils trausts á deildinni enda
reynslumikil og réttsýn. Hún var
hjartahlý, einlæg og ákveðin.
Hún var alla tíð athafnasöm en
hin síðari ár sló hún okkur öllum
við í þeim efnum. Hún var dugleg
að ferðast, gekk eins og enginn
væri morgundagurinn og hikaði
ekki við að taka að sér ný verk-
efni. Orkan virtist endalaus og
ósjaldan urðum við orðlausar yfir
drifkraftinum í konunni.
Það var gott að leita til Erlu
þegar við þurftum aðstoð eða
ráðgjöf í lífsins verkefnum. Hún
var einstaklega gestrisin og bauð
okkur oft heim. Kaffi var þá
drukkið úr eðalbollum sem hún
hafði keypt á flóamörkuðum er-
lendis. Alltaf bauð hún heimabak-
að bakkelsi með. Þetta var svo
ljúft og hún hafði svo góða nær-
veru. Alltaf jafnáhugasöm um líf
okkar og starf.
Hún sagði oft við okkur að það
væru forréttindi að fá að vera
með okkur „unglingunum“. Í
huga okkar var því öfugt farið og
fundum við aldrei fyrir þeim ald-
ursmun sem hún talaði um. Hún
var alltaf svo ung í anda.
Kæra Erla, vinátta þín var
okkur dýrmæt og þökkum við þér
af einlægni fyrir samfylgdina og
allt það sem þú hefur gefið okkur
í gegnum árin. Þín verður sárt
saknað í vinkonuhópnum.
Vertu kært kvödd og hvíl í
friði.
Þínar vinkonur,
Sigrún Anna, Dóra,
Hrönn og Íris.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Góðmennska og hógværð er
það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa til Erlu. Allt
frá fyrstu tíð hefur samband okk-
ar byggst á mikilli væntumþykju.
Ungur fékk ég að gjöf forláta
bangsa sem hún sjálf saumaði og
útbjó og fylgdi mér í langan tíma
og er enn til í fjölskyldunni. Ég
minnist líka góðra stunda í heim-
sókn hjá þeim Birgi og Erlu. Þeg-
ar kom að því að ég fullorðnaðist
og fór að huga að flutningi úr for-
eldrahúsum til að stunda nám í
Reykjavík, þá fór svo að ég leigði
í kjallaranum á Egilsgötunni í
eina önn. Á þeim tíma fann ég
hvernig hún fylgdist vökulu auga
með því hvernig mér gengi að
feta veginn í borginni, en þó
þannig að ég fyndi eingöngu fyrir
væntumþykjunni frá henni til
mín. Að síðustu langar mig til að
minnast afskaplegra góðra
stunda með Erlu í brúðkaupi
mínu sumarið 2013. Þar lék hún
við hvern sinn fingur í skemmtun
og gleði sem þar var allsráðandi,
hún samgladdist okkur svo inni-
lega. Fyrir þessar stundir þakka
ég.
Hvíl í friði, elsku Erla.
Gunnar Freyr.
Hinn fimmta febrúar sl. var
hinn slyngi sláttumaður á ferð, að
venju kom hann óboðinn og skildi
eftir sig pláss sem erfitt eða
ómögulegt verður að fylla. Eftir
sitjum við, hugsum til baka og er-
um þakklát fyrir þann tíma sem
okkur auðnaðist að eiga með þér
Erla.
Ef við sækjum námskeið í dag
í mannlegum samskiptum þá er
okkur kennt að sýna náunganum
einlægan áhuga, Erla þurfti ekki
að sækja slík námskeið. Þessi
eiginleiki var henni í blóð borinn,
hún hafði einstakt lag á að sýna
fólki eitthvað aðeins meira, eitt-
hvað pínu extra. Umhyggja,
hjálpsemi, tryggð, gott geðslag,
skopskyn og endalaust hjarta-
rými voru kostir sem hún bar
ríkulega og gerðu hana að þess-
ari einstöku konu. Þessa kosti
bar hún og kenndi börnum sín-
um, barnabörnum og barna-
barnabörnum sem kveðja í dag
einstaka konu. Konu sem ég mun
ætíð þakka fyrir að hafa verið svo
lánsöm að kynnast.
Á stundum sem þessum líður
manni eins og tómri skel, yljar
sér við góðar minningar en er í
raun orðavant. Ég lofa þér því
elsku Erla að ég mun passa litla
drenginn þinn eins og við kölluð-
um Gísla okkar á milli og fólkið
hans. Ég veit að þú bíður eftir
okkur með þitt fallega bros, heil
heilsu við bakkann hinum megin
þegar okkar tími kemur, því ætla
ég að kveðja þig kæra vinkona
með orðum vinar okkar beggja.
Þó að straumhart sé fljót og flúðin
breið
er ferja á leið að sækja mig
ég veit það ei hvert liggur leið
en ljóst er mér, ég kveð nú þig.
Inn í þokuna héðan ferjan fer
og förin mín þá byrjuð er
svo lengi sem í landið ber
ég lít um öxl og veifa þér.
Núna horfið er land og hugur minn
af hryggð er fullur, vot er kinn
ég veit að snúið ei verður við
ég verð að róa á ókunn mið.
Á siglingunni sefar mig
að seinna, ferjar einnig þig
þú vita mátt ég bros þíns bíð
Við bakkann hinn um alla tíð.
(Höf. KáErr)
Hvíl í friði, þín
Eva.