Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 96
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Friðrik Dór fékk fleiri stig 2. Staðfesta hryllinginn 3. Borðaði hassís og hljóp um nakinn 4. Foreldrarnir fengu óboðskort »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Það verður mikið um að vera í menningarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík, í dag og um helgina. Í kvöld kl. 21 kemur fram tilrauna- kennd rapp-popphljómsveit, Crypto- chrome, sem skipuð er tónlistar- mönnum frá Reykjavík, Lundúnum og Hamborg sem eru einnig menntaðir myndlistarmenn. Annað kvöld kl. 21 treður Icelandic Sound Company upp, þeir Ríkharður H. Friðriksson gítarleikari og Gunnar Kristinsson, slagverks- og hljómborðsleikari. Auk hljóðfæra nota þeir félagar tölvur og breytitæki til að víkka út hljóðblæinn að því marki að erfitt er á köflum að heyra hvaðan upphaflega hljóðið kemur, eins og því er lýst í tilkynn- ingu frá Mengi. Á laugardaginn kl. 21 halda raftónlistarmennirnir Future- grapher og Good Moon Deer tónleika. Með Futuregrapher leika Veronique Vaka á selló, Áslaug Rún Magnús- dóttir á klarinett og Magnús Björn Ólafsson sem fer með talað mál. Go- od Moon Deer mun bjóða upp á til- raunakenndar útgáfur af væntanlegri plötu sinni. Mengi býður upp á þrenna tónleika  Næstu tónleikar í tónleikaröð djassklúbbsins Múlans fara fram í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim leikur kvartett trompetleik- arans Snorra Sigurðarsonar efni af nýútkomnum diski Snorra, Völlum. Auk Snorra skipa kvartettinn Agnar Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á bassa og Einar Scheving á tromm- ur. Leika lög af Völlum Á föstudag Norðan 8-13 m/s og él á norðanverðu landinu og syðst, en annars bjart með köflum. Frost 2 til 12 stig. Á laugardag Vaxandi austanátt, 13-20 m/s um kvöldið, hvassast syðst. Él við S-ströndina og á annesjum nyrst. VEÐUR „Framundan er brött brekka, sannkallaður líf- róður, hjá liðinu þar sem brugðið getur til beggja vona. Það er mikil ókyrrð í liðinu og mér sjálfum,“ seg- ir Snorri Steinn Guðjóns- son, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður Sélestad í Frakklandi. Sél- estad rekur lestina í 1. deildinni og samningur Snorra fellur úr gildi falli liðið niður í 2. deild í vor. »1 Snorri Steinn spáir í spilin María Guðmundsdóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna í svigi á heimsmeistaramóti á þessari öld þegar hún varð í 36. sæti á HM í Col- orado í Bandaríkjunum um helgina. Árangur íslenska hópsins var mun betri en á HM fyrir tveim- ur árum og lofar góðu því að enn eru allir fulltrú- ar hans ungir að ár- um. Besti árangur í svigi kvenna á þessari öld Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir með annan fótinn og rúmlega það í átta liða úrslit Meistaradeild- arinnar eftir 2:0-sigur á útivelli gegn Schalke í gærkvöld. Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark í mánuð þegar hann skallaði í netið í fyrri hálfleik og Marcelo bætti við öðru með þrumu- skoti í seinni hálfleik. Í hinum leikn- um skildu Basel og Porto jöfn, 1:1. Evrópumeistararnir eru í góðum málum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margir hafa gengið á Esjuna en ólík- legt er að einhver hafi gert það oftar en Símon Ægir Gunnarsson. Hann byrjaði á þessari líkamsrækt fyrir um 43 árum, hefur farið oftar en vikulega á toppinn síðan og hefur gengið á fjallið samtals um 3.500 sinnum. Símon lék knattspyrnu með ung- mennafélaginu Hrönn á yngri árum og þegar hann var um þrítugt byrj- uðu hann og Hreggviður Jónsson heitinn að ganga á Esjuna. „Við vor- um mikið saman, hófum gönguna um klukkan níu á laugardagsmorgni, fórum hratt upp og niður, mættum svo á fótboltaæfingu sem byrjaði klukkan 11 og hlupum með strákun- um,“ segir Símon. Bætir við að eitt sinn hafi hann gengið á Esjuna að morgni og á Heklu eftir hádegið. Besta líkamsræktin Líkamsræktin hefur haldið Sím- oni við efnið í á fimmta áratug. „Mér finnst þetta besta hreyfing sem ég get fengið, að vera úti í náttúrunni og taka á því,“ segir hann. „Þetta er líka besti mælikvarðinn á heilsuna, hvort hún heldur eða ekki. Ég hef verið mjög hress og nánast aldrei fengið flensu eða aðrar umgangs- pestir.“ Minnist á að hann hafi þurft að fara í aðgerðir á báðum hnjám en það þýði ekkert að væla þótt maður finni aðeins til. „Ég gekk aldrei með göngustafi en nú finnst mér það betra, það hjálpar hnjánum.“ Hann er lærður plötu- og ketilsmiður og hjólaði gjarnan í vinnuna, meðal annars úr Árbæ niður í bæ og til baka. Hann hjólar enn mikið, meðal annars stundum að Esjurótum á sumrin, gengur upp og niður, og hjólar svo heim. Undanfarin um 20 ár hefur hann gengið með Ófeigi Sigurðssyni og Jóhanni Þorvaldssyni. Hann áréttar að ekki sé farið á Esju í rólegheitum og hann hafi náð að fara upp og nið- ur á einum klukkutíma. Hann hefur nokkrum sinnum hrasað en aldrei meiðst alvarlega. Segist samt einu sinni hafa lent í vandræðum. „Þá átti að fara að leita að mér,“ rifjar hann upp. „Ég hjólaði uppeftir og gekk svo á Esjuna. Þegar ég var kominn á Hábungu kom kalsarigning. Ég var bara á stuttermabol og mér gekk ekki nógu vel að finna leiðina til baka. Á leiðinni niður datt ég á höf- uðið og fékk skurð á ennið. Þegar ég náði niður á veg var þar hópur fólks sem ætlaði að fara að huga að mér, en sem betur fer þurfti þess ekki.“ Á Esjuna um 3.500 sinnum  Ekkert stöðvar garpinn Símon Ægi Gunnarsson Ljósmynd/Ófeigur Sigurðsson Toppnum náð á aðfangadag Ófeigur Sigurðsson, Jóhann Þorvaldsson og Símon Ægir Gunnarsson á Esju. Félagarnir Símon, Ófeigur og Jó- hann ganga saman á Esjuna á laugardögum og sunnudög- um, marga aðra frídaga og nokkra sumardaga að auki. Leggja alltaf af stað snemma á morgnana og hafa farið á fjallið rúmlega 100 sinnum á ári mörg und- anfarin ár. „Við förum allt- af, alveg sama hvernig viðrar,“ segir Símon. Bæt- ir við að veðrið hafi verið sér- staklega leiðinlegt um liðna helgi. „Það var varla stætt í fjallinu og við komumst ekki upp að skífu, vantaði um 15 metra.“ Símon segir að margir láti sér nægja að ganga upp að „stóra steini“ en þá sé spotti eftir upp á Þverfellshorn, þar sem hringsjáin er og þeir vilji alltaf helst fara alla leið. „Við erum þrjóskir og göng- um eins langt og við getum.“ Stundum varla stætt í fjallinu ÞREMENNINGARNIR LÁTA VEÐRIÐ EKKI STÖÐVA SIG Símon Ægir Gunn- arsson SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 13-20, hvassast NV- til. Snjókoma um landið N-vert, en skúrir eða él syðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.