Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meðalverð á minkaskinnum á loð- skinnauppboði danska uppboðshúss- ins sem lauk um helgina var 11% hærra en á uppboðinu í janúar. Skinnin höfðu hækkað um 10% í jan- úar þannig að verðhækkunin hélt áfram. Er það kærkomið fyrir minkabændur eftir gríðarlegt verð- fall á síðasta ári. Á febrúaruppboðinu voru boðnar til sölu um 6 milljónir minkaskinna og seldust öll skinnin sem er mik- ilvægast að mati Einars E. Ein- arssonar, ráðunautar Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins í loðdýrarækt. Kaldur vetur í Kína 4% af hækkuninni í febrúar skýr- ist af hækkun Bandaríkjadals gagn- vart danski krónu og evru þannig að kaupendur fá í raun um 7% hækkun á markaðsverði. Frá því í september hefur dollarinn styrkst um 14% gagnvart evru og danskri krónu og á það mikinn þátt í þeirri verðhækkun sem orðið hefur. Fram kemur á vef uppboðshúss- ins, Kopenhagen Fur, að 570 kaup- endur mættu á febrúaruppboð, þar af 300 frá Kína. Veturinn hefur verið kaldur í Kína og renna skinnin því glatt út úr búðum og birgða- geymslum. Þetta uppboð var það síð- asta fyrir kínversku áramótin og því um leið síðasti möguleiki fyrir kín- verska kaupendur að kaupa skinn til að hafa í verkmiðjum sínum við upp- haf nýs ár. Einnig hefur verið kaldur vetur í Bandaríkjunum og talsverð eftirspurn þaðan. Uppboðshúsið er einnig ánægt með eftirspurnina í Evrópu þótt þar hafi veður verið hlýtt. Á þessum mörkuðum vinnur hátískan með loðskinnum. Uppboðshúsið vekur athygli á því að í lok mánaðarins er stór skinna- sýning í Hong Kong og þá muni skýr- ast hvernig markaðurinn bregst við þeim markaðsverðum sem verið hafa að myndast á síðustu uppboðum. Meðalverð allra seldra minka- skinna á uppboðinu var 409 danskar krónur eða um 8.000 íslenskar. Frá Íslandi voru seld um 29 þúsund skinn sem er um 15% af íslensku fram- leiðslunni á síðasta ári. Þessi skinn deilast á marga flokka og því er erfitt að segja mikið um stöðu framleiðsl- unnar í samkeppni þjóðanna en að mati Einars verður þó það sem sést út úr tölunum að teljast jákvætt fyrir íslensku framleiðsluna. Telur hann að ef þetta markaðs- verð helst út sölutímabilið megi bændur vel við una því þá verði skinnaverðið aftur komið yfir fram- leiðslukostnað. Á síðasta ári náði það ekki framleiðslukostnaði og var því tap á framleiðslunni. Verður að spyrja að leikslokum „Engu að síður verður samt að spyrja að leikslokum. Til viðbótar þessari miklu hækkun á dollar gagnavart evru hefur íslenska krón- an líka verið að styrkjast hægt og ró- lega frá áramótum sem þýðir lægra skilaverð til bænda hér á landi. Ég myndi samt segja að útlitið væri já- kvætt og spennandi eins og svo oft áður í þessari grein,“ segir Einar. Jákvæður og spennandi markaður  Minkaskinn að jafna sig á markaði eftir gríðarlegt verðfall á síðasta ári  20% hækkun á árinu  Öll framboðin skinn hafa selst á uppboðum  Íslenskur loðdýrabúskapur aftur kominn í plús Morgunblaðið/Ómar Minkarækt Minkabændur geta tekið gleði sína á ný ef það verð helst sem kaupendur hafa boðið að undanförnu. Glamox Luxo er leiðandi framleiðandi LED lýsingarbúnaðar og býður heildarlausnir fyrir skóla og bókasöfn Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingahönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn sam- þykkti að hefja undirbúningsfram- kvæmdir á Hlíðarendareitnum, á fundi sem lauk seint í fyrrakvöld, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, bæjar- fulltrúi á Akureyri og annar tveggja formanna félagssamtakanna Hjartað í Vatnsmýrinni, félagsskapar sem vill standa vörð um Reykjavíkurflugvöll, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að afgreiðsla meirihluta borgar- stjórnar í fyrrakvöld á leyfi fyrir und- irbúningsframkvæmdum væri sér og þeim í Hjartanu í Vatnsmýrinni mikil vonbrigði. „Við í Hjartanu í Vatnsmýrinni er- um á allan hátt sammála þeirri bókun sem samráðshópur Rögnunefndar- innar gerði á mánudag. Vitanlega átti að bíða eftir niðurstöðum nefndarinn- ar, sem samið var um að yrði gert fyr- ir einu og hálfu ári,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mig grunar nú að almenningur hljóti að hugsa sitt, miðað við það hvernig framvindan hefur verið í mál- inu hjá borgaryfirvöldum undanfarn- ar vikur og mánuði. Ég held að mörg- um komi á óvart hvernig borgar- yfirvöld hafa unnið í málinu eftir að Rögnunefndin tók til starfa,“ sagði Njáll Trausti. Menn hafi haldið að sátt væri kom- in um að bíða þar til Rögnunefndin hefði lokið störfum og skilað niður- stöðum, „en það liðu ekki nema átta vikur eftir að samkomulagið var gert haustið 2013 þar til búið var að aug- lýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlíðar- enda. Þar með var sáttin rofin“, sagði Njáll Trausti. Framkvæmdavegur Brynjar Harðarson, framkvæmda- stjóri Valsmanna hf., sagðist ánægður með niðurstöðu borgarstjórnar. „Á þessu stigi eru það ekki Valsmenn hf. sem fá framkvæmdaleyfi, heldur er það samráðshópur Reykjavíkurborg- ar, Vals og Valsmanna hf. sem mun fá framkvæmdaleyfi til þess að leggja svokallaðan framkvæmdaveg, sem hefur ekkert að gera beint með okkar byggingarleyfi,“ sagði Brynjar. Hann benti á að það væru níu lóðir á Hlíðarendareitnum og Valsmenn hf. ættu einungis fjórar þessara lóða. Framkvæmdavegurinn væri m.a. hugsaður til þess að hægt yrði að komast að öllum lóðunum níu. „Staðreyndin er sú, að Reykjavík- urborg á engra annarra kosta völ en að leggja þennan framkvæmdaveg, það hefur ekkert með Valsmenn að gera eða flugbrautina títtnefndu. Hlíðarendareitur er að fara í upp- byggingu, umfram það sem er að ger- ast hjá Valsmönnum hf.,“ sagði Brynjar. Brynjar segir að það næsta sem gerist hjá Valsmönnum hf. sé að þeir muni nú fyrir lok þessa mánaðar leggja inn byggingarnefndarteikn- ingar fyrir D-reit, sem hafi verið í vinnslu sl. átta mánuði. „Þá munu þær fara í umfjöllun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, svo sem hvort þær standast deili- skipulag, byggingarreglugerðir og svo framvegis. Í framhaldi af því sækjum við væntanlega um fram- kvæmdaleyfi,“ sagði Brynjar. Morgunblaðið/Ásdís Hlíðarendi Væntanlega styttist í það að framkvæmdavegur verði lagður á Hlíðarendareitnum. Hjartað í Vatnsmýrinni segir sátt hafa verið rofna  Valsmenn hf. ánægðir með afgreiðslu borgarstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.