Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 84
84 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þó að í dag sé dagur sköpunar er dagurinn fjárhagslega neikvæður. Tileinkaðu þér auðmýkt til mótvægis og gefðu eins mik- ið og þú getur til baka. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið erfitt að fá skýrar leið- beiningar. Reyndu að finna út hvert þitt hlut- verk er í þessu öllu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hvert sem þú snýrð þér eru eyður sem þarf að fylla í. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Fólk virðist einstaklega samvinnuþýtt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu í gegnum eigur þínar og spáðu í hvað þú átt og þarft ekki lengur á að halda og hvað þú þarft sem þú átt ekki. Hið ófyrir- séða er það sem gerir kvöldið í kvöld svo spennandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú sért úrkula vonar um að finna lausnina á vandamálinu sem þú glímir við skaltu ekki gefast upp. Reyndu frekar að kynna þér málin sjálfur og kveða upp dóm á þínum eigin forsendum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færir fátæklingum menningu, villi- mönnum mannasiði og brjálæðingum smekk. Raunverulegum ástarsamböndum fylgja nautnafullar athafnir eins og að leggja á borðið fyrir kvöldverðinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú finnur að áhugi þinn á veraldlegum gæðum hefur breyst og skalt hafa það hug- fast að allt er breytingum háð. Taktu djarfa ákvörðun fyrir framtíðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu gætilega í viðskiptum við aðra, þú hefur ekki allar upplýsingar. Undir- ferlið er allsráðandi. Einhver leitar eftir leið- sögn þinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allir vilja fá viðurkenningu. En þolinmæði þrautir vinnur allar og það mun sannast á þér í þessu tilviki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna þeim hlutum sem raunverulega skipta máli. Vertíðin er senn á enda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt auðvelt með að láta þér þykja vænt um fjölskyldumeðlimi þína í dag. Gerðu þitt besta og haltu þér í góðu jafn- vægi. Mundu bara að til þín verður leitað síð- ar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ýttu frá þér öllum efasemdum um eigið ágæti. Ef þú misstígur þig hvergi muntu uppskera ánægjuleg laun erfiðis þíns í að- dáun vinnufélaga þinna. Sigmundur Benediktsson áttiskemmtilega innkomu á Leir- inn á mánudaginn og lét fylgja veðurvísu dagsins svo ekki sé vísu- laust. Veðragæðin Þorra þunn þrátt í bræði rýna. Éljaslæður ýfa unn ekkert næði sýna. Skemmtileg orðaskipti byrjuðu á Leirnum með þessari vísu Péturs Stefánssonar: Ennþá finn ég andans skort, allt vill hugann plaga. Ég get bara ekkert ort eins og forðum daga. Björn Ingólfsson bætti við: Aumt er að heyra um andagiftar örbirgð slíka! Ertu hættur hinu líka? Síðan kemur hver afhendingin af annarri. Friðrik Steingrímsson fer frjálslega með stuðlana – en leyfist allt: Ekki dugar skíthræddur í skel að skríða, skiptu um gír og dettu í’ða. Ólafur Stefánsson á lokaorðið: Honum Pétri hrósa drengir heldur betur. við bindindi hann býr í vetur. Áður fyrri óspart lét hann um sig snúast. Var að sönnu við að búast. Nú er aldur orðinn honum aðalsmerki. Settur líkt og sæmdi klerki. Burtu horfinn bjór og líka blautir draumar. Konur sitja í sárum aumar. Afhendingar ætla nú að enda hjalið Felli um piltinn Pétur talið. Davíð Hjálmar Haraldsson naut sprengidagsins: Át ég baunir klukkan sex. Í keng klúkti svo við götubrún í spreng því meltingin tók meir en klukkustund. Milli sjö og átta skaut ég hund. Þessi vísa kallaði fram í hugann limru Kristjáns Karlssonar: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfestu um stund, Loks tókst mér að sofna, fann samhengið rofna og símastaur pissaði á hund. Hallmundur Kristinsson blandar sér í deilur um skipulagsmál Reykjavíkur og hefur rétt fyrir sér! Borgin vill bæta á hlóðir burgeisa þar um slóðir, sem nú vilja sjá neyðarbraut á nothæfar byggingalóðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veður á þorra, andagift og saltkjöt og baunir Í klípu RÁÐNINGARVIÐRÆÐURNAR GENGU VEL. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEY, KOMDU OG SJÁÐU ÞETTA. ÞAÐ ER GAUR SEM HEFUR VERIÐ Í VERKFALLI Í TVÖ ÁR OG MAN EKKI HVAR HANN VINNUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... allar óskir þínar og þrár í einum pakka. KANNSKI VIÐ ÆTTUM AÐ FARA Á SITTHVORN STAÐINN Í FRÍINU OKKAR Í ÁR ÉG MUN FARA Á EINHVERN SKEMMTI- LEGAN STAÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ VERÐUR ÞAR EKKI ÉG Á ÞAÐ TIL AÐ MISSA EINBEITINGUNA ÞEGAR STREITAN ER MIKIL... YFIR HVERJU ERUM VIÐ AÐ BERJAST AFTUR? ER ÞAÐ SVO!? JÆJA, VIÐ VORUM AÐ RÁÐA LEIGUMORÐINGJA Á YKKUR Á MÓTI!!! Bolludagur, sprengidagur, ösku-dagur. Nokkuð er síðan Víkverji var á þeim aldri að hann gæti tekið fullan þátt í þessum hátíðahöldum, en þetta voru meðal skemmtilegri daga í minningunni. Til dæmis minn- ist Víkverji þess að allir krakkarnir í skólanum hafi þurft að búa til bollu- vönd vikuna á undan, gagngert til þess að vekja foreldrana með á mánudeginum. x x x Nú er Víkverji ekki orðinn að for-eldri sjálfur, en eitthvað grunar hann að sú lífsreynsla að flengja fólk á fætur hafi verið heldur skemmti- legri fyrir hann sjálfan en foreldr- ana, enda er Víkverji af langri ætt B-fólks. Er raunar mesta furða að Víkverji sjálfur hafi náð að koma sér á fætur nógu snemma til þess að bregða bolluvendinum á loft. x x x Fyrir unga fólkið er öskudagurinnlíklega sá sem heillar mest af þessum þremur. Víkverji rifjaði upp um daginn nokkra öskudagsbúninga úr æsku sinni ásamt vinnufélögum sínum. Það sem búningarnir þá áttu flestir sameiginlegt var að ímynd- unaraflið fékk lausan tauminn. Svartir ruslapokar gátu til dæmis orðið að alls kyns klæðnaði þegar annað skorti. Eitthvað hefur slíkum fatnaði fækkað á síðustu árum, en meira ber á nánast fullkomnum eft- irlíkingum, beint úr leikfangabúð- inni, af öllum helstu karakterum bíó- mynda og sjónvarpsþátta. Víkverji getur ekki gert að því, en honum finnst dagurinn missa aðeins „sjarmann“ við það að minna reynir á hugmyndaauðgi krakkanna. En vitanlega er líka gaman að sjá krakkana taka sig vel út í „ekta“ búningum. Nú þarf bara að vekja aftur upp þann sið að festa ösku- dagspoka á fólk. x x x Eitt hefur þó ekki breyst úr æskuVíkverja, og það er sprengidag- ur. Víkverja finnst saltkjöt og baunir vera með því besta sem hann fær. Tókst honum því að telja bæði for- eldra sína og tengdaforeldra á að bjóða sér í saltkjöt í vikunni. Ætli Víkverji muni ekki verða eins og rúsína um helgina? víkverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:11)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.