Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld á Ítalíu vöruðu í gær við hættu á því að liðsmenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, kæmu sér upp vígjum í Líbíu og notuðu þau til að gera árásir í Evrópulöndum. Bréf frá manni, sem talinn er vera einn af áróðursmönnum Ríkis ísl- ams, benda til þess að samtökin hafi í hyggju að notfæra sér nálægð Líbíu við Evrópu til að heyja stríð handan Miðjarðarhafsins í löndum sunnan- verðrar Evrópu, að sögn breska dag- blaðsins The Daily Telegraph. Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði í ræðu á þingi landsins í gær að Ítalir væru tilbúnir að gegna forystuhlutverki í því að afvopna vígasveitir í Líbíu og koma á friði í landinu ef Sameinuðu þjóðunum tekst að koma á vopnahléi til að binda enda á átök sem hafa staðið frá því að einræðisstjórn Muammars Gaddafis var steypt af stóli árið 2011 með stuðningi vestrænna ríkja. Líbía var nýlenda Ítalíu til ársins 1947 og varð sjálfstætt ríki árið 1951. Binda þarf enda á glundroðann Gentiloni sagði að mikil hætta væri á því að liðsmenn Ríkis íslams tækju höndum saman við vopnaða hópa og glæpagengi í Líbíu. Tvær ríkisstjórnir hafa tekist á um völdin í landinu síðan stjórn, sem nýtur al- þjóðlegrar viðurkenningar, flúði til hafnarborgarinnar Tobruk eftir að uppreisnarhópar náðu höfuðborg- inni Trípolí á sitt vald og komu á fót nýrri stjórn. Stór svæði eru á valdi annarra hópa og glundroði ríkir í landinu. Gentiloni lagði áherslu á að Ítalir hefðu ekki í hyggju að hefja hernað í Líbíu en sagði að nauðsynlegt væri að ríki heims gerðu þegar í stað ráð- stafanir til að binda enda á glundroð- ann í landinu. Yfir 5.300 flóttamenn hafa farið til Ítalíu frá Líbíu það sem af er árinu, nær 60% fleiri en á sama tíma í fyrra. Á síðasta ári fóru meira en 170.000 manns yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu, þeirra á meðal tugir þúsunda Sýr- lendinga sem flúðu borgarastríðið í heimalandinu. Margir flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi eftir að hafa greitt smyglurum fyrir að sigla með þá til Ítalíu. Til að mynda er talið að yfir 300 flóttamenn hafa drukknað í vik- unni sem leið þegar bátar þeirra sukku. Vilja stöðva björgunaraðgerðir Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar á Ítalíu hafa hvatt til þess að leitar- og björgunaraðgerðum varðskipa í Miðjarðarhafi verði hætt vegna þess að þeir telja hættu á því að hryðjuverkamenn laumist til Ítal- íu með flóttafólkinu í því skyni að fremja hryðjuverk. Stjórn Ítalíu kveðst ekki geta útilokað að þetta geti gerst en segir að nú þegar sé leitað að hugsanlegum hryðjuverka- mönnum á meðal flóttafólksins. Ekk- ert hafi komið fram sem bendi til þess að Ríki íslams hafi reynt að koma hryðjuverkamönnum til Ítalíu með þessum hætti. Fullyrt hefur verið að allt að 200.000 manns ætli að reyna að kom- ast yfir hafið frá Líbíu til Ítalíu á næstu mánuðum. Að sögn fréttaveit- unnar AFP hafa þó ekki komið fram neinar áreiðanlegar vísbendingar um að þetta sé rétt. Geri árásir á skip The Daily Telegraph segir að fá- mennir hópar á vegum Ríkis íslams starfi nú þegar í Líbíu. Liðsmenn samtakanna birtu á dögunum mynd- skeið þar sem þeir sáust hálshöggva um 20 Kopta, þ.e. kristna Egypta sem störfuðu í Líbíu. „Við sigrum Róm, með leyfi Allah,“ sagði einn vígamanna samtakanna á mynd- skeiðinu. Drápin á Koptunum urðu til þess að her Egyptalands gerði loftárásir fyrr í vikunni á bækistöðv- ar íslamista í Líbíu. Að sögn The Daily Telegraph kemur fram í bréfum frá manni, sem talinn er vera einn af helstu áróðurs- mönnum Ríkis íslams, að samtökin hafi í hyggju að ná Líbíu á sitt vald í því skyni að gera árásir þaðan á lönd í sunnanverðri Evrópu. Íslamistarn- ir hyggist senda fjölda liðsmanna sinna frá Sýrlandi og Írak til Líbíu og senda þá síðan með bátum yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu, láta þá þykjast vera flóttamenn frá Sýr- landi. Markmiðið sé að fremja hryðjuverk í sunnanverðri Evrópu og einnig að gera árásir á skip í Mið- jarðarhafi. Ekki er hægt að sanna að bréfin endurspegli stefnu samtakanna en The Daily Telegraph hefur eftir sér- fræðingum að höfundur þeirra sé áhrifamikill meðal stuðningsmanna íslamistanna. Óttast árásir í Evrópu frá Líbíu  Stjórnvöld á Ítalíu vara við því að liðsmenn samtakanna Ríki íslams geti komið sér upp bækistöðvum í Líbíu til að senda hryðjuverkamenn yfir hafið til Ítalíu í því skyni að gera árásir í sunnanverðri Evrópu AFP Byltingarafmæli Líbíumenn fagna á Torgi píslarvottanna í höfuðborginni Trípólí í tilefni af því að fjögur er eru lið- in frá því að Muammar Gaddafi einræðisherra var steypt af stóli í byltingu. Glundroði ríkir nú víða í landinu. Líbía 500 km NÍGER TSJAD EG YP TA LA N D TÚ N IS A LS ÍR TRÍPÓLÍ Derna Her Egypta- lands gerði loftárásir Miðjarðarhaf Vill hernaðaríhlutun » Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur hvatt ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja ályktun þar sem fjölþjóðleg hernaðar- íhlutun í Líbíu yrði heimiluð. » Her Egyptalands gerði loft- árásir á stöðvar íslamista í Líbíu í vikunni eftir að þeir hálshjuggu 20 kristna Egypta. » Herinn hefur einnig barist við uppreisnarmenn úr röðum íslamista á Sinaískaga. Hundruð manna voru í gær við út- för Dans Uzan, 37 ára gyðings sem beið bana í skotárás 22 ára Dana af palestínskum ættum í Kaupmanna- höfn um helgina. Á meðal við- staddra var Helle Thorning- Schmidt forsætisráðherra sem sást fella tár við athöfnina. Dan Uzan var borinn til grafar í grafreit gyðinga í Kaupmannahöfn. Lögreglan var með mikinn öryggis- viðbúnað á svæðinu. M.a. voru leyniskyttur á nálægum húsþökum. Thorning-Schmidt og fleiri leið- togar í Evrópu hvöttu gyðinga til að flýja ekki frá álfunni eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, hvatti evrópska gyð- inga til að flytja búferlum til Ísraels vegna hættunnar á fleiri slíkum hryðjuverkum. „Árás á gyðinga í Danmörku er árás á Danmörk,“ sagði danski forsætisráðherrann. Ekki er talið líklegt að margir danskir gyðingar ákveði að fara til Ísraels. „Maður er ekki öruggari í Ísrael en Danmörku,“ sagði kona sem var við útförina í gær. EPA Fórnarlamb skotárásar- innar borið til grafar SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS KOMDU Á ÓVART! KONUDAGS ÚLPAN ER CANADA GOOSE KENSINGTON Kr.129.990.- OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 10 - 18 - LAU. KL. 12-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.