Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Bláa lónið býður glæsilega fund- arsali í fallegu umhverfi. Fundar- salur Bláa lónsins er staðsettur á annarri hæð byggingarinnar. Þar er útsýni út á lónið sjálft og einnig út á hraunbreiðuna sem umlykur svæðið. Sérútbúið stjórnarherbergi hentar vel fyrir minni fundi,“ segir Magnús, spurður um að- stöðuna. „Fleiri salir eru ennfremur í Eldborg, fallegri byggingu sem staðsett er stein- snar frá Bláa lóninu. Í Eldborg eru tveir salir auk stjórnarherbergis og rúmgóðs anddyris. Anddyri og sali má auð- veldlega sameina í eitt rými.“ Magnús bætir því við að fund- argestir njóti einstaklega fallegs umhverfis í Eldborg. „Gluggar frá gólfi til lofts veita náttúrulega birtu og skapa tengingu við umhverfi Eldborgar þar sem hraunbreiða er einkennandi og fjallið Þorbjörn er í augsýn.“ Meira en bara fundarstaður Magnús útskýrir að eðli máls samkvæmt séu möguleikarnir fleiri hjá Bláa lóninu en gengur og gerist með aðstöðu til funda og ráð- stefnuhalds. „Fundargestir Bláa lónsins fara yfirleitt alltaf í Bláa lónið en það er fátt betra til að endurnýja kraftana að loknum fundardegi en að fara í Bláa lónið og láta vöðvaspennu og stirðleika eftir fundarsetu líða úr sér. Spa og nuddmeðferðir sem fara fram í lón- inu sjálfu eru í boði fyrir gestina og á Spa bar Bláa lónsins sem staðsettur er í lóninu má fá spa maska og drykki til hressingar. Þar dettur mér sérstaklega í hug að nefna grænan heilsudrykk sem hef- ur slegið í gegn á meðal gesta okk- ar. Þá má ekki gleyma að Betri stofa Bláa lónsins er góður kostur fyrir smærri hópa en þar eru 6 einkaklefar og rými fyrir allt að 12 gesti.“ Að sögn Magnúsar eru einnig fjölbreyttir möguleikar til útivistar á svæðinu. „Frá Bláa lóninu til Grindavíkur liggur 5 km stígur, Orkustígur, og hentar hann vel fyr- ir hópa sem vilja blanda hreyfingu inn í fundardaginn. Stórbrotin nátt- úra er á Reykjanesi og tilvalið fyrir hópa að nýta tækifærið og skoða t.d. Gunnuhver, en hverinn er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Bláa lóninu.“ Verðlaunakokkar og veitingar Bláa Lónið býður fullkomna veit- ingaþjónustu fyrir fundargesti, að sögn Magnúsar. „Morgunverður er gjarnan borin fram í fundarsölum og bíður gesta þegar þeir koma á staðinn. Allt brauðmeti fyrir fund- argesti er bakað á staðnum af bak- arameistara Bláa Lónsins. Brauð og kökur eru því ávallt ferskar og án allra aukaefna.“ Þráinn Freyr Vigfússon, er yf- irmatreiðslumeistari hjá Bláa Lón- inu ásamt þeim Inga Þórarni Frið- rikssyni og Viktori Erni Andréssyni, en Þráinn er einnig fyrirliði kokkalandsliðsins,. „Lava, veitingastaður Bláa Lónsins, er einn glæsilegasti veitingasalur landsins. Klettaveggur setur sterk- an svip á salinn sem og hraun- veggir enda er algengt að funda- og ráðstefnugestir snæði hádegis- og kvöldverð á Lava.“ Að sögn Þráins einkennist mat- seðillinn af fersku íslensku hráefni. „Bláa Lónið er staðsett í Grindavík og er ferskur fiskur sem berst okk- ur daglega frá línubátum í Grinda- vík mikilvægur hluti af matseðl- inum. Matseðill Matreiðslumeistara Norðurlanda er vinsæll kostur fyrir hópa enda er það er matseðillinn sem færði Viktori Erni, titilinn matreiðslumeistari Norður- landanna.“ Máli sínu til stuðnings þylur Þrá- inn matseðilinn upp, hikstalaust: „Hægeldaður þorskhnakki og léttreykt humarsalat, með svartrót, epli, perlulauk og freyðandi hum- arsósu. Steiktur nautahryggvöðvi og nautakinn, með ofnbakaðri gulrót, kartöflu, myrkil, portvínsgljáa. Í eftirmat eru trönuber og líf- rænt dökkt súkkulaði-marsípan, sí- tróna, heslihnetur, marengs.“ Ekki amalegt það! Aðstoð við skipulagninguna Aðspurður um akstur til Bláa Lónsins og frá því segir Magnús starfsmenn aðstoða við skipulagn- ingu fundardagsins. „Starfsmenn Bláa lónsins eru ávallt reiðubúnir til að vera fundargestum innan handar um ferðir til og frá Bláa lóninu sé þess óskað sem og það sem tengst gæti afþreyingu á svæðinu. Þá leggjum við áherslu á að okkar faglærðu og reyndu fram- leiðslumeistarar hafi umsjón með fundarsölum og eru fundargestum innan handar á fundardeginum sjálfum, svo allt gangi fyrir sig eins og til er ætlast.“ Fundaraðstaða í fallegu umhverfi  Bláa lónið býður upp á aðstöðu til margvíslegra funda, útivistar og slökunar, segir Magnús Héðinsson, rekstrarstjóri veitingasviðs Bláa lónsins  Þá er veitingaþjónusta á við það sem best gerist Veitingaaðstaða „Lava er einn glæsilegasti veitingasalur landsins. Klettaveggur setur sterkan svip á salinn sem og hraunveggir enda er algengt að funda- og ráðstefnugestir snæði hádegis- og kvöldverð á Lava,“ segir Magnús. Fundarstaður Bláa Lónið hefur til að bera rúmgóða fundarsali í fallegu um- hverfi ásamt margvíslegri aðstöðu sem kemur gestunum til góða. Magnús Héðinsson FUNDIROGráðstefnur HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.