Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 75
ar en ekki reynist það þrautin þyngri að sætta sig við kallið þegar það kemur. Elsku besti Bjössi minn. Ég kveð þig með trega en ég veit að móttökurnar verða góðar hinum megin. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Á þinn hæverska hátt kenndir þú mér margt um lífið og tilveruna. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Þín frænka, vinkona og blómarós, Anna Monika Arnórsdóttir. Ástkær frændi minn og besti vinur, nú er komið að kveðju- stund. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn, því alla tíð hef- ur þú verið stór hluti af lífi mínu. Þegar ég hugsa til baka koma upp margar dýrmætar minning- ar. Það er ekki annað hægt en að þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Bjössi frændi var vel af Guði gerður og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann vildi öllum vel og var vinur vina sinna. Nákvæmni, vandvirkni, hjálpsemi og traust, eru orð sem lýsa Bjössa vel. Hann var einstakur gleðigjafi og mikill barnavinur. Hann leit á börnin í fjölskyldunni sem sín eigin, svo góður og hlýr var hann. Við frændurnir höfum alltaf náð vel saman og vorum miklir vinir. Það má segja að Bjössi hafi verið dellukarl. Hann hafði mikla unun af ættfæði og bókum. Bókahill- urnar hjá honum voru allar þétt- skipaðar af ættfræðibókum og fræðiritum. Þar voru meðal ann- ars bækur sem hann hafði bundið inn sjálfur. Bjössi var algjör lím- heili, hann átti auðvelt með að muna nöfn, ártöl, afmælisdaga og ættartengsl. Það var oft á tíðum hægt að nota hann sem uppfletti- rit. Honum fannst fátt skemmti- legra en að rekja saman ættir og fjölskyldutengsl. Bjössi fór vel með allt sem hann átti. Ég hef aldrei kynnst neinum sem hugs- aði eins vel um bílinn sinn og hann gerði. Hann annaðist bílinn eins og viðkvæmt blóm. Hann var oft niðri í bílageymslu tím- unum saman að þvo og bóna, með gæðaefnum sem hann hafði valið af mikilli vandvirkni. Honum fannst fátt skemmtilegra en að ræða ýmis bílamál og tók mikinn þátt í öllum bílaumræðum í fjöl- skyldunni. Við áttum góðar stundir saman við að þvo og bóna bílana okkar niðri í bílageymslu. Eftir að ég keypti minn fyrsta bíl var hann alltaf reiðubúinn að að- stoða mig við bílaþvottinn! Hann var ávallt tilbúinn að taka að sér ýmis verkefni og var einstaklega hjálpsamur. Þessi verkefni vann hann í trúnaði og sýndi alltaf mikinn metnað. Síðustu minning- arnar mínar af þér eru þegar þú komst í heimsókn til Danmerkur með pabba í nóvember, til að hjálpa mér við flutninga. Þetta var þín önnur utanlandsferð. Við skemmtum okkur konunglega og ég er þér þakklátur fyrir hjálpina og samveruna sem við áttum saman, elsku Bjössi minn. Við gerðum margt yfir daginn og fengum okkur alltaf gott að borða í enda hvers dags. Sérstak- lega síðasta daginn þegar við fór- um á flott steikhús og fengum okkur þriggja rétta máltíð. Ég er þér innilega þakklátur fyrir hjálpina og ánægður að þú sást þér fært að heimsækja mig til Danmerkur. Sú ferð verður lengi í minnum höfð. En nú ertu allt í einu farinn frá okkur og ég sakna þín mikið. Þú ert kominn til afa Arnórs og hinna englanna. Ég veit að þú hefur verið fenginn í önnur mikilvæg verkefni á nýjum stað. Elsku Bjössi minn, ég sakna þess að geta ekki faðmað þig einu sinni enn. Við sem eftir lifum lít- um eftir ömmu. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu að ei- lífu. Guð blessi þig elsku besti Bjössi frændi. Þinn vinur og litli frændi, Arnór Már Arnórsson í Óðinsvéum. MINNINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 ✝ Már Elíssonfæddist á Búð- um við Fáskrúðs- fjörð 28. september 1928. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 4. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Elís Júlíus Þórðarson, skipstjóri og húsa- smíðameistari, f. 1904, d. 1950, og Jóna Marteins- dóttir, húsfreyja og kirkjuorg- anisti, f. 1906, d. 1986. Már átti tvo bræður, Þór, f. 1929, og Sig- urð Atla, f. 1941. Eftirlifandi eiginkona Más er Guðríður Pétursdóttir, f. 29. mars 1931. Foreldrar hennar voru Pétur Sigurðsson há- skólaritari og Þóra Guðfinna Sigurðardóttir húsfreyja. Már og Guðríður eignuðust fimm börn: 1) Pétur viðskiptafræð- ingur, f. 1. janúar 1954, kvæntur Edwinu Aquino Másson. Synir þeirra eru Patrick Sigurður, f. 1986, og Jarrett Már, f. 1990. 2) Elís loðdýrabóndi, f. 13. sept- ember 1955. Dætur hans með fyrrverandi eiginkonu sinni, hagfræði við háskólann í Kiel í Þýskalandi. Árið 1954 hóf Már störf hjá Fiskifélagi Íslands. Hann var framkvæmdastjóri og síðar for- maður stjórnar Aflatrygginga- sjóðs sjávarútvegsins, skrif- stofustjóri Fiskifélagsins frá 1962 og fiskimálastjóri og jafn- framt ritstjóri Ægis frá 1967 til 1982. Hann var formaður stjórna Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og Hafrann- sóknastofnunar. Í starfi sínu sem fiskimála- stjóri var Már fulltrúi Íslands í samningum um fiskveiðimál og hjá alþjóðastofnunum, svo sem hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu og OECD. Hann var í sendi- nefnd Íslands á þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og var jafnframt fulltrúi í samn- inganefndum Íslands í við- ræðum við Breta og Þjóðverja um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 50 og síðan 200 mílur. Már var forstjóri Fiskveiða- sjóðs Íslands 1982-1997. Már starfaði um langt árabil innan Sjálfstæðisflokksins, með- al annars sem formaður mál- efnanefndar um sjávarútvegs- mál. Útför Más fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 19. febrúar 2015, kl. 15. Berghildi Fanneyju Hauksdóttur, eru Anna Guðný, f. 2000, og Marta, f. 2003. 3) Marteinn hæstaréttar- lögmaður, f. 11. október 1957. Kona hans er Margrét Ásgeirsdóttir og börn þeirra Arnór Pétur, f. 1990, og Ásgerður, f. 1992. 4) Þóra talmeinafræðingur, f. 12. júní 1961, gift Magnúsi Óla- syni. Dóttir þeirra er Þórhildur, f. 1999. 5) Gróa, sagnfræðingur og markþjálfi, f. 2. mars 1971, gift Ægi Jóhannssyni. Synir þeirra eru Már, f. 2000, og tví- burarnir Örn og Jóhann, f. 2006. Már ólst upp á Fáskrúðsfirði til unglingsaldurs en flutti þá til Reykjavíkur til að hefja nám við Verslunarskóla Íslands. Hann lauk stúdentsprófi þaðan árið 1949 og námi í forspjallsvís- indum við Háskóla Íslands ári síðar. Már stundaði nám við há- skólann í Cambridge í Englandi og lauk þaðan prófi í hagfræði árið 1953. Veturinn á eftir stundaði hann framhaldsnám í Við systkinin minnumst hér pabba okkar, Más Elíssonar, sem lést eftir langvinn veikindi, 4. febrúar síðastliðinn. Ekki er hægt að segja annað en að pabbi hafi lifað löngu og farsælu lífi. Hann var gæfumað- ur í einkalífi og átti velgengni að fagna í starfi, var skarpgreindur, fjölfróður og víðlesinn. Á heim- ilinu var gott bókasafn og hann vissi fátt betra en að hlusta á góða tónlist með bók í hendi. Löngu fyrir tíma rafrænna leit- arvéla var varla hægt að ljúka sameiginlegri máltíð í Árlandinu án þess að fletta a.m.k. einu sinni upp í bók til að staðfesta upplýsingar eða svara spurning- um sem upp komu við matar- borðið. Alltaf var stutt í kímnina og hafði pabbi unun af því að segja gamansögur, stundum kryddað- ar með eftirhermum, aldrei þó rætinn eða meiðandi. Hann var einstaklega hlýr og mikill fjöl- skyldumaður, ættrækinn og ætt- fróður. Barnabörnin áttu stóran sess í hjarta pabba. Hann var ákaflega stoltur af afkomendum sínum og hafði mikla trú á þess- ari nýju kynslóð. Pabbi hafði mikið yndi af stangveiði, sérstaklega á yngri árum. Matreiðsla varð honum ástríða lengi vel. Á námsárunum í Englandi eignaðist hann góða vini frá Indlandi og gegnum þau vinatengsl heillaðist hann af ind- verskri matargerð. Vöndumst við krakkarnir því snemma að borða bragðmikinn og framandi mat. Mamma og pabbi lögðu mikla alúð við garðinn í Árlandinu þar sem þau bjuggu í rúm 40. Trjá- rækt var mikið áhugamál pabba. Hluti fjölskyldunnar keypti landspildu fyrir 16 árum og þær voru óteljandi ferðirnar sem farnar voru þangað í því skyni að setja niður tré og byggja sum- arhús. Pabbi hafði yndi af því að koma græðlingi ofan í jörðina, hlúa vel að honum og fylgjast með honum vaxa og dafna. Þarna var sama vökula augað og væntumþykjan og þegar barna- börnin áttu í hlut. Pabbi hafði alla tíð sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar, var rökfastur og fylginn sér. Stundum nokkuð þrjóskur að okkar mati. Pabbi bar þó virð- ingu fyrir skoðunum okkar þótt hann væri ekki alltaf sammála þeim. Milli pabba og bræðra hans, þeirra Þórs og Sigga, var alla tíð afar gott samband. Þeir gátu haft ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum, en virðingin og væntumþykjan var augljós og aldrei bar neinn skugga þar á. Bræðurnir sýndu pabba mikla tryggð í veikindum hans og heimsóttu hann reglubundið þrisvar sinnum í viku allan þann tíma sem hann dvaldi á sjúkra- húsi og síðar á Sóltúni. Erum við mamma og systkinin afar þakk- lát fyrir vináttu þeirra og nær- veru. Bönd ofin úr vináttu, kær- leika og virðingu bresta ekki. Pabba leið vel á Sóltúni og þar var vakað yfir heilsu hans og vel- ferð. Við kunnum starfsfólki þar, sem sinnti honum af mikilli alúð og nærgætni, okkar bestu þakk- ir. Langvarandi heilabilun ná- komins kennir manni að halda í minningarnar og láta ekki nú- verandi ástand bregða skugga á manneskjuna eins og hún var. Þegar óminnishegrinn hafði búið um sig í huga pabba nægði oft það eitt að halda í hönd hans, sterka og hlýja og sjá gleðibros- ið færast yfir andlit hans, sér- staklega þegar barnabörnin komu í heimsókn. Við systkinin minnumst pabba sem góðs vinar sem var hvetj- andi og ávallt reiðubúinn að hlusta og ræða það sem ræða þurfti hverju sinni. Með þessum orðum kveðjum við pabba okkar með virðingu og innilegu þakk- læti fyrir allt sem hann var okk- ur og fjölskyldum okkar. Pétur, Elís, Marteinn, Þóra og Gróa. Már Elísson, tengdafaðir minn, er látinn. Kynni okkar voru tiltölulega stutt, slétt tutt- ugu ár, en þau voru góð allt frá fyrstu stundu. Mér var strax tekið eins og þeim syni sem ég svo fékk að verða. Við fráfall hans hrannast upp margar minningar og allar góðar. Már var víðlesinn og hafsjór af fróðleik. Ekki spillti að við átt- um mörg sameiginleg áhugamál, ekki bara veiði heldur líka m.a. ferðalög og matargerð. Hann var frábær kokkur og naut þess að elda, oft á tíðum „exótíska“ rétti. Margar stundir áttum við saman við byggingu sumarhúss- ins í Grímsnesinu (ásamt Matta), en þar var Már ávallt í essinu sínu. Synd var að hann skyldi ekki fá að njóta þess meir að dvelja þar eftir að byggingu lauk. Eftirminnileg voru ferða- lög með Má og Baddý til Miami, Suður-Frakklands, svo og Ítal- íuferð fjölskyldunnar 2007. Ég naut þess aðeins einu sinni að fara með honum í veiðitúr, en það var sumarið 1998. Pétur kom þá með tvo starfsfélaga frá Bandaríkjunum og Elís var líka með í för. Við fórum í Veiðivötn og þaðan norður Sprengisand í Laxá í Mývatnssveit. Eftir- minnileg var ferðin norður með Má og Mel Rubin í bílnum hjá mér. Það var ein óslitin sögu- stund og fóru þeir félagar gersamlega á kostum allan tím- ann. Hef ég ekki í annan tíma átt jafn upplífgandi og skemmtilega bílferð. Í dag kveðjum við gegnheilan sómamann, en minningin lifir. Magnús Ólason. Fundum okkar Más Elíssonar bar fyrst saman fljótlega eftir að við hjónin vorum flutt heim til Íslands 1965 eftir langa útivist í Danaveldi. Við tveir lentum sam- an í miklu byggingarævintýri, ásamt Gunnari heitnum Schram og Þórhalli í Marco, sem einnig er látinn, en Gunnar, sem þekkti mig frá Akureyri, fékk mig til að stýra byggingarframkvæmdum við Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg. Milli okkar Más og fjölskyldna okkar tókst góð vinátta, og áttum við margar góðar samverustundir næstu ár og áratugi. Veiðiferðirnar í Kjarrá eru mér sérstaklega minnisstæðar. Már vissi, að ég hafði stundað laxveiðar í Laxá í Aðaldal og bauð mér því að slást í för með sér og öðrum góðum mönnum til veiða í Kjarrá í Borgarfirði. Þangað fórum við á hverju sumri í nokkur ár, en þá þurfti að ríða á hestum langan veg frá Örnólfsdal að veiðihús- inu. Þarna átti ég einhverja mestu sæludaga lífs míns, en Már sá um, að allir skemmtu sér vel, bæði við ána og á kvöldin í veiðihúsinu. Við hittumst svo oft með konum okkar á þessum ár- um og áttum skarpar viðræður um menn og málefni. Már var einstaklega víðsýnn og vel lesinn og skildi manna bezt veikleikana í efnahagskerfi okkar fámennu þjóðar. Hann var einnig mikill gleðimaður og matgæðingur og lagði sérstaka áherzlu á ind- verskan mat, sem hann kunni að elda af mikilli snilld. Einu sinni varð okkur þó á í messunni. Við fórum öll saman að snæða á Vee- raswamy í London, einum fín- asta indverska veitingastaðnum í þeirri borg. Okkur stóð til boða að velja þrjú mismunandi stig af krydduðum mat. Völdum við Már að sjálfsögðu efsta stigið, mest krydd, enda vanir menn! Við urðum fárveikir að lokum og máttum eyða næsta degi í „mat- artimburmenn“. Margar fleiri sögur mætti rifja upp, en óneit- anlega horfum við til baka og förum yfir farinn veg við vina- missi. Minnumst gleði- stundanna. Ég og Sigríður María sendum henni Baddý og fjölskyldu samúðarkveðjur með þökk fyrir alla góðu dagana sem við áttum saman. Edvarð Júlíus Sólnes. Eitt það besta, sem manni getur hlotnast á langri lífsleið, er að eiga góða vini. Már var einn af mínum bestu og trygglyndu vinum. Fyrstu kynni mín af Má voru árið 1954. Hann hafði þá lokið prófi í þjóðhagfræði frá Cambrigde-háskóla. Þaðan lá leið hans til Kiel þar sem hann lauk framhaldsnámi við Institut für Weltwirtschaft. Ég hafði þá sett stefnu mína á að nema þjóð- hagfræði. Mér var bent á að leita til Más til þess að fá upplýsingar um þennan háskóla og allar að- stæður í þeirri borg, sem ég hafði einsett mér að vera við nám í næstu árin. Már tók mér afar vel eins og hans var von og vísa. Segja má að þá þegar hafi okkar ævilanga vinátta verið innsigluð. Már var glaðsinna og fróður um flesta hluti og því mikil ánægja með okkur þegar fund- um okkar bar saman sem var ósjaldan. Hann gegndi mikil- vægum embættum á starfsferli sínum, þar á meðal starfi Fiski- málastjóra og forstjóra Fisk- veiðasjóðs Íslands. Þar áttum við að nokkru leyti samleið, þeg- ar ég fékkst við störf á sviði fjár- festingarlána. Kynni mín af Má áttu á langri lífsleið, að verða mér til heilla á mínum starfsferli, sem var nokk- uð fjölbreyttur. Fyrir okkar góðu vináttu skal nú þakkað af heilum hug. Ég votta Guðríði og fjölskyldu þeirra innilega samúð. Þorvarður Alfonsson. Már Elísson Elsku Guðni minn. Ég á margar fal- legar og góðar minn- ingar um þig, kæri vinur. Minningar í huga mér og myndum. Þú varst falleg og góð sál. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Sendi foreldrum, systkinum, börnum Guðna Þórs og vinum Guðni Þór Sigurjónsson ✝ Guðni Þór Sig-urjónsson fædd- ist 14. september 1963. Hann lést 24. janúar 2015. Útförin fór fram 5. febrúar 2015. innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði og sofðu rótt. Anna Helga Gylfadóttir. Þegar ég kynnt- ist Guðna voru fáir Íslendingar fræg- ari af hetjudómi, styrk, endingu. Fá- ir sem höfðu í eyru mín sett mark, nokkurt mark á þessa plánetu, rispuðu plánetu sem við búum enn á, voru oft að setja einhvern endapunkt á til- veru sína. Guðni gaf mér hlýja nálgun, erfitt að skilja oft. Maður sem hvergi gaf hlut sinn, var vin- ur og skildi hvernig einsemd gat oft verið, kannski eina tilfinning- in. Hann var hetja, hetja sem við söknum. Svo erfitt að kveðja, en auðvelt að minnast. Hugur minn verður hjá eigin- konu Guðna sem hann sagði mér hversu hann elskaði, átti erfitt með að segja hug sinn. Hjá börn- um Guðna – eiga hetju, fallna hetju, en mann sem við eigum í huganum, hjartanu, í minning- unni – alltaf. Jón Gunnar. Yndislega mamma okkar, dóttir, systir og barnabarn, ELÍSABET SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR, Flúðaseli 74, Reykjavík, er látin. Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Minningarathöfn fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík föstudaginn 27. febrúar kl. 20. . Harpa Katrín, Sólveig Birna og Rebekka Hólm, Stefán Jón Skarphéðinsson, Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, Rögnvaldur Stefánsson, Anna S. Sigurjónsdóttir, Ólafur Björn Stefánsson, Helga Daníelsdóttir, Skarphéðinn Stefánsson, Hildur Haraldsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Dóra I. Magnúsdóttir. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN KRISTBERG SIGURJÓNSSON vélstjóri frá Norður-Bár, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 13. . Linda Hermannsdóttir, Þór Geirsson, Guðný Jóna Þórsdóttir, Sigurður Samúelsson, Hermann Geir Þórsson, Freydís Bjarnadóttir, Þóra Lind Þórsdóttir, Ingólfur Jónsson og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.