Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 45
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. www.mats.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Tryggingamiðstöðin hf. Aðalfundur 2015 Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafa- fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með raf- rænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 8:30 til 16:30) til og með 11. mars 2015, en fyrir lokun skrifstofu þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæða- greiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar skemmst fimm dögum fyrir hluthafafundinn. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem stjórn félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á vef félagsins, tm.is/fjarfestar. Í tilkynningunni skal veita greinargóðar upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru á eyðublaðinu, sbr. 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Unnt er að senda félagsstjórninni útfyllta og undirritaða framboðstilkynningu fyrir lok framboðsfrests á stjorn@tm.is. Dagskrá aðalfundar og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinnmá finnaá tm.is/fjarfestar. Þá mun ársreikningur (samstæðureikningur) félagsins, skýrslur stjórnar og endurskoðenda auk tillögu stjórnar um starfskjarastefnu liggja frammi á skrifstofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis hálfum mánuði fyrir fundinn. Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða birtar á vefsíðu félagsins upplýsingar um framboð til stjórnar. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðast liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins. 4. Tillögur til ákvörðunar um lækkun hlutafjár og heimild til kaupa á eigin hlutum. 5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 6. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins, 19. gr. þeirra, þannig að fjöldi varamanna í stjórn félagsins verði tveir í stað fimm. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 8. Kosning stjórnar félagsins. 9. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 10. Önnur mál löglega fram borin. Tryggingarmiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is tm.is „Í hinu daglega lífi hér í Grafarvogi – sem og annars staðar – sér maður hvað samvera með fjölskyldunni og góður frítími skiptir fólk miklu máli. Krafan um að dag- vinnulaunin dugi til framfærslu er sterk,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands. „Vissu- lega vinna margir enn sem fyrr langan dag og hafa kannski ágætar tekjur fyrir vikið. Gerð kjarasamninga hefur þó í vaxandi mæli tekið mið af því að stytta vinnuvikuna og auka framlegð starfa. Það hefur átt sinn þátt í almennri viðhorfsbreytingu í samfélaginu.“ Breiðholtsandlit á unglingsárum Kristján Þórður fluttist úr Breiðholtinu í Grafarvoginn með foreldrum sínum árið 1993 og hefur búið í hverfinu að mestu leyti síðan, nú síðustu árin í raðhúsi við Sóleyjar- rima með Díönu Lynn Simpson, eiginkonu sinni, og þremur börnum þeirra. „Grafarvogurinn var í hraðri uppbygg- ingu þegar ég flutti hingað þrettán ára. Á þessum árum upp úr 1990 var talsvert um að fólk flytti í þetta hverfi, meðal annars úr Breiðholtinu, til dæmis þegar börnum fjölg- aði og fleiri herbergi þurfti. Frá unglingsár- unum man ég eftir mörgum Breiðholts- andlitum hér,“ segir Kristján sem finnst í dag komið að ákveðinni endurnýjun íbúa- samsetningar í hverfinu. Þótt árin líði hefur samfélagsgerðin í Grafarvogi ekki breyst ýkja mikið, segir Kristján. „Þetta er gott fjölskylduhverfi og ágætir skólar. Mér finnst samt miður að ná- lægð við þjónustu er ekki hin sama og áður. Fyrir hrun voru hér útibú frá bönkum og sparisjóðum. Nú hefur þessu verið lokað, þótt viðskiptabankarnir séu allir með af- greiðslustaði við leiðirnar inn í hverfið. En vissulega hefði maður kosið að þjónustan yrði hér áfram, rétt eins og vínbúð, pósthús, móttökustöð frá Sorpu og fleira. Hverfi með rúmlega 17 þúsund íbúum ætti að standa undir meiri þjónustustarfsemi en er nú.“ Vinnutími sé fjölskylduvænni Kristján Þórður er rafeindavirki og raf- iðn- og rekstrariðnfræðingur að mennt og starfaði lengi sem slíkur, meðal annars í ál- verinu í Straumsvík. Hóf afskipti af félags- málum snemma og tók við formennsku í samtökum rafiðnaðarmanna fyrir tæplega fjórum árum. „Það kemur af sjálfu sér að maður velti hlutum í daglegu lífi fyrir sér í störfum sín- um. Í grunninn er starfsemi stéttarfélags þjónusta við fólk í ýmsum aðstæðum. Verk- efnin eru fjölbreytt,“ segir Kristján Þórður og heldur áfram: „Í samanburði við aðra hópa held ég að kjör rafiðnaðarmanna séu alveg þokkaleg. Við þurfum samt sem áður að gera miklu betur enda erum við að missa fjölda rafiðn- aðarmanna úr landi, meðal annars sökum þess að betri laun standa þeim til boða víða erlendis. Atvinnulífið kallar eftir fólki með þekkingu og reynslu og verkefnastaða margra raf- og tæknifyrirtækja er þannig að dagvinnan dugar ekki svo öllum verkefnum megi sinna. Þar kemur meðal annars til að síðustu ár hefur fjöldi fólks úr öllum iðn- greinum flutt af landi brott. Margir hafa til dæmis flutt til Noregs og nefna að þar sé vinnutími fjölskylduvænni og laun betri. Sá veruleiki er okkur Íslendingum eftirsóknar- vert markmið. Okkur hefur miðað áleiðis í að standa nágrannaþjóðum okkar jafnfætis en þó er nokkuð í land.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölskyldulíf Feðgarnir Kristján Þórður og sonurinn Snæbjörn heima í Grafarvogi. Meiri þjónustustarf- semi þarf í hverfið  Verkalýðsleiðtogi í Sóleyjarrima  Dagvinnan dugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.