Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 87
MENNING 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Valgerður Hafstað (1930-2011) mun hafa sýnt verksín í fyrsta skipti í GalerieLa Rouge árið 1957 á sam- sýningu með Gerði Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara. Báðar voru þá búsettar í Parísarborg eftir að hafa numið þar myndlist. Leiðir myndverka þeirra liggja nú aftur saman á tveimur sýningum á efri hæð Listasafns Kópavogs, Gerð- arsafns. Efnt hefur verið til sýningar á verkum Valgerðar undir yfirskrift- inni „Andvari“ í öðrum salnum og í hinum stendur yfir innsetningin „Stúdíó Gerðar“, sem jafnframt er smiðja og fræðslusýning um Gerði. Á sýningunni og í smiðjunni „Stúd- íó Gerðar“ eru aðgengilegir sýning- artextar á veggjum og salnum er skipt hugvitsamlega upp í „herbergi“ í þeim tilgangi að varpa ljósi á ólíka þætti í listsköpun Gerðar Helgadótt- ur. Sýningarreynslan verður þannig eins og lítið ævintýri þar sem hægt er að hverfa á vit fortíðar og fá inn- sýn í vinnustofu Gerðar í París, og taka virkan þátt í sköpuninni. Þegar undirritaða bar þar að garði var ljóst að yngri kynslóðir sýningargesta höfðu ekki látið sitt eftir liggja. „Stúdíó Gerðar“ er metnaðarfull og vel heppnuð fræðslusýning og ekki spillir fyrir að hún er í aðalsal safns- ins (en ekki á neðri hæð, í hlið- arherbergi eða jafnvel skoti við stiga eins og oft er raunin með slíkt starf í listasöfnum hérlendis, þótt vandað sé). Á neðri hæð safnsins er svo áfram unnt að öðlast innsýn í list- sköpun Gerðar, m.a. með því að skoða þar tímalínu um feril hennar og horfa á heimildarmyndina Líf fyr- ir listina. Sýningin „Andvari“ er forvitnileg enda hafa verk Valgerðar Hafstað fremur sjaldan sést á sýningum hér- lendis. Hún var virk í íslensku listalífi þegar strangflatarlistin var áberandi á 6. áratug 20. aldar og má á sýning- unni sjá nokkuð af geómetrískum af- straktverkum sem hún vann með gvasslitum á pappír um miðbik þess áratugar. Verkin einkennast af form- rænni fjölbreytni, svífandi hreyfingu og léttleika sem er nokkuð ólík þeirri formfestu sem einkennir geómetrísk málverk margra kollega hennar hér á landi á sama tíma. Í afstrakt- málverkum frá 1959 sést hvar hún hefur horfið frá hreinum flötum og skýrum línum geómetríunnar, og sett í öndvegi túlkun birtunnar á ljóð- rænan hátt. Áhorfandinn verður hins vegar að geta í eyðurnar varðandi listsköpun Valgerðar á 7., 8. og 9. áratugnum því engin verk er að sjá frá þessu tíma- bili utan eins verks dagsetts 1988- 1990. Engin skýring er gefin á þessu. Stærsti hluti verkanna á sýningunni er frá 10. áratugnum auk verka frá upphafi 21. aldar og er óhlutbundið myndmál þar áfram í fyrirrúmi. Yngri verkin á sýningunni hafa til að bera pastelkennda mýkt þar sem áherslan er gjarnan á miðlægt, fern- ingslaga form (stundum húsaform), sem í verkum nr. 30-37 leiða hugann að ferningum í súprematisma rúss- neska listamannsins Malevich, eða þá að myndflöturinn skiptist upp í mörg form, oft ferninga. Verkin hanga gjarnan þétt saman á vegg en maður veltir fyrir sér hvort fínleg mýktin í myndum Valgerðar þarfn- ast ekki meiri nándar við áhorfand- ann og sýningarsals sem heldur bet- ur utan um þau en hinn víðáttumikli salur Gerðarsafns. Sýningarborð með skissum og módelstúdíum frá Parísarárunum skapar tilbreytingu í salnum en heildaryfirbragð sýning- arinnar er fulldauft og einhæft. Jón B.K. Ransu ritar texta í sýn- ingarskrá og bendir þar á að Val- gerður hafi, eins og ýmsir afstrakt- listamenn aðrir, verið áhugasöm um dulspeki og andlegar víddir tilver- unnar og er áhugavert að skoða sýn- inguna með það í huga. Hins vegar er ekki ljóst hvað hann á við þegar hann segir að með hliðsjón af áhuga Val- gerðar á esóterisma séu óhlutbundin verk hennar „ekki gerð fyrir list- arinnar sakir“, heldur séu þau hluti af löngu ferli innri könnunar. Þetta mætti skilja sem svo að listrænt gildi verkanna væri aukaatriði. En er list- sköpun ekki ávallt hluti af könn- unarferli á innri og ytri veruleika? Tengsl milli verkanna og hins and- lega eru gefin til kynna sem leið- arstef sýningarinnar í sýningartext- anum og raunar einnig með yfirskriftinni „Andvari“ – en þó er þessum tengslum ekki fylgt mark- visst eftir á sýningunni sjálfri. Sýningin á verkum Valgerðar nýt- ur á vissan hátt góðs af kraftinum sem stafar frá vinnustofu Gerðar en við samanburðinn vakna hins vegar spurningar, t.d. um það hvers vegna þar séu ekki einnig upplýsandi sýn- ingartextar á vegg (og ef til vill eins og ein mynd af Valgerði við iðju sína). Þótt ólíkar væru deildu Val- gerður og Gerður áhuga á óhlut- bundinni myndtjáningu og dulspeki auk sameiginlegrar reynslu í París. Þessi tengsl listamannanna eru ekki dregin fram í safninu en með því að upplýsa sýningargesti betur um þau, hefði óneitanlega kviknað líflegri samræða milli sýninganna tveggja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningin „Verkin einkennast af formrænni fjölbreytni, svífandi hreyfingu og léttleika sem er nokkuð ólík þeirri formfestu sem einkennir geómetrísk málverk margra kollega hennar hér á landi á sama tíma,“ segir rýnir um verk Valgerðar Hafstað (1930-2011). Sýningin er í Gerðarsafni í Kópavogi og lýkur á sunnudaginn kemur. Innsýn, útsýn Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Valgerður Hafstað – Andvari / Stúdíó Gerðar bbbmn Til 22. febrúar 2015. Opið þri.-su. kl. 11- 17. Aðgangur kr. 500. Börn og ung- menni yngri en 18 ára, aldraðir, örk- yrkjar, námsmenn: ókeypis. Frítt á mið- vikudögum. ANNA JÓA MYNDLIST Myndlistarmað- urinn Baldvin Einarsson stýrir ókeypis ör- námskeiðum í listmálun fyrir 14 ára og eldri í Hugmyndasmiðj- unni á Kjarvals- stöðum í dag og á morgun milli kl. 13 og 16. „Hugmyndasmiðjan er op- in smiðja fyrir alla. Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í mynd- list og gefa þeim tækifæri til að rannsaka hana og uppgötva,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Þar kemur einnig fram að námskeiðið sé sett upp í tengslum við vetrarfrí sem stendur yfir í flestum grunn- skólum þessa daga. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin. Ókeypis örnám- skeið í listmálun Kjarvalsstaðir. Ramona Harrison, fornleifafræðingur við City Univers- ity of New York (CUNY), og Árni Einarsson, dýravist- fræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, flytja erindi í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Land- nám Íslands í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands í dag kl. 16.30. Harrison segir frá fornleifarannsóknum á Siglunesi og í Hörgárdal og vitnisburði fornleifa þar um mannlíf á svæðinu á fyrsta skeiði Íslandsbyggðar. Árni segir frá 600 km af torfgörðum frá þjóðveldisöld sem fundist hafa, einkum í Þing- eyjarsýslu. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hvor fyrirlestur tekur um 20 mínútur í flutningi. Fornleifar frá landnámsöld Árni Einarsson Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Hrikalegir (Aðalsalur) Fös 20/2 kl. 21:00 Fös 27/2 kl. 21:00 Lau 28/2 kl. 21:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 22/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00 Martröð (Aðalsalur) Lau 21/2 kl. 21:00 Skepna (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 Síðasta sýning Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 26/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Stóra sviðið) Fim 26/2 kl. 19:30 Aukas. Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Aukasýningar á Stóra sviðinu. Karitas (Stóra sviðið) Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Allra síðustu sýningar. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 21/2 kl. 16:00 2.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.