Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Hátíðarhöld hófust í Kína og fleiri löndum í Asíu í gær í tilefni af því að nýtt ár, ár kindarinnar, er geng- ið í garð samkvæmt kínverska tímatalinu. Nýárið er mikilvægasta hátíð Kínverja og hún er einnig vorhátíð. Hundruð milljóna Kín- verja ferðast með flugvélum, lest- um eða bílum til átthaga sinna til að fagna nýju ári með fjölskyldum sín- um. Flestir fá frí frá vinnu í sjö daga vegna hátíðarinnar og nota tækifærið til að heimsækja vini og ættingja. Heimildir: Handbook of Chinese Horoscopes/Britannica/ThePeoplehistory.com/History.com/worldhistoryproject.org Ár kindarinnar 1955 Framleiðsla hefst á fyrstu gervidemöntunum 1967 Fyrsta tölublað tímaritsins Rolling Stone gefið út Hjarta grætt í mann í fyrsta skipti 1979 Margaret Thatcher varð forsætisráðherra SonyWalkman-spilari á markað Disneyland opnað í Kaliforníu AtburðirFólkKínverska tímatalið Julia Roberts (leikkona, fædd 1967) 1991 Lög um kynþáttaaðskilnað afnumin í Suður-Afríku Sovétríkin leystust upp eftir afsögn Gorbatsjovs 2003 Innrás í Írak undir forystu Bandaríkjahers Fyrsta mannaða geimferð Kínverja 800 manns létu lífið af völdum bráðalungnabólgu (HABL eða SARS) Bandaríska geimferjan Columbia sprakk í loft upp Kindin 2015 2017 2019 2023 2021 2025 2016 2018 2026 2020 2022 2024 Robert de Niro (leikari, 1943) Mick Jagger (tónlistarmaður, 1943) ChowYun Fat (leikari, 1955) Zhang Ziyi (leikkona, 1979) Míkhaíl Gorbatsjov (síðasti forseti Sovétríkjanna, 1931) Jane Austen (rithöfundur, 1775-1817) Mark Twain (rithöfundur, 1835-1910) Bill Gates (auðkýfingur, 1955) AFP Kindamynd Kona tekur mynd af sér við kindaskreytingu í Hong Kong. Ár kindar- innar hafið Enköping. AFP. | Mjólkurbændur í Svíþjóð eiga á brattann að sækja vegna minni mjólkurneyslu Svía og deilna við keppinauta fyrir dóm- stólum. Peter Engvall, 59 ára bóndi, rek- ur 100 kúa bú nálægt Enköping en hann segir að þær séu ekki jafn- miklar mjólkurkýr í efnahagslífinu og þær voru áður. „Tekjurnar eru næstum aldrei nógu miklar til að borga reikningana,“ sagði hann við fréttamann AFP á köldum vetrar- degi nýlega. Á sér færri málsvara Mjólkurneyslan hefur verið til- tölulega stöðug í flestum löndum Evrópusambandsins en í Svíþjóð hefur hún minnkað um tæpan helm- ing frá árinu 1980. Mataræði Svía hefur breyst á þessum tíma, færri drekka mjólk með matnum og mál- svarar hennar virðast hafa þagnað. Sænskir neytendur höfðu litla samúð með hagsmunasamtökum sænskra mjólkurframleiðenda á síð- asta ári þegar þau höfðuðu mál gegn keppinaut mjólkurfyrirtækja vegna auglýsingar þar sem sagt var að af- urð hans væri „gerð fyrir menn“, ólíkt mjólk. „Það er ekki langt síðan því sem næst allir hefðu komið mjólkinni til varnar,“ sagði Håkan Jönsson, þjóð- háttafræðingur við Lundarháskóla. „Nú hefur þetta snúist við. Samtök mjólkurframleiðendanna teljast til ráðandi afla, litið er á þau sem Golí- at sem berji á Davíð.“ Jönsson segir að mjólkurframleið- endur hafi notið mikillar velvildar í Svíþjóð megnið af öldinni sem leið. Samtök með aðild mjólkurbænda, mjólkurfyrirtækja, lækna, skóla- stjórnenda og fleiri Svía voru stofn- uð árið 1923 til að beita sér fyrir aukinni mjólkurneyslu og sjö árum síðar drukku nánast allir Svíar mjólk með matnum, nokkrum sinn- um á dag, að sögn Jönssons. Mjólkin var álitin mikilvægur þáttur í hollu mataræði. Nýrri ráðleggingu mótmælt Afstaða Svía til mjólkurinnar virðist hafa breyst. Vísindamenn við Uppsala-háskóla komust að þeirri niðurstöðu í rannsókn, sem birt var í október, að mikil mjólkurneysla virtist auka líkur á beinbrotum og þeir sem drykkju mikið af mjólk virtust lifa skemur en viðmiðunar- hópurinn. Í nýjum ráðleggingum sem Mat- vælastofnun Svíþjóðar birti í nóv- ember sl. er mælt með því að fólk drekki ekki meira en eitt eða tvö glös af mjólk á dag. Samtök mjólkurframleiðenda mótmæltu þessari ráðleggingu. Mjólkurneyslan minnkaði um 20% á árunum 2002 til 2012, samkvæmt gögnum frá Landbúnaðarstofnun Svíþjóðar, Jordbruksverket. „Þetta tengist áhyggjum fólks af mataræði almennt,“ sagði Maja Nordström, sérfræðingur samtaka mjólkurframleiðendanna í rann- sóknum á mjólkurneyslu. „Á maður að leyfa börnunum sínum að borða sykur? Á maður að borða kjöt, eða velja fisk? Það er eðlilegt að fólk velti þessum spurningum fyrir sér.“ „Það er augljóslega ekki í tísku að drekka mjólk á veitingastöðum,“ sagði Engvall. „En hún er nátt- úruleg afurð þrátt fyrir allt, það er að minnsta kosti ekki hættulegt.“ Hann kveðst þó ekki vera bjart- sýnn á að hagur sænskra bænda batni, mjólkin sé í vörn en ekki sókn. „Það er merki um að eitthvað mikið hafi breyst.“ AFP Barningur Peter Engvall gefur kúnum í fjósi sínu nálægt Enköping. Mjólkurneyslan í Svíþjóð hefur minnkað um tæpan helming frá árinu 1980. Mjólkurneyslan hefur minnkað um tæpan helming  Sænskir mjólkurbændur eiga erfitt uppdráttar vegna breyttra neysluhátta Tennur sæ- snigilsins, sem tilheyrir lindýr- um og finnst víða við strendur í Evrópu, gætu verið úr sterk- asta náttúrulega efninu, sem vitað er um. Frá þessu var greint í vís- indagrein í tíma- ritinu Interface í gær. Höfundar greinarinnar segja að verði hægt að líkja eftir efninu í tönnunum í rannsóknarstofum gæti það nýst í fyllingar í skemmdar tennur, skotheld vesti og til fram- leiðslu bíla og flugvéla í framtíð- inni. „Hingað til hefur verið talið að silkiþráður kóngulóarinnar væri sterkasta lífræna efnið,“ sagði Asa Barber, vísindamaður við Ports- mouth-háskóla í Englandi og fyrsti höfundur greinarinnar. „Nú höfum við komist að því að tennur sæ- snigilsins sýna styrkleika, sem gæti verið meiri.“ Sæsnigillinn, sem ber latneska heitið patella vulgata, notar tenn- urnar til að skrapa þörunga til átu af klöppum. Tennurnar þurfa því að þola mikið álag. Öflugar tennur sæsnigils gætu nýst á ýmsan hátt Sæsniglar Efni í ofurfyllingar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.