Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 65
65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015
Stofuloftið Salurinn tekur 150 manns í sæti.
gott að borða. Flestir þekkja Frið-
arsúlu Yoko Ono, en færri vita að
á vesturhluta eyjarinnar eru verk
eftir bandaríska skúlptúrlista-
manninn Richard Serra. Þar er
einstaklega fallegt að ganga um,
spá og spekúlera út frá verkum
hans.
Í Viðey upplifir fólk friðsæld og
vellíðan, sem hefur tvímælalaust
jákvæð áhrif þegar kemur að
löngum fundasetum og mik-
ilvægum ákvarðanatökum. Á
sumrin gefst sérstaklega gott
tækifæri fyrir hópa til að hristast
saman með hópefli, eða með
göngu um eyjuna undir leiðsögn,
og enda svo á kvöldverð í Viðeyj-
arstofu. Það má heldur ekki
gleyma því að það er skemmtun í
sjálfu sér að sigla yfir Kollafjörð-
inn, sérstaklega ef tekin er ferjan
frá gömlu höfninni í Reykjavík, þá
er þetta um 15 mínútna falleg
sigling. Oftast er þó farið frá
Skarfabakka, þar eru næg bíla-
stæði og ferðin tekur eins og áður
sagði aðeins fimm mínútur.“
Erlendir gestir
Reykjavíkurborg fékk Viðeyj-
arstofu að gjöf frá íslenska ríkinu
á 200 ára afmæli borgarinnar árið
1986. Hófst þá mikil uppbygging á
húsinu sem tók tvö ár, að sögn
Ágústu. „Viðeyjarstofa var opnuð í
núverandi mynd 1988 og þar hefur
verið veitingarekstur æ síðan,
ásamt því að húsnæðið hefur verið
leigt út fyrir fundi, veislur, mót-
tökur og annað slíkt. Húsgögnin
voru endurnýjuð árið 2008 og þá
var lögð áhersla að velja íslenska
hönnun, í stað þeirrar dönsku sem
varð fyrir valinu 20 árum fyrr.“
Aðspurð segir Ágústa vinsælt
að boða erlenda gesti á fundi og
ráðstefnur í Viðey. „Útlendingar
eru sérstaklega áhugasamir um
Friðarsúluna og ástæðu þess að
Yoko Ono valdi listaverki sínu
stað í Viðey. Erlendu gestirnir
heillast af friðsældinni og útsýninu
til allra átta, það kemur þeim á
óvart hve mikið líf var í eyjunni
fyrr á öldum og hve mikil saga
býr í Viðey.“
Gamla skólastofan
Á neðri hæð Viðeyjarstofa eru
tvö fundaherbergi, sem hvort um
sig rúma um 20 manns, og á efri
hæð, stofuloftinu, er 150 manna
salur. „Jafnframt nýtist Gamla
skólahúsið vel undir fundi og ráð-
stefnur; það var reist árið 1928 og
heyrði skólinn undir Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi, enda til-
heyrði Viðey þá Seltjarn-
arneshreppi.
Gamla skólahúsið er í austur-
hluta eyjarinnar, í um það bil 15-
20 mínútna göngufjarlægð frá
bryggjunni; þar er ekki netteng-
ing og það hentar vel þeim sem
vilja enga truflun. Í Gamla skóla-
húsinu eru tvö stór rými sem
hvort um sig rúma um 25 manns,
annars vegar er um að ræða
gömlu skólastofuna og hins vegar
íþróttasalinn. Þar er útigrill sem
hægt er að nota ef vill og rústir
þorpsins frá tímum Milljónafélags-
ins eru steinsnar frá skólahúsinu.“
Gallery Restaurant-Hótel Holt
annast veitingaþjónustu í Viðeyj-
arstofu og er hægt að leigja húsið
til fundarhalda með veitingum.
„Boðið er upp á fjölbreyttan mat,
allt frá léttum kaffiveitingum yfir
í margrétta málsverði. Hægt er að
sníða veitingar og þjónustu að
þörfum hvers og eins hóps. Starfs-
fólkið hefur mikla reynslu af því
að halda utan um ýmsa viðburði,
stóra sem smáa, og funda- og ráð-
stefnugestir verða ekki sviknir af
þjónustu þeirra.“
Spurð nánar út í siglingar út í
Viðey segir Ágústa fyrirtækið
Eldingu halda uppi reglulegum
áætlunarferðum út í eyjuna allt
árið um kring. „Á sumrin er siglt
á hverjum degi en á veturna að-
eins um helgar. Hægt er að nálg-
ast siglingaráætlunina, ásamt öll-
um frekari upplýsingum, á
videy.com. Hins vegar er mjög al-
gengt að hópar vilja fara út í eyju
utan hefðbundins áætlunartíma og
þá er lítið mál að panta ferju hjá
Eldingu. Við eigum í mjög góðu
samstarfi við fyrirtækið, þau eru
afar liðleg og reyna að verða við
öllum óskum viðskiptavina.“
Náttúruperla Viðey í
allri sinni dýrð.