Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Hallur Már Hallsson Viðar Guðjónsson Gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu lætur á sjá og hafa ökumenn víða borið tjón vegna holna í götum auk þess sem myndast hafa rásir í göt- unum sem skapað hafa hættulegar aðstæður þegar vatn safnast fyrir í þeim. Ábyrgð á gatnakerfinu á höf- uðborgarsvæðinu skiptist á milli Vegagerðarinnar sem sér um rekst- ur stofnæða og sveitarfélaganna sem sjá um viðhald annarra gatna. Við- varandi fjársvelti og óvenju óhag- stæðum veðrabrigðum er um að kenna, að sögn viðmælenda Morgun- blaðsins. Meira fjármagn veitt Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs hjá Reykja- víkurborg, segir að búast megi við því að aðgerðir til lagfæringa á gatnakerfinu verði kostnaðarsamar. „Þegar er verið að gera við holur þegar færi gefst en það er erfitt í þessu rysjótta veðurfari,“ segir Hjálmar. Hann segir að ákveðið hafi verið að geta úttekt á gatnakerfinu, á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. „Ef það er eins og útlit er fyrir, að gatnakerfið sé óvenju slæmt, þá kemur auðvitað til greina að finna meira fjármagn í þessar aðgerðir sem þarf að fara í,“ segir Hjálmar. Hann segir að það verði gert með forgangsröðun í þágu gatnakerfisins. Spurður hvort aðstæður á götum séu ekki afleiðing af áralöngu fjársvelti, bendir Hjálmar á að fyrir fjórum ár- um hafi borgin misst um 20% af tekjum sínum og því hafi þurft að spara við viðhald gatna sem og ann- ars staðar í borgarkerfinu. „Því verð- ur ekki breytt og núna þarf að bregð- ast við ástandinu og það er fullur vilji til að gera það,“ Hjálmar. 100 milljónir til bráðabirgða Hann segir að gera megi ráð fyrir því að kostnaðurinn verði mikill. „Auðvitað þarf að vinna þetta upp og það hefði verið gott að hafa nægt fjármagn, en það var ekki þannig að okkar mati,“ segir hann. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri gatna og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að tveir til þrír vinnuflokkar séu til taks til þess að fylla upp í holur ef ábendingar berast. Segir hann að reynt sé að bregðast við samdægurs. Að öðrum kosti geti borgin skapað sér skaðabótaskyldu. „Á milli áranna 2014 og 2015 var bætt við 100 millj- ónum króna til að reyna að bæta ástandið,“ segir Ámundi. Hann segir að þörf sé á hundruðum milljóna króna til þess að klára gagngerar endurbætur á kerfinu. „Við myndum alveg vilja fá eins og 100 milljónir í viðbót núna og ef það fengist þá gæt- um við tímabundið nálgast einhvers konar ásættanlegt ástand,“ segir Ámundi. Leggja þarf í mikinn kostnað  Gatnakerfið er víða slitið á höfuðborgarsvæðinu  Þörf er á auknu fjármagni í Reykjavík til að kom- ast fyrir versta vandann  Úttekt verður gerð  Tjónþolar fá sjaldan bætur vegna holuskemmda Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi leitað til sam- takanna til að kanna réttarstöðu sína eftir að mbl.is vakti athygli á slæmu ástandi gatnakerfisins. Fram kemur á mbl.is að á laugar- daginn sprungu dekk á sjö bílum með skömmu millibili í sömu hol- unni á Vesturlandsvegi á leið aust- ur gegnt Nóa-Siríusi. Frá áramót- um hafa 30 ökumenn tilkynnt Vegagerðinni tjón á bílum vegna skemmda í vegum, langflest á höf- uðborgarsvæðinu. „Við höfum bent fólki á að mikilvægt sé að taka myndir af aðstæðum og kalla til lögreglu ef tjón verður vegna bóta- skyldu,“ segir Runólfur. Vegagerðin og Reykjavíkurborg tryggja gatnakerfið hjá Sjóvá. Guð- mundur Magnússon, trygginga- ráðgjafi hjá Sjóvá, segir að trygg- ingafélagið sé ekki bótaskylt fyrir gatnaskemmdum af þessu tagi nema of langur tími líði á milli þess sem tilkynnt er um skemmd áður en viðgerð fer fram. Hann segir engar viðmiðunarreglur um það hver sá tími er. „Við höfum bætt einhver tjón en í flestum tilfellum hefur ekki verið vitað um aðstæður á tjónstað þegar tjónið átti sér stað,“ segir Guðmundur. Morgublaðið/Júlíus Sigurjónsson Djúp rák Á Vesturlandsvegi er djúp rák sem myndast hefur vegna slits á götunni. Vegagerðin segir að nokkra tugi milljóna kr. þurfi til bráðabirgða. Sjö sprungin dekk vegna sömu holu  Sjóvá ekki bótaskylt í flestum til- fellum  Margir hafa leitað til FÍB Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar, sagði í samtali við mbl.is að slæmt ástand stofnæða á höfuðborgarsvæðinu væri afleiðing fjársveltis frá rík- inu eftir hrun. Þó hefði 850 millj- óna króna aukaframlag verið sett til viðhalds á vegakerfinu í heild í ár. Skemmdirnar sem í ljós hefðu komið að undanförnu hefðu hins vegar verið meiri en búast mátti við. Hann segir ómögulegt að meta nákvæmlega kostnaðinn sem til þarf, en hann hlaupi á hundruðum milljóna króna. Ljóst sé að það taki nokk- ur ár að koma vegakerfinu í gott horf. „Ég myndi telja að það þurfi nokkra tugi milljóna kr. til að setja ástandið tímabundið í ásættanlegt horf á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Hreinn. Nokkur ár að bæta kerfið TUGMILLJÓNA ÞÖRF Morgunblaðið/Júlíus Sæbraut Við Sæbraut hafa myndast djúp för vegna ónógs viðhalds. Hættu- legt ástand getur skapast þegar vatn fyllir förin og veggrip minnkar. Morgunblaðið/Júlíus Djúpar holur Víða um borgina má sjá götuskemmdir líkar þeim holum sem hér má sjá á Flókagötu. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Nýtt frá Van Asch!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.