Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Heimskautasetur verður opnað á Akureyri síðar á árinu. Þar verða sýningar um líf og atvinnuhætti á norðurslóðum, um sókn mannsins að norðurpólnum og ferðir á og yfir Grænlandsjökul.    Heimskautasetrið er í einka- eigu en verður rekið í samstarfi við Heimskautaréttarstofnunina, sjálf- stæða rannsóknar- og fræðslustofn- un sem starfrækt er við Háskólann á Akureyri. Formaður stjórnar henn- ar er Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri.    Hús hefur verið keypt undir heimskautasetrið; það verður í Strandgötu 53, neðst á Oddeyri, steinsnar frá bryggjunum þar sem skemmtiferðaskip koma að landi yfir sumarið. Síðast var veitingastaður- inn Oddvitinn í húsinu.    Eigendur heimskautasetursins eru nú þegar komnir með efni á fjór- ar eða fimm sýningar sem settar verða upp í húsinu. Einnig verða þar farandsýningar og hefur þeim verið boðið ýmislegt mjög spennandi að sögn, en ekki tímabært að greina nánar frá því að svo stöddu.    Stefnt er að því að opna heim- skautasetrið á Akureyrarvöku, síð- sumars.    Litskrúðugar furðuverur voru áberandi á Akureyri fyrir hádegi í gær, enda jafnan haldið upp á ösku- daginn með bravör norðan heiða. Mikið var sungið og að sögn versl- unarmanna var lagið Í síðasta skipti, sem Friðrik Dór flutti í Söngkeppni sjónvarpsins, langvinsælast. Sumir fullyrtu að níu af hverjum tíu ösku- dagsliðum hefðu sungið það lag.    Söngkeppni fór að vanda fram á verslunarmiðstöðinni Glerártorgi og í Hamraborg, stóra salnum í menn- ingarhúsinu Hofi, blésu Menningar- félag Akureyrar og sjónvarpsstöðin N4 til hæfileikakeppninnar Gott tal- ent … Á báðum stöðum var mjög fjölmennt.    Verkefnið TA togvélar hlaut fyrstu verðlaun, eina milljón króna og ráðgjafartíma frá KPMG, á at- vinnu- og nýsköpunarhelgi sem fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Að verkefninu stendur Gísli Steinar Jóhannsson.    TA togvélar snýst um að hanna tölvustýrða togvél til að draga t.d. snjóbrettafólk áfram með meiri ná- kvæmni „og gera þannig kleift að ná mun flóknari stökkum en áður og af meira öryggi. Þannig opnast einnig möguleiki á notkun snjóbretta þar sem ekki eru skíðalyftur og ódýrari kostur á fjölbreyttari útiveru“, segir í frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri en samkoman fór fram innan veggja skólans.    Að sögn skipuleggjenda tókst helgin vel og mörg metnaðarfull verkefni voru kynnt. Margir hófu leik á föstudag en á sunnudag voru 14 hugmyndir kynntar fyrir dóm- nefnd og fimm verðlaunaðar.    Önnur verðlaun hlaut verkefnið Rabarbaraverksmiðja sem er hug- mynd Eddu Kamillu Örnólfsdóttur. Verkefnið hlaut 400.000 krónur í verðlaun, auk ráðgjafartíma frá KPMG. Verkefnið snýst um að auka rabarbaraframleiðslu í landinu í því skyni að draga úr innflutningi á rab- arbara, auk þess að hefja útflutning á íslenskum rabarbara.    Þriðju verðlaun hlaut verkefnið Speni sem er hugmynd Halldórs Karlssonar sem snýst um að aðstoða bændur við heimaframleiðslu á mjólkurafurðum með færanlegu mjólkurbúi. Verkefnið Orðflokka- greiningarforrit hlaut hvatningar- verðlaunin í ár en þar er Sigurður Friðleifsson á ferð með forrit sem ætlað er að gera orðflokkagreiningu meira spennandi og skemmtilegri en hún er í dag.    Samkomulag Akureyrarbæjar og Markaðsstofu Norðurlands um flugklasann – Air66N – var endur- nýjað í vikunni. Markmiðið með því er að komið verði á reglulegu milli- landaflugi til og frá Akureyri sem stuðla mun að fjölgun ferðamanna á Norðurlandi. Akureyrarbær styður við markaðsstarf í þessu skyni til ársins 2017. Í ár leggur bærinn fram níu milljónir króna í þessu skyni.    Sýning á verkum Lárusar H. List, Álfareiðin, verður opnuð í vest- ursal Listasafnsins á Akureyri. Lár- us hefur haldið liðlega 20 einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Hann vinnur aðallega með olíu og akríl á striga.    Sýning Lárusar verður opin kl. 12-17 til fimmtudags 26. febrúar og lýkur þá formlega með lokunarteiti! Þetta er hluti af röð átta vikulangra sýninga sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars.    Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, opnar sýninguna Strange fruit í Flóru á Akureyri á laugardaginn. Jonna fæddist árið 1966 og útskrif- aðist úr málunardeild Myndlistar- skólans á Akureyri vorið 1995. „Í ár eru 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt, og er Strange fruit tilvitnun í það óréttlæti og van- virðingu sem konur máttu þola. Víða um heim eru konur enn réttinda- lausar og búa við ofríki karla,“ segir í tilkynningu.    Grínistinn Pétur Jóhann Sigfús- son verður með sýningu á Græna hattinum í kvöld; Pétur Jóhann óheflaður kallar hann sýninguna.    Ljótu hálfvitarnir verða með tón- leika á Græna hattinum bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Uppselt er á þá seinni. Fjölbreytt heimskautasetur í bígerð Morgunblaðið/Skapti Gleði Litskrúðug og fjörug ungmenni voru áberandi á Akureyri í gær. Mikið var sungið og töluvert borðað! Morgunblaðið/Skapti Heimskautasetur Sýningar um líf og atvinnuhætti á norðurslóðum verða í Strandgötu 53, neðst á Oddeyri. Þar var síðast veitingastaðurinn Oddvitinn. Karl Guðmundsson á Akureyri var kjörinn listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra að þessu sinni. Var af því tilefni haldin móttaka í Listasafninu á Akureyri á þriðju- daginn þar sem Karli var afhent við- urkenningarskjal og hann hlaðinn blómum. Kalli hefur fengist við listsköpun frá unga aldri, fyrst með aðstoð og síðan í samstarfi við Rósu Kristínu Júlíusdóttur myndlistarmann og kennara. Leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Kalli var fimm ára og varð nemandi Rósu Kristínar í Myndlistarskólanum á Akureyri. Fyrst var efnt til Listar án landa- mæra á Evrópuári fatlaðra 2003 og hefur hátíðin verið haldin árlega síð- an. Síðustu árin hafa listafólk og hópar frá Norðurlöndunum óskað eftir samstarfi og komið til Íslands og sýnt verk sín á hátíðinni og við- burðum fjölgar ár frá ári. Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. „Við vilj- um koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks,“ segir á heimasíðu hátíðarinnar. Kalli Karl Guðmundsson með viðurkenningarskjalið og blómin í vikunni. Kalli valinn listamaður Listar án landamæra www.kalli25.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.