Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 93

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 93
MENNING 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Teiknimyndabókin „Jesus og Mo“ kemur út í Danmörku á morgun. Út- gáfan er sérstök að því leyti að hvorki höfundur né útgefandi leggja nafn sitt við bókina. „Útgefandi þor- ir ekki að tengja nafn sitt við nýja Múhameðs-háðsádeilu,“ sagði í fyr- irsögn á viðtali við höfundinn í blaðinu Berlingske Tidende í vik- unni. Í blaðinu Politiken var daginn eftir bent á að það væri ekki það eina, sem væri sérstakt við málið, því að nafn höfundar greinarinnar kom ekki heldur fram. Breski teiknarinn hefur í tíu ár teiknað myndir af félögunum Jesú og Mó. Teiknaranum hefur oft verið hótað á heimasíðunni þar sem teikn- ingarnar birtast. Eftir árásina á rit- stjórn franska blaðsins Charlie Hebdo í byrjun janúar var ákveðið að nöfn þýðanda og útgefanda dönsku útgáfunnar myndi ekki held- ur koma fram. Árásin í Kaupmanna- höfn um helgina hefur ugglaust styrkt þá ákvörðun. Fólk er hrætt og vart um sig Menningarritstjóri og ritstjóri Berlingske Tidende vildu ekki ræða við fjölmiðla hvers vegna greinin hefði verið nafnlaus. Palle Weis, menningarritstjóri Jyllands-Posten, segir í Politiken að þetta sé „sorg- leg“ þróun. „Þetta segir sitt um að fólk er hrætt og vart um sig þegar það skrifar svona fréttir þessa dagana,“ segir hann. „Þetta er ekki bara skömm heldur sorglegt að svo sé komið. Ég get skilið að menn vilji nú vera sérstaklega varkárir, en þetta er ekki leiðin fram á við. Ég vona að við munum ekki sjá meira af þessu.“ Weis segir að Jyllands-Posten hafi ekki íhugað að fjarlæga nöfn blaðamanna af fréttum. Hins vegar hafi verið rætt hvernig ætti að skreyta frétt blaðsins um bókina, hvort sýna ætti kápu hennar eða nota teikningar úr henni. Jyllands-Posten birti ekki teikn- ingar úr Charlie Hebdo eftir árásina í París, en það gerðu Berlingske, Politiken og Information. Á morgun kemur einnig út í Dan- mörku bókin „Den bedste bog“ eftir Kåre Buitgen. Þar er Múhameð lýst sem drukknum hafri, sem stelur ljóðum frá ókunnugum og verður móðgaður þegar hann er gripinn. Buitgen var í lykilhlutverki þegar teikningarnar af Múhameð spá- manni birtust í Jyllands-Posten á sínum tíma. Þegar enginn vildi myndskreyta barnabók Buitgens um Múhameð af ótta við viðbrögðin ákvað Jyllands-Posten að efna til samkeppni um teikningar af Mú- hameð til að kanna mörk sjálfs- ritskoðunar. Hin nýja bók Buitgens er án teikninga. kbl@mbl.is Varkárni í skrifum um Múhameð  Nafnlaus útgáfa í Danmörku Án nafns Teikningar úr Jesus og Mo sem kemur út í Danmörku á morgun. fimmta bekk hafði móðir hans ann- ast heimakennslu fyrir drenginn. Drengurinn fer í skólann og þar gengur sannarlega á ýmsu og ekki rétt að fara of vandlega ofan í sögu- þráðinn því eitthvað verða lesendur nú að eiga eftir. Undur eftir Palacio vekur upp góðar og gildar spurningar í huga manns, spurningar á borð við hvers virði er vináttan? Hvað er vinátta í raun og veru og hvað eru óhörðnuð börn reiðubúin til þess að leggja á sig til að öðrum börnum líki við þau? Það er ekki sjálfgefið að einhver fórnarkostnaður fylgi vináttu en í sumum tilvikum er það svo og þá út- heimtir vináttan sitt, jafnvel blóð svita og tár. Í heildina litið er Undur grjótmögnuð saga um fegurð fjöl- breytileikans og er ein þeirra bóka sem skilja mikið eftir sig í kolli les- enda. Þá á ég ekki síst við lærdóm og dýpri skilning á því margbreytilega sem býr fyrir innan ásjónu hvers manns. Ljósmynd/Russell Gordon Fjölbreytileiki „Í heildina litið er Undur grjótmögnuð saga um fegurð fjöl- breytileikans og er ein þeirra bóka sem skilja mikið eftir sig í kolli lesenda,“ segir m.a. um Undur eftir R.J. Palacio sem hér sést. Maillol-safnið í Parísarborg, Musée Maillol, var ekki opnað fyrir gestum eftir liðna helgi og samkvæmt The Art Newspaper hefur stjórn félags- ins sem rekur það óskað eftir því að það verði tekið til gjaldþrotaskipta. Safnið sé á hausnum vegna minnk- andi aðsóknar og sívaxandi skulda. Musée Maillol var opnað fyrir 20 árum og helgað list skúlptúristans Aristide Maillol (1861-1944). Stofn- andinn var listmunasalinn Dina Vierny sem var á árum áður módel og músa listamannsins. Metnaðarfullar sýningar hafa ver- ið settar upp í safninu gegnum árin. Eftir andlát Vierny fyrir sex árum réð sonur hennar að safninu ítalskan stjórnanda sem setti fyrst upp sýn- ingar sem vöktu athygli, meðal ann- ars með verkum eftir Botticelli og Veronese. Árið 2012 setti stjórnand- Musée Maillol lokað og gjaldþrotaskipta óskað Safnið Musée Maillol hefur verið til húsa í virðulegri byggingu í París. inn síðan upp tvær sýningar með verkum meistaranna Artemisia Gen- tileschi og Canaletto sem voru harð- lega gagnrýndar, með annars vegna orðróms um að ekki væru öll verkin eftir listamennina. Síðan hefur að- sókn að safninu farið minnkandi, skuldir aukist og hefur safninu nú verið lokað um óákveðinn tíma. Miðvikudaginn nk., 25. febrúar, mun fara í loftið glænýr þáttur bandarísku gam- ansyrpunnar Modern Family sem er ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var allur tekinn upp á iPhone síma. Á vefsíðu New York Times segir meðal annars að nálgunin sé eins- konar ádeila á fjölskyldulíf banda- rísku miðstéttarinnar. Þátturinn, sem ber nafnið „Connection Lost“, er að sögn Steve Levitan, framleið- anda þáttarins, meðal annars inn- blásinn af stuttmyndinni Noah í leikstjórn Walters Woodman og Patricks Cederberg. Tekinn upp á iPhone Góður Ty Burrell leikur í þáttunum. 48 RAMMA E.F.I -MBL Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýra- mynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore 2 VIKUR Á TOPPNUM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.