Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 91
91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Sverrir ræða um verk sín og sitja fyrir svörum. Umræðunum stýrir Ásgrímur Sverrisson. Þá fer einnig fram stuttmyndakeppni á hátíðinni, keppt um verðlaunin Sprettfisk, og þannig mætti áfram telja. Áhersla á evrópskar myndir Ása segir aðaláhersluna á fyrstu Stockfish-hátíðinni lagða á evr- ópskar, listrænar kvikmyndir. En hverjar eru í öndvegi, eru ein- hverjar aðalmyndir? Ása segist geta nefnt nokkrar forvitnilegar sem dæmi um það sem hæst ber á dag- skránni. „Þar ber fyrst að nefna opnunar- myndina, Flugparken eða Flugna- garðinn. Við bjóðum Sverri Guðna- syni, hinum íslenska leikara sem er að gera það gott í Svíþjóð, á hátíð- ina. Hann mætir ásamt leikstjóra myndarinnar, Jens Östberg og 20. febrúar [á morgun, innsk.blm.] sitja þeir fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar,“ segir Ása. Sverrir hlaut 26. janúar sl. verðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar, Guldbag- gen, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Ása nefnir fleiri merkilegar myndir, m.a. bandarísku hryllings- myndina A Girl Walks Home Alone At Night, vampírumynd eftir Ana Lily Amirpour. Sögusvið hennar er „Vondaborg“ þar sem allir tala pers- nesku þótt þeir séu klæddir eins og Hollywood-stjörnur sjötta og sjö- unda áratugarins, eins og segir á vef Stockfish. Dularfull og blóðþyrst stúlka hittir þar Drakúla og verður ástfangin af honum. Vandinn er sá að þar fer ekki sjálfur Drakúla greifi heldur ungur maður nýkom- inn af grímuballi. Ása segir Am- irpour hafa fjármagnað myndina með hópfjáröflun á netinu og hún sé dæmi um það hvernig landslagið hefur breyst á undanförnum árum þegar kemur að framleiðslu og fjár- mögnun kvikmynda. Í þriðja lagi nefnir Ása kvikmynd norska leikstjórans Bent Hamer, 1001 Gram. Hamer er einn af heið- ursgestum hátíðarinnar og mun sitja fyrir svörum að loknum sýn- ingum á myndinni á morgun kl. 18 og á laugardaginn kl. 15.45. Myndin var framlag Noregs til Óskarsverð- launanna í ár. „Þetta er mjög áhugaverð mynd um hvernig hægt er að mæla kílógrammið, þar sem ástir, sorg og örlög koma við sögu í þeim mælingum,“ segir Ása. Af öðrum áhugaverðum myndum má svo nefna fyrstu kvikmynd Jean- Luc Godard í þrívídd, Goodbye to Language 3D, eða Bless tungumál 3D. „Þetta er mjög sérstök upplifun, að sjá þessa mynd í þrívídd og sjá þennan meistara kljást við þetta form,“ segir Ása. Blethyn, Bouchareb, Benedikt Síðast en ekki síst ber að nefna komu ensku leikkonunnar Brendu Blethyn og leikstjórans Rachid Bouchareb sem er Frakki af als- írskum ættum. Blethyn hefur tvisv- ar verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og leikið í tveimur kvikmyndum Bo- ucharebs og þrjár myndir Bouch- areb hafa verið tilnefndar til Ósk- arsins sem besta erlenda kvik- myndin. Á mánudaginn, 23. febrúar kl. 16, munu þau standa fyrir mast- erklassa sem Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, leiðir. „Þau taka m.a. fyrir hvernig leikarar velja hlutverk sín, hvernig þeir vinna með leikstjóranum, hvernig leikstjór- arnir vinna traust leikara og hvern- ig þeir móta saman persónur upp úr handriti,“ segir Ása og bætir við að skemmtilegt sé að fá Benedikt í verkið þar sem hann hafi verið í báðum hlutverkum, þ.e. leikara og leikstjóra, og þekki því vel til um- fjöllunarefnis þeirra Bouchareb og Blethyn. Masterklassinn fer fram í Sal 1 í Bíó Paradís. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á stockfishfestival.is. Vampíruást Stilla úr A Girl Walks Home Alone at Night. brandara til að ná athygli fólks. Spurður að því hvaða mistök hann sjái ítrekað hjá handritshöf- undum nefnir Jech sem dæmi að þeim hætti til að gleyma áhorf- endum við skrifin. „Þetta snýst ekki bara um að trúa því að maður sé að skrifa eitthvað stórfenglegt heldur líka að kynna það fyrir áhorfendum þannig að þeir skilji það. Önnur algeng mistök eru að laga persónurnar of mikið að sög- unni, ráðskast með þær þannig að þær verða ótrúverðugar. Höfund- arnir vilja koma sögunni á fram- færi og laga persónurnar að henni.“ Erfitt að skrifa handrit – Ef persónurnar eru ótrúverð- ugar nýtur maður ekki mynd- arinnar … „Já, algjörlega. Það er að stóru leyti ástæðan fyrir því að fólk nýt- ur ekki kvikmyndar, fær ekkert út úr henni og getur ekki lifað sig inn í hana. Stór hluti þess að njóta kvikmyndar er að verða hluti af lífi annarra og læra eitthvað af því. Að gleyma sér í þeim heimi og fá eitt- hvað út úr því. Þetta gleymist stundum því það er mjög erfitt að skrifa handrit, það er marglaga vinna og hluti hennar er afar stærðfræðilegur og getur náð yf- irhöndinni eða gleymst. Maður þarf að finna jafnvægið milli þessara ólíku þátta,“ segir Jech að lokum. VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is ÍS L E N SK A SI A .I S N A T 71 68 2 02 /1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.