Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 90
90 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Stockfish - evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stockfish – evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag í Bíó Para- dís og stendur til og með 1. mars. Á henni verða sýndar yfir 30 kvik- myndir sem hlotið hafa mikla at- hygli á kvikmyndahátíðum víða um heim og þekktir verðlaunaleik- stjórar og -leikarar verða heið- ursgestir og sitja fyrir svörum að loknum sýningum mynda sinna. Þá verður boðið upp á fjölbreytta við- burði, fyrirlestra og vinnustofur sem tengjast hátíðinni og kvik- myndagerð. Stockfish (enska heitið yfir skreið) er ný hátíð og byggir á grunni Kvikmyndahátíðar í Reykja- vík sem stofnað var til árið 1978, að sögn Ásu Baldursdóttur, dagskrár- stjóra Bíó Paradísar. „Við erum að endurvekja þessa gömlu hátíð og núna undir nýju nafni, Stockfish. Þetta nafn er skemmtilegt og nýtt og fólk man eftir því. Ég var eitt- hvað að grínast með það um daginn að skreið var ein helsta útflutnings- vara Íslendinga og við viljum að kvikmyndir verði það núna,“ segir Ása kímin. Betri tímasetning Til stóð að halda nýja kvikmynda- hátíð í fyrrahaust í Bíó Paradís með gamla heitinu, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þeirri hátíð var frest- að og úr varð Stockfish. Spurð að því hvers vegna hátíðinni hafi verið slegið á frest segir Ása að margar ástæður hafi verið fyrir því. „Þetta var bara betri tímasetning fyrir okkur,“ segir hún. „Það er alltaf gott að nýta þessa mánuði í gott bíó.“ – Hvert er markmið hátíðarinnar? „Markmiðið er að þjóna kvik- myndagerð og kvikmyndamenningu í landinu, sýna það besta í listrænni kvikmyndagerð og bjóða erlendu fagfólki hingað til að miðla af þekk- ingu sinni,“ svarar Ása og bætir við að Stockfish sé ekki bara bransa- hátíð heldur líka áhorfendahátíð. „Við verðum með rúmlega 30 myndir á hátíðinni og svo verðum við með fjölbreytt úrval af við- burðum fyrir bransann en hluti þeirra viðburða verður líka aðgengi- legur almenningi og ókeypis,“ segir Ása og nefnir sem dæmi fyrirlestur bandaríska kvikmyndaframleiðand- ans Christine Vachon, laugardaginn 28. febrúar kl. 15, sem ber yf- irskriftina From Shoestrings to the Oscars, eða Úr öskustónni á Ósk- arinn. Vachon hefur framleitt mynd- ir sem hafa unnið Óskarsverðlaun og verðlaun á virtum kvik- myndahátíðum á borð við hátíðina í Cannes og Sundance. Vachon mun fjalla um þær hindranir sem fram- leiðendur óháðra mynda þurfa að yfirstíga í kvikmyndalandslagi nú- tímans og þá m.a. hvernig hægt er að fjármagna myndir án aðstoðar stórra kvikmyndafyrirtækja og rík- isstyrkja, eins og því er lýst á vef Stockfish, stockfishfestival.is. Af öðrum viðburðum nefnir Ása dagskrá til heiðurs Sigurði Sverri Pálssyni kvikmyndatökumanni. Þrjár kvikmyndir sem Sverrir stýrði kvikmyndatökum á verða sýndar á hátíðinni; Land og synir, Tár úr steini og Kaldaljós og að lok- inni sýningu á myndunum mun „Það besta í listrænni kvikmyndagerð“  Yfir 30 kvikmyndir og fjölbreyttir viðburðir á kvikmyndahátíðinni Stockfish sem hefst í dag  Brenda Blethyn, Rachid Bouchareb og Sverrir Guðnason meðal gesta hátíðarinnar Kíló Stilla úr 1001 Gram. Í kvikmyndinni segir af ungri konu, Maríu, sem heldur til Parísar á árlegan fund kílófræðinga og hefur með sér norska kílóið. Á fundinum eru öll kíló heimsins vegin en María finnur að það er erfiðara að mæla hversu þung sorgin er sem fylgir föðurmissi og erfiðum skilnaði. Skemmtilegt „Þetta nafn er skemmtilegt og nýtt og fólk man eftir því,“ segir Ása Baldursdóttir um heiti hátíðarinnar, Stockfish. sem þýðir skreið. Morgunblaðið/Ómar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FAMU-kvikmyndaskólinn í Prag í Tékklandi er einn sá virtasti í Evr- ópu og þaðan hafa útskrifast heimskunnir leikstjórar á borð við Milos Forman og Emir Kusturica sem og íslenskir kvikmyndagerð- armenn, þ.á m. Grímur Há- konarson, Börkur Gunnarsson og Haukur Már Helgason. Skólastjóri FAMU, Pavel Jech, býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að skrifum kvikmyndahandrita og verður hann gestur Stockfish-kvikmyndahátíð- arinnar. Jech mun annars vegar halda fyrirlestur á morgun kl. 20 í Bíó Paradís um handritaskrif sem er opinn öllum og hins vegar leiða lokaða handritavinnustofu um helgina, 21. og 22. febrúar þar sem fjögur íslensk kvikmyndaverkefni verða tekin fyrir. Grínið hjálpar til Yfirskrift fyrirlestur Jech er bæði forvitnilegur og skondinn, Tíu brandarar sem munu kenna þér allt sem þú þarft að vita um hand- ritaskrif. Jech segir brandarana að vísu ekki kenna mönnum allt sem þeir þurfi að vita um handritaskrif, það séu takmörk fyrir því hversu mikið sé hægt að kenna fólki á 60- 90 mínútum. „Þetta er skemmtileg leið til að skoða ákveðin umfjöll- unarefni eða vandamál sem hand- ritshöfundar þurfa að takast á við,“ segir hann. Það sé alltaf erfitt að kenna slík skrif, útskýra ólíkar hliðar þeirra og þessi aðferð geti hjálpað til. Blaðamaður spyr Jech hvort hann sé til í að segja einn brandara og skólastjórinn lætur tilleiðast. „Maður einn er dæmdur til fang- elsisvistar og þegar hann kemur í fangelsið heyrir hann fangana kalla upp númer. „Númer 3!“ hrópar einn og allir hlæja og annar hrópar „númer 7!“ og aftur er hlegið. Mað- urinn spyr einn fanganna hvað sé eiginlega á seyði og fær þau svör að í fangelsinu séu allir brandarar orðnir svo gamlir að menn nenni ekki að segja þá lengur og hafi þess vegna gefið þeim ákveðin númer. Fanginn spyr manninn hvort hann vilji prófa og hann gerir það. Maðurinn hrópar „númer 2!“ en fær engin viðbrögð. Hann hróp- ar „númer 6!“, enginn hlær og svo aftur „númer 5!“ og þá hlær einn illkvittnislega að honum. Maðurinn spyr hvað sé eiginlega að gerast, hvort þetta séu ekki brandarar? Fanginn segir að jú, vissulega séu þetta brandarar en sumir geti sagt þá og aðrir ekki,“ segir Jech. Með brandaranum sé hann að benda á að framreiðslan skipti jafnmiklu máli og innihaldið. „Flestir brand- aranna eru skrautlegri en þessi,“ bætir Jech við og hlær. Ekki gleyma áhorfendum Jech segir handritshöfunda oft telja umfjöllunarefni sín áhugaverð en það sé aðeins hluti af því að ná árangri. „Þetta snýst m.a. líka um það hvaða upplýsingar eru veittar og hverjar ekki, hverjar er beðið með að veita og öll þessi atriði sem handritshöfundar þurfa að hafa í huga og læra. Aðrir geta aðstoðað þá í þeirri vinnu og svo eru ýmis tæknileg atriði sem tengjast ólíkri uppbyggingu,“ segir Jech. Þegar kennslan verði of tæknileg og jafn- vel leiðinleg sé gott að grípa til Það geta ekki allir sagt brandara  Pavel Jech, skólameistari FAMU kvikmyndaskólans í Prag, flytur fyrirlestur og leiðir handrita- vinnstofu á Stockfish  Jech segir tíu brandara til að varpa ljósi á ólíka þætti handritaskrifa Brandarakarl Pavel Jech, skóla- stjóri FAMU í Tékklandi. Mini MIDPOINT handritavinnustofan fer fram um helgina. Framleiðandi og handritshöfundur eða leikstjóri með fyrstu eða aðra mynd í þróun sóttu sameiginlega um setu í vinnu- stofunni og voru fjögur verkefni val- in og er lögð áhersla á að reyndir að- ilar vinni með þeim sem eru skemmra á veg komin á ferlinum, að því er segir í tilkynningu frá Stock- fish. Verkefnin eru eftirfarandi:  The Ambassador, Jónas Knútsson handritshöfundur og Júlíus Kemp framleiðir ásamt Ingvari Þórðarsyni  One Kiss Away from Love, handritshöfundur Hallgrímur Helgason og Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi.  Party Beneath a Stone Wall, Vera Wonder Sölvadóttir handritshöfundur og Gudrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi.  Rogastanz, Ingibjörg Reynisdóttir handritshöfundur og Júlíus Kemp framleiðandi. Verkefnin voru valin af nefnd sem samanstóð af MIDPOINT, Kvik- myndamiðstöð og fulltrúum sex fagfélaga sem koma að kvikmyndagerð hér á landi og standa að baki Stockfish. MIDPOINT er handritamiðstöð stofnuð af FAMU og er markmið hennar að styrkja handritagerð í Evr- ópu. Frekari upplýsingar um hana má finna á midpoint-center.eu. Fjögur kvikmyndaverkefni HANDRITAVINNUSTOFA Hallgrímur Helgason Vera Wonder Sölvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.